Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Langþráð skóflustunga var tekin á athafnasvæði Sigl- ingaklúbbsins Nökkva á Akureyri síðdegis í gær, þegar formlega var hafist handa við veigamiklar breytingar á athafnasvæði klúbbsins. Fimmtíu ára afmæli Nökkva verður fagnað í ár og þremenningarnir sem stóðu að stofnun klúbbsins 1963 munduðu skóflurnar í gær og tóku fyrstu stunguna samtímis. Þeir eru, frá vinstri: Gunnar Árnason, sem var fyrsti formaðurinn, Dúi Eð- valdsson og Hermann Sigtryggsson. Fyrir aftan þá er Rúnar Þór Björnsson, núverandi formaður, sem hefur gegnt embættinu í áratug. „Það er frábær afmælisgjöf að koma þessu af stað og skiptir okkur mjög miklu máli. Gleðin í okkar herbúðum er mikil,“ sagði Rúnar Þór við Morgunblaðið í gær. Á svæðinu verður aðstaða fyrir smábáta og alla báta klúbbsins. Töluvert svæði verður fyllt upp í kverkinni þar sem Leiruvegur liggur að Drottningarbraut og „að- staða klúbbsins verður miklu skemmtilegri og öruggari. Þetta er í raun líka mikið umhverfisátak og hér verður til mjög skemmtilegt útivistarsvæði fyrir Akureyringa. Grjótið fer burt og verður notað í uppfyllinguna svo loks- ins verða aftur til sandfjörur í bænum,“ sagði Rúnar Þór. „Frábær afmælisgjöf“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Þetta gekk mjög vel. Veður var hagstætt en það var stórsjór. Það var gaman að fá fylgdarbát en Gunn- ar Ingi Gunnarsson reri með mér frá Holtsósi undir Eyjafjöllum,“ segir kajakræðarinn Guðni Páll Vikt- orsson sem kom til Vestmannaeyja um áttaleytið í gærkvöldi. Hann var Vestmannaeyingum þakklátur fyrir góðar móttökur. Gærdagurinn var langur en Guðni reri tæplega 70 kílómetra, frá Vík til Vestmannaeyja. „Ég er orðinn lúinn núna og þetta verður kærkomin hvíld á morgun. Ætli ég nýti ekki tímann í að borða, en ég hef ekki mikið borðað síðustu daga, sofa og skoða eyjuna. Það verður gott að fá að sofa inni en ég hef átt aðeins erfitt með svefn undanfarið,“ segir Guðni Páll, sem mun mestmegnis sofa í tjaldi í siglingunni kringum Ísland. Guðni Páll er á mun hraðskreiðari bát en félagi hans, Gunnar Ingi sem fylgdi honum. Spurður hvort þeir hafi náð að fylgjast að, segir Guðni Páll að hann hafi þegar verið búinn að róa um 40 kílómetra þegar Gunn- ari Ingi hafi slegist í för með honum, því hafi þetta jafnast út. Hann hlær við þegar hann er spurður hvort brotsjórinn sem hann fékk á sig fyrr í vikunni hafi verið eins og þriggja hæða hús. Segir vini sína kunna að orða hlutina, en viður- kennir að þetta hafi vissulega verið ógnvænlegt. Í dag verður kynning á Kaffi Kró í Eyjum kl. 11 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Guðni Páll verður með kynningu á sjálfum sér, verkefninu, sem kallast Lífróður Samhjálpar, og búnaðinum. thorunn@mbl.is Lúinn eftir langan róður  Guðni Páll kajakræðari kominn til Eyja  Reri 70 kílómetra í gær frá Vík Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Kajakræðari Guðni Páll Viktorsson að róa inn til Vestmannaeyja. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fólksflutningafyrirtækið Sterna Travel, sem hefur m.a. verið með áætlunarferðir milli Hafnar í Horna- firði og Egilsstaða, íhugar skaða- bótamál á hendur Sambandi sveitar- félaga á Austurlandi (SSA) í kjölfar niðurstöðu Héraðsdóms Austur- lands. Dómurinn hafnaði kröfu SSA um lögbann á hendur Sterna vegna aksturs fyrirtækisins milli Egils- staða og Hafnar í Hornafirði. Taldi dómurinn að aksturinn hefði ekki brotið gegn einkaleyfinu sem SSA hefur á þessari leið samkvæmt samningi við Vegagerðina. Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður Sterna, segir að þótt dómi héraðs- dóms verði mögulega áfrýjað til Hæstaréttar þá sé búið að aflétta lögbanninu, og því eðlilegt að næsta skref verði að fara fram á skaðabæt- ur. Ljóst sé að tjón Sterna nemi tug- um milljóna króna og ferðaþjónust- an í heild hafi einnig skaðast í málinu. Haft var eftir Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í Morgunblaðinu í gær að dómstólar þyrftu að endur- skoða afstöðu sína til laga um fólks- flutninga. Þar undraðist Ögmundur niðurstöðu Héraðsdóms Austur- lands og sagði að ekki væri ástæða til að endurskoða samninga við sveitarfélögin um þennan akstur. „Svona afskipti ráðherra af óháðum dómstólum á Íslandi eru sem betur fer fátíð en þó mjög alvarleg,“ segir Bjarki um ummæli Ögmundar, ráð- herra dómsmála í landinu. Hann segist ekki geta túlkað orð ráðherra öðruvísi en svo að lögin banni ferða- þjónustufyrirtækjum að flytja ferða- menn með rútum. „Ef dómurinn hefði fallið að vilja Ögmundar hefði það haft gríðarlega slæm áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi, þar sem um mikla afturför hefði ver- ið að ræða ef ríkisvald eða fyrirtæki undir verndarvæng ríkisins hefðu ein heimild til að flytja ferðamenn um Ísland,“ segir Bjarki Þór. Sterna íhugar skaðabóta- mál gegn sveitarfélögum  Lögmaður Sterna undrast afstöðu ráðherra til dómstóla „Við breyttum þessu um leið og við sáum að lénið [leifsstod.is] var tengt inn á síðuna okkar,“ segir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia ohf. Isavia er eigandi Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar á Kefla- víkurflugvelli en fyrirtækið hefur vinsamlegast farið fram á að fréttamenn láti af notkun nafnsins Leifsstöð í fréttaflutningi og noti í staðinn hið rétta nafn Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ef farið er á vefinn og leifs- stod.is slegið inn, tengist notandinn ekki lengur inn á vefinn kefairport.is, sem er vefur flug- stöðvarinnar. Þessu var breytt átt- unda maí sl. „Við sáum ekki ástæðu fyrir því að hafa þetta tengt. Ég vissi ekki til þess að þetta lén hefði verið tekið frá á sínum tíma en það var gert fyrir mína tíð,“ segir Friðþór. Hann segir ennfremur: „Þetta er gagnstætt því sem stefnt er að, að reyna að benda fólki á að Isavia er ekki að nota nafnið Leifsstöð þó aðrir kunni að gera það. Á þessum tíma var strax farið að heyra Leifsstöð í tali manna og á op- inberum vettvangi. Það hefur sennilega vakað fyrir mönnum á þeim tíma að tryggja sér öll þau lén sem gætu mögulega komið upp í leit að Flugstöð Leifs Eiríks- sonar.“ Nota ekki nafn annarra Spurður hvort fólk átti sig á að slá inn kefairport.is þar sem það er ekki heiti flugstöðvarinnar sjálfrar segir hann vissulega svo vera. Hann bendir á að fólk geti slegið inn Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða Keflavíkurflugvöllur á vefinn og þá finni það slóðina á síðuna. „Málið snýst um að við erum ekki þeir aðilar sem nota nafn sem er í eigu annarra í okkar þágu,“ segir Friðþór að lokum. Lénið ekki tengt flug- vellinum Flugstöð Slóðin leifsstod.vísar ekki lengur áfram á kefairport.is.  Isavia á lénið leifsstod.is Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild Landspítala síðdegis í gær eftir að hann ók bifreið sinni á strætóskýli við Suðurlandsbraut. Hann mun vera talsvert slasaður en mildi þykir að enginn hafi verið í skýlinu, sem er gjörónýtt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lak olía úr bifreiðinni, sem er af gerðinni BMW, auk þess sem draga þurfti hana af vettvangi. Óljóst er hver tildrög slyssins voru en öku- maðurinn virðist hafa misst stjórn á bifreiðinni. Slasaður eftir að hafa ekið á biðskýli www.heilsudrekinn.is Öll kínvesk leikfimi • Heilsu Qi Gong 5000 ára tækni• Heilsubætandi Tai chi• Kung Fu fyrir 4 ára og eldri Í samstafi við Kínveskan íþrótta háskóla Einkatímarog hópatímar Skeifan 3j | Sími 553 8282 | frítt í leikfimi. Skráðu þig sem fyrst Fyrir alla aldurshópa Ein vika Fullt af tilboðum í gangi  Land- græðslan og Umhverfis- stofnun hafa ákveðið að banna tíma- bundið alla um- ferð almennings í Dimmuborgir utan göngustígsins að og við Hall- arflöt. Bannið gildir frá og með 11. maí, en gera má ráð fyrir að bannið vari í 1-2 vikur. Stofnanirnar benda m.a. á að gróður svæðisins þoli alls ekki átroðning þegar hann er að koma undan snjó. Göngustígar svæðisins eru allflestir fullir af snjó, krapa, ís eða drullu og djúpar gjótur geta leynst undir. Takmarka umferð í Dimmuborgum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.