Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Ísland er í þriðja sæti með ein- kunnina 9,65 af 10 á lista stofnunar- innar Economist Intelligence Unit (EIU), sem gaf nýverið út skýrslu um stöðu lýðræðis í heiminum fyrir árið 2012. Einungis Noregur og Svíþjóð fá hærri meðaleinkunn en Ísland. EIU er hluti samsteypunn- ar sem gefur út vikuritið The Economist. Þeir þættir sem mældir voru í út- tekt stofnunarinnar eru kosningar og lýðræðisþátttaka, virkni ríkis- stjórnar, stjórnmálaþátttaka borg- aranna, stjórnmálamenning og staða borgaralegra réttinda. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að lýðræðisþróun í heiminum stendur nokkurn veginn í stað. Þrátt fyrir þessa stöðnun hafa orðið nokkrar breytingar milli landa. Þannig hafa byltingar í Arabalöndum, þar sem almenning- ur krafðist lýðræðisumbóta, fært þeim löndum hærri einkunn. Hins vegar er gerður fyrirvari við að staðan í þeim löndum sé hvort tveggja óljós og viðkvæm. Á hinn bóginn hefur sú þróun, sem varð í nokkrum Evrópuríkjum árið 2011, þegar lýðræðislega kjörnum leiðtogum var gert að víkja fyrir skipuðum embættis- mönnum, ekki haldið áfram. Höf- undar vekja athygli á því að þær aðhaldsaðgerðir sem til standa í Evrópu muni verða prófsteinn á stöðu lýðræðis í álfunni. Helmingur heimsbyggðarinnar búsettur í lýðræðisríkjum Samkvæmt mælingum EIU býr aðeins helmingur mannkyns í ein- hvers konar lýðræðisríkjum, en að- eins 11% jarðarbúa búa við það sem skýrsluhöfundar kalla „algjört lýð- ræðisríki“. Aðrir flokkar ríkja eru gölluð lýðræðisríki, ríki með bland- að stjórnarfar og loks alræðisríki. Síðustu ár hefur hægt á lýðræðisþróun og sú þróun sem orðið hafi að nokkru gengið til baka sökum efnahagsþrenginganna sem hafa orðið frá árinu 2008. Versnandi staða fjölmiðla Í skýrslunni er bent á að staða frjálsra fjölmiðla í heiminum fari versnandi og að hraði þeirrar þró- unar hafi aukist mjög frá 2008. Ástæður þessa eru sagðar flókn- ar og margbreytilegar. Fjármála- kreppan ýtti að nokkru leyti undir þá þróun sem hafði verið árin fyrir hrun. Þar að auki virðist sem marg- ar ríkisstjórnir óttist í auknum mæli gagnrýni fjölmiðla, og hafa þess vegna reynt að stjórna fjöl- miðlum og takmarka tjáningarfrels- ið með ýmsu móti. Þar að auki hef- ur aukið atvinnuleysi og minna atvinnuöryggi kynt undir ótta og sjálfsritskoðun fjölmiðlafólks í mörgum löndum. Samþjöppun eignarhalds á fjöl- miðlum hefur einnig haft neikvæð áhrif, en skýrsluhöfundar telja slíka þróun hafa neikvæð áhrif á fjöl- breytni og fjölda þeirra sjónarmiða sem komast í fjölmiðla. Ennfremur hafa fjölmiðlar í efn- aðri ríkjum orðið innhverfari og fjalla í minna mæli um málefni heimsbyggðarinnar. Afleiðingar þessar eru að efnaðri þjóðir veita þróunarríkjum minni athygli og ýta síður á lýðræðisumbætur í þeim löndum. Engin lýðræðisþróun á heimsvísu  Staða lýðræðis í heiminum batnaði hvorki né versnaði árið 2012 samkvæmt nýútgefinni skýrslu  Ísland þriðja lýðræðislegasta ríkið á eftir Noregi og Svíþjóð  „Algjör lýðræðisríki“ aðeins 25 talsins Skýrsla Economist um stöðu lýðræðis FLOKKAR Land Sæti Meðaltal Kosningar og Virkni Stjórnmála- Stjórnmála- Borgaraleg lýðræðisþátttaka ríkisstjórnar þátttaka menning réttindi Noregur 1 9,93 10,00 9,64 10,00 10,00 10,00 Svíþjóð 2 9,73 9,58 9,64 9,44 10,00 10,00 Ísland 3 9,65 10,00 9,64 8,89 10,00 9,71 Danmörk 4 9,52 10,00 9,64 8,89 9,38 9,71 Nýja-Sjáland 5 9,26 10,00 9,29 8,89 8,13 10,00 Ástralía 6 9,22 10,00 8,93 7,78 9,38 10,00 Sviss 7 9,09 9,58 9,29 7,78 9,38 9,41 Kanada 8 9,08 9,58 9,29 7,78 8,75 10,00 Finnland 9 9,06 10,00 9,64 7,22 8,75 9,71 Holland 10 8,99 9,58 8,93 8,89 8,13 9,41 Luxemborg 11 8,88 10,00 9,29 6,67 8,75 9,71 Austurríki 12 8,62 9,58 8,21 7,78 8,13 9,41 Írland 13 8,56 9,58 7,86 7,22 8,13 10,00 Þýskaland 14 8,34 9,58 8,21 6,67 8,13 9,12 Malta 15 8,28 9,17 8,21 5,56 8,75 9,71 Stóra-Bretland 16 8,21 9,58 7,50 6,11 8,75 9,12 Tékkland 17 8,19 9,58 7,14 6,67 8,13 9,41 Úrugvæ 18 8,17 10,00 8,93 4,44 7,50 10,00 Márítus 19 8,17 9,17 8,21 5,00 8,75 9,71 Suður-Kórea 20 8,13 9,17 8,21 7,22 7,50 8,53 Bandaríkin 21 8,11 9,17 7,50 7,22 8,13 8,53 Kostaríka 22 8,10 9,58 8,21 6,11 6,88 9,71 Japan 23 8,08 9,17 8,21 6,11 7,50 9,41 Belgía 24 8,05 9,58 8,21 5,56 7,50 9,41 Spánn 25 8,02 9,58 7,50 6,11 7,50 9,41 Yfirlit yfir þau 25 ríki sem hafa hæstu lýðræðiseinkunn að mati Economist Intelligence Unit Heimild: The Economist Í skýrslu Economist Intelligence Unit (EIU) kemur fram að aðeins 25 af þeim 167 ríkjum sem skýrslan tók til ná því að vera það sem EIU kallar „algjör lýð- ræðisríki“, en skýrslan tók ekki til örríkja. Til að hljóta þá viðurkenningu þarf ríki að hafa meðaleinkunn hærri en 8,00. Aðeins 11% mannkyns búa í þeim 25 ríkjum sem EIU flokkar sem „algjör lýð- ræðisríki“. Meðal þessara ríkja eru öll Norðurlöndin, Noregur hæstur, í fyrsta sæti með 9,93, en Finnland í níunda sæti með einkunnina 9,06. Athygli vekur að fjölmörg Vestur-Evrópuríki ná ekki lág- markseinkunn til að teljast með- al þessara ríka, en meðal þeirra má nefna Frakkland, Portúgal og Ítalíu. Fáum til mikillar undrunar vermir Norður-Kórea botnsætið á lista EIU með einkunnina 1,08, en ríkið fær einkunnina 0 í flokk- um kosninga og borgaralegra réttinda, en sömu sögu er að segja af Sýrlandi, sem vermir fjórða neðsta sæti listans. Meðal annarra ríkja á neðri enda listans má nefna Kína, Íran, Afganistan og Sameinuðu arab- ísku furstadæmin 25 „algjör lýðræðisríki“ LÝÐRÆÐI Á HEIMSVÍSU Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is Við bjóðum ölbreytt úrval innlánsreikninga með föstum vöxtum. Hafðu samband og kynntu þér málið. M ið að vi ð út ge fn a va xt at ö flu M P ba nk a 1 1 .a pr íl 2 0 1 3 . Fastir vextir á innlánsreikningum innlánsvextir m.v. 36 mánaða bindingu Verðtryggðir innlánsvextir m.v. 36 mánaða bindingu Óverðtryggðir2,5 6,3 Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtumVerðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum 3 mánuðir 4,8% 6 mánuðir 5,0% 12 mánuðir 5,2%36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75% 24 mánuðir 5,4% 36 mánuðir 6,3% 60 mánuðir 6,4% NÝJUNG Í LANDSLAGINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.