Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23
Gamli ísinn - þessi ískaldi
Greining Íslandsbanka, greiningar-
þjónusta IFS og greiningardeild
Arion banka spá því allar að Seðla-
bankinn muni halda stýrivöxtum
sínum óbreyttum á næsta vaxta-
ákvörðunarfundi, sem verður 15.
maí næstkomandi.
Gangi spárnar eftir verða dag-
lánavextir bankans því áfram 7%,
vextir af lánum gegn veði til sjö
daga 6%, hámarksvextir á 28 daga
innistæðubréfum 5,75% og innláns-
vextir 5%.
„Meginforsenda spárinnar er að
krónan hefur styrkst talsvert frá
vaxtaákvörðuninni 20. mars og hag-
tölur benda til þess að hagvöxtur
undanfarið hafi verið öllu hægari en
Seðlabankinn reiknaði með í sinni
síðustu spá. Verðbólguhorfur hafa
því batnað nokkuð frá síðustu
vaxtaákvörðun. Verðbólguvænting-
ar hafa einnig lækkað, verðbólgan
hjaðnað frá vaxtaákvörðuninni 20.
mars og hefur verðbólguþróunin
verið nokkuð í takti við síðustu
verðbólguspá Seðlabankans,“ segir
m.a. Morgunkornum greiningar Ís-
landsbanka.
Hækkun gengis krónunnar á
álandsmarkaði kom í kjölfar þess að
Seðlabankinn hóf inngrip á gjald-
eyrismarkaði, en frá lokum desem-
ber á síðastliðnu ári til 8. mars í ár
seldi bankinn 77 milljónir evra fyrir
krónur. Einnig hætti hann reglu-
legum kaupum á gjaldeyri undir lok
síðastliðins árs.
Framvirkur samningur Seðla-
bankans sem tilkynnt var um 19.
febrúar síðastliðinn, þar sem bank-
inn selur Landsbankanum 35 millj-
ónir evra í skiptum fyrir u.þ.b. sex
milljarða króna á næstu mánuðum,
er hluti af inngripunum.
„Má segja að samningurinn hafi
leyst gjaldeyrisinngrip viknanna á
undan af hólmi, a.m.k. að hluta,“
segir ennfremur í Morgunkornum
greiningar Íslandsbanka.
Spár gera ráð fyrir
óbreyttum stýrivöxtum
Greiningardeildir bankanna og IFS samhljóða í spám
Morgunblaðið/Eggert
Seðlabankinn Næsti vaxtaákvörðunardagur peningastefnunefndar er 15.
maí. Spár gera ráð fyrir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum.
Spá allar óbreyttum
vöxtum
» Greining Íslandsbanka,
greiningardeild Arion banka og
greiningarþjónusta IFS spá all-
ar óbreyttum stýrivöxtum á
miðvikudag.
» Gangi spárnar eftir verða
daglánavextir bankans því
áfram 7%.
Ölgerðin Egill
Skallagrímsson
hefur skrifað
undir Global
Compact – sátt-
mála Sameinuðu
þjóðanna um
samfélags-
ábyrgð. Í því
felst skuldbind-
ing til að fram-
fylgja tíu við-
miðum um samfélagsábyrgð. Þau
viðmið snúa að mannréttindum,
starfsmannamálum, umhverfi og
aðgerðum gegn spillingu, sam-
kvæmt frétt á heimasíðu Samtaka
atvinnulífsins.
Að sögn Svanhildar Sigurðar-
dóttur hjá Ölgerðinni hefur verið
unnið að því undanfarin ár að
marka félaginu skýra stefnu í sam-
félagsábyrgð. „Í þeirri vinnu varð
fljótt ljóst að helstu snertifletir
yrðu umhverfið, samfélagið, mark-
aðurinn og fyrirtækið. Breiður hóp-
ur starfsfólks Ölgerðarinnar hefur
með endurtekinni hópavinnu tekið
saman þau atriði sem samfélags-
ábyrgð fyrirtækisins tekur til,“ er
m.a. haft eftir Svanhildi á vefsíðu
SA.
Í tilefni af eitt hundrað ára af-
mæli Ölgerðarinnar var ákveðið að
ráðast í 100 verkefni.
Undirritar
SÞ-sátt-
mála
Tengist sam-
félagsábyrgð
Svanhildur
Sigurðardóttir
Japanska jenið hefur ekki verið
veikara í fjögur ár. Gengið gagn-
vart dollar er nú u.þ.b. 101 jen fyrir
hvern dollar, samkvæmt því sem
fram kemur í Morgunpósti IFS í
gær. Hlutabréfaverð hækkaði í
landinu en TPX-vísitalan hækkaði
um 2,4%. Jenið hefur gefið eftir um
23% síðan í september og er útlit
fyrir að árleg veiking gjaldmiðils-
ins muni vera sú mesta frá árinu
1979.
Japanska jenið
veikst um 23%
Vátryggingafélag Íslands mun birta
uppgjör fyrsta ársfjórðungs föstu-
daginn 17. maí. Þetta er fyrsta upp-
gjör félagsins frá skráningu þess á
hlutabréfamarkað. Í morgunpósti
IFS í gær kemur fram að VÍS hafi
hingað til ekki birt afkomu eftir árs-
fjórðungum, sem auki nokkuð óvissu
í spá IFS. Búast má við að tjón sé al-
mennt meira á 4F og 1F en yfir sum-
artímann en hversu miklu munar er
erfitt að segja til um.
IFS reiknar með að tekjur félags-
ins hafi aukist nokkurn veginn í takt
við verðbólgu.
Í takt við
verðbólgu