Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Ekki verður sagt, að úrslit þingkosning- anna hafi komið mikið á óvart. Skoðanakann- anir höfðu gefið ákveðna vísbendingu um það, sem verða vildi. Það var t. d. bú- ið að spá fyrir um góða útkomu Fram- sóknarflokksins eftir að Framsókn hafði samkvæmt skoð- anakönnunum verið með óbreytt fylgi, í kringum 12%, allt kjör- tímabilið. Loforð Framsóknar um að ætla að heimta fé af kröfuhöfum þrotabúa bankanna og færa það skuldsettum heimilum hitti í mark og færði Framsókn mikinn fjölda atkvæða. Segja má, að þetta hafi verið eina kosningamál Framsókn- arflokksins. Má vissulega gagnrýna það, að gamalgróinn flokkur með ákveðna hugmyndafræði skuli reka heilar þingkosningar á einu kosn- ingaloforði. Nú er eftir að sjá hvernig Framsókn gengur að efna þetta kosningaloforð. Sjálfstæðisflokkurinn var einnig með mikil loforð enda þótt þau stæðust ekki samjöfnuð við loforð Framsóknar. En Sjálfstæðisflokk- urinn lofaði bæði skattalækkun og skuldalækkun, þannig að skatta- lækkunin ætti að ganga til greiðslu inn á íbúðalán viðkomandi skuld- ara. Framsóknarflokkurinn skar sig þó úr varðandi veitingu mikilla kosningaloforða. En Sjálfstæð- isflokkurinn kom í humátt á eftir. Hógvær loforð stjórnarflokk- anna VG sagði, að flokkurinn vildi veita 50-60 milljörðum á næsta kjörtímabili til eflingar heilbrigð- iskerfinu, menntakerfinu og vel- ferðarkerfinu. Hér er um að ræða 12,5-15 milljarða útgjaldauka á ári í fjögur ár. Samfylkingin kvaðst vilja færa þeim íbúðareigendum, sem haft hefðu lánsveð, aðgang að fyr- irgreiðslu samkvæmt 110% leiðinni og veita þeim aðstoð, sem keypt hefðu íbúð síðustu 2-3 árin fyrir hrun. Miðað við hástemmd loforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er hér um hógvær loforð að ræða. Allt er í óvissu með það, hvort Framsókn muni takast að ná einhverjum fjár- munum af þrotabúum bankanna. Sennilega fæst ekki úr því skorið fyrr en eftir langan tíma. Og ef einhverjir fjármunir nást af þrotabúunum fyrir ís- lenska ríkið er eftir að ákveða hvernig eigi að ráðstafa þeim fjár- munum. Útkoma Sjálfstæð- isflokksins í kosning- unum var ekki góð miðað við árangur flokksins á und- anförnum áratugum. En hún var nokkru betri en í kosningunum 2009. Útkoma stjórnarflokkanna var mjög slæm. Samfylkingin beið afhroð. Kjósendur voru greinilega búnir að gleyma því hverjir báru ábyrgð á hruninu. Þeir voru búnir að gleyma hverjir komu bönkunum í hendur einkavina, sem kunnu ekki að reka banka en breyttu þeim í braskfyrirtæki og settu þá á haus- inn á skömmum tíma. Það var frjálshyggja Sjálfstæðisflokks með aðstoð Framsóknar, sem setti bankana og efnahagslífið á hliðina. Samkvæmt frjálshyggjunni mátti ekki hafa neitt eftirlit með bönk- unum. Allt átti að vera frjálst og markaðurinn átti að leiðrétta sig sjálfur. Þetta brást. Nú er spurn- ing hvort innleiða á að nýju þessa gjaldþrota stefnu. Refsað fyrir svikin kosninga- loforð Kjósendur voru að refsa stjórn- arflokkunum fyrir svikin kosninga- loforð og fyrir lífskjaraskerðingu krepputímans. Stjórnarflokkarnir sviku loforðið um að koma á fyrn- ingarleið við stjórn fiskveiða. Í stað þess að innkalla kvótana á 20 árum eins og lofað var og úthluta þeim á ný smátt og smátt á réttlátan og sanngjarnan hátt ætlaði ríkisstjórn Samfylkingar og VG að afhenda kvótakóngunum veiðiheimildirnar til 20 ára og rúmlega það. Fyrir það refsuðu kjósendur stjórn- arflokkunum. Stjórnarflokkarnir lofuðu þjóðinni nýrri stjórnarskrá. Við það stóð stjórnin ekki. Fyrir það refsuðu kjósendur stjórn- arflokkunum. Stjórnarflokkarnir lofuðu að standa vörð um velferð- arkerfið og gæta hagsmuna aldr- aðra og öryrkja. Við það stóðu stjórnarflokkarnir ekki að fullu. Kjör aldraðra og öryrkja voru skert og lofað að afturkalla þá skerðingu. Við það var ekki staðið. Skerðing á kjörum aldraðra og ör- yrkja frá 1. júlí 2009 var tímabund- in. Það hlaut því að þurfa að aft- urkalla þá skerðingu fyrir lok kjörtímabilsins. Það var ekki gert. Þess vegna refsa kjósendur Sam- fylkingunni og VG. Ekki á að refsa öldruðum fyrir að vinna eða spara Aðeins einn hluti kjaraskerð- ingar aldraðra og öryrkja fellur úr gildi í lok þessa árs, þ. e. hærra skerðingarhlutfall tekjutryggingar. En aðrir hlutar kjaraskerðing- arinnar haldast í gildi. Mikill fjöldi elli- og örorkulífeyrisþega missti grunnlífeyri sinn við breytingu á útreikningi grunnlífeyris. Þeir, sem misstu grunnlífeyrinn, eiga að fá hann á ný að öðru óbreyttu. Og það verður að hækka frítekjumark- ið vegna atvinnutekna aldraðra strax. Einnig þarf að hækka frí- tekjumark vegna fjármagnstekna lífeyrisþega. Það á ekki að refsa öldruðum fyrir að vinna og/eða spara. Samfylkingin hefur áreið- anlega tapað mörgum atkvæðum aldraðra og öryrkja vegna þess hvernig kjaramálum þeirra var klúðrað. Það var svikist um að aft- urkalla kjaraskerðinguna frá 1. júlí 2009. Það ákvæði laga, að lífeyrir aldraðra og öryrkja ætti að hækka í samræmi við breytingar á lægstu launum var tekið úr sambandi og svikist um að leiðrétta lífeyri. Það er liðin tíð, að unnt sé að svíkja kosningaloforð án þess að kjós- endur svari fyrir sig. Það kom vel fram í kosningaúrslitunum. Kjósendur refsuðu stjórnarflokkunum Eftir Björgvin Guðmundsson » Stjórnarflokkarnir sviku loforðið um að koma á fyrningarleið við stjórn fiskveiða… rík- isstjórnin ætlaði að af- henda veiðiheimildirnar til 20 ára Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur, for- maður kjaranefndar Félags eldri borgara. –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 14 þriðjudaginn 21. maí. Garðar og grill Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumar- húsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum SÉRBLAÐMorgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um garða og grill föstudaginn 24. maí Sýningum lýkur í vor! Miðasala 551 1200 | midasala@leikhusid.is Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is JófríðarStaðavegur 19 - Hf. - einBýli/tvíBýli Nýkomið mjög fallegt tvílyft einbýli með innbyggðum bílskúr samtals ca 260 fm. Húsið skiptist m.a. þannig. Efri hæð: Stofur, eldhús, sjónvarpsskáli, 2-3 herb. Baðherbergi. Svalir o.fl. Neðri hæð: Bílskúr, mjög góð 2ja herb.íbúð o.fl. Fallegur garður, gróðurhús. Róleg, góð og frábær staðsetning. Hornlóð. Útsýni. Verð 53,9 millj. Helgi Jón sölustjóri s. 893-2233 býður ykkur velkomin. Opið hús sunnudaginn 12. maí milli kl. 13-14 Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna Umsóknarfrestur er til 6. júní 2013 Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. ágúst 2013. Hlutverk sjóðsins er að styðja við starfsemi fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein. Rétt til að sækja um laun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, fræðigreina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Aðgangur að rafrænu umsóknakerfi á www.rannis.is. Þar er jafnframt að finna reglur og leiðbeiningar sjóðsins. Nánari upplýsingar veitir Hulda Proppé hulda.proppe@rannis.is, Sími 515 5825 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Laugavegi 13, 101 Reykjavík, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Rannís er náinn samstarfsaðili Vísinda- og tækniráðs. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum auk þess að að greina og kynna áhrif rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar á þjóðarhag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.