Morgunblaðið - 11.05.2013, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
Mörg hafa komið að máli við mig og lýst áhyggjum af meintufrjálslyndi mínu í málfarsefnum; að ég teldi óheppilegt aðtala um rétt mál og rangt en kysi að tala um gott mál ogvont. Samkvæmt almennri skilgreiningu málfræðinga
kann fullþroska fólk móðurmál sitt. Eitt af viðfangsefnum málfræðinnar
er að lýsa þeim reglum sem ráða því hvernig orðin eru mynduð, beygð
og felld saman til að mynda merkingu. Enginn málfræðingur smíðar
reglur um lifandi tungumál til að gera regluverkið rétthærra en málvit-
und fólksins. Slík iðja myndi jafnast á við það að við leiðréttum fornsögur
og kvæði af því að fyrst núna værum við komin með nógu góðar kenn-
ingar til að skilja þessa texta réttum skilningi. „Hér skjátlast Goethe“ er
fræg setning, höfð eftir fílólógnum Heinrich Düntzer sem taldi að Go-
ethe hefði skjátlast um sínar eigin tilfinningar.
En virðingu fyrir máltilfinningu
fólks má ekki rugla saman við hinn
eilífa og sjálfsagða eftirlitsiðnað
mállögreglunnar og viðleitni henn-
ar til að vanda mál sitt og annarra.
Vandað mál miðast ekki við ein-
tóma íhaldssemi í málfarsefnum,
það er hvort eitthvað hafi verið sagt
áður og eigi sér fyrirmynd í eldra máli, heldur við eitthvað allt annað. Og
þetta „eitthvað annað“ er ekki fjallagrasatínsla, forritun og tölvuleikir
heldur felst málvöndun til dæmis í nákvæmni í orðalagi og tilfinningu
fyrir merkingu, myndmáli og hrynjandi – að ógleymdri nýsköpuninni
sem heldur öllum tungumálum á lífi með skáldskapinn í fararbroddi.
Málvöndun felst í að fá fólk til að hugsa um það sem sagt er; ekki sé sama
hvernig eitthvað sé orðað, bara að það skiljist kannski einhvern veginn.
Tungumálið á ekki bara að koma einföldum skilaboðum um frum-
þarfir á milli manna, hvort við viljum pönnsur eða vöfflur eða ís. Ekki
frekar en maturinn hefur það hlutverk eitt að seðja hungur okkar. Í mat-
argerðinni er menning, list og ást til umhverfisins og náungans fólgin –
ekki síður en í tungumálinu. Og við hljótum að geta ætlast til þess að fólk
sem beitir tungumálinu opinberlega ráði við það, tafsi ekki, tali skýrt,
skilji sjálft orðin sem það notar og mismæli sig ekki í almennri beygingu
og samsetningu orða.
Oft er til þess tekið hvað það er mikil málfarsnautn að heyra í fréttum
þegar fólk á landsbyggðinni talar um búskap, fiskveiðar og tíðarfar. Og
er kannski ekki að undra. Þau beita móðurmáli sínu á þaulreynd við-
fangsefni sem þau hafa heyrt talað um alla sína tíð af vörum eldri kyn-
slóða. En málið vandast þegar við þurfum að taka þetta þrautþjálfaða
tungumál bænda og sjómanna með okkur inn í nútímann og tala um
hvaðeina sem engin orð voru til um fyrir hundrað árum. Þá reynir á mál-
vöndun, nýsköpun og framsækna hugsun vegna þess að hin klassíska
málleiðrétting á mér langar í mig langar dugar skammt andspænis þeim
viðfangsefnum sem nú blasa við ungu fólki.
„Eiginlega er
ekkert bratt…“
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
El
ín
Es
th
er
Málið
Seinræðislágur?
Glópþremilsjá?Þófgneistakast?
Hvað ertu
að bulla?
Ég er að búa
til nýyrði.
Fyrir hvað?
Bara ... eitthvað.
Hnjaskólgukögur?
Telja verður nokkuð víst, að innan tíðar taki nýríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-flokks við völdum. Miklar vonir verða bundnarvið þá ríkisstjórn í upphafi eins og gengur en
hætta á að undan henni fjari eins og flestum ríkis-
stjórnum þegar frá líður. Það fer þó eftir ýmsu. Að
sumu leyti blasa ný tækifæri við nýjum ráðamönnum.
Þótt deilt sé um hvernig til hefur tekizt getum við þó öll
verið sammála um, að meginverkefni fráfarandi ríkis-
stjórnar var og hlaut að vera að moka flórinn eftir hrun-
ið. Og þótt því verki sé ekki lokið er það nægilega langt
komið til þess að hægt er að byrja á nýjum grunni.
Eitt þekktasta ráðgafarfyrirtæki í heimi er banda-
ríska fyrirtækið McKinsey & Company. Þetta fyrirtæki
tók sér fyrir hendur að gera eins konar úttekt á stöðu
Íslands og tækifærum. Í inngangi að þeirri úttekt kem-
ur fram, að það sé löng hefð hjá fyrirtækinu að skila ein-
hverju til baka til samfélagsins. Á grundvelli þeirrar
hefðar hafi McKinsey ákveðið (skv. ábendingum ótil-
greindra aðila) að vinna skýrslu um Ísland á eigin veg-
um og á eigin kostnað, óháð öllum
öðrum. Þessi skýrsla var kynnt
hér seint á síðasta ári. Í fram-
haldi af því komu stjórnmála-
flokkarnir sér saman um að setja
á stofn þverpólitískan Samráðs-
vettvang um aukna hagsæld á Ís-
landi með aðkomu ýmissa aðila úr
samfélagi okkar. Þetta er jákvætt
framtak og ánægjulegt að svo
víðtæk samstaða hefur tekizt um
það.
Þegar skýrsla McKinseys er lesin er ljóst að hún gæti
orðið grundvöllur að róttækum kerfisbreytingum á ís-
lenzku samfélagi, sem líkleg er til að skapa þjóðinni
aukna hagsæld, þegar til lengri tíma er litið, þótt þær
breytingar fjölgi ekki krónum í buddum landsmanna á
svipstundu.
Skýrsla McKinleys undirstrikar býsna sterka efna-
haglega stöðu þjóðarinnar – þrátt fyrir allt. Á 30 ára
tímabili frá 1980 vorum við jafnan í hópi 15 ríkustu þjóða
í heimi, þegar miðað er við verga landsframleiðslu á
mann. Hrunið leiddi til þess að við duttum niður þennan
lista en þó erum við enn í hópi 20 ríkustu þjóða heims.
Þetta er töluvert sterkur grunnur að byggja á fyrir smá-
þjóð fiskimanna og bænda á eyju norður í hafi.
Í skýrslu McKinseys er farið slíkum viðurkenning-
arorðum um stöðu sjávarútvegsins á Íslandi að það hlýt-
ur að vera okkur öllum fagnaðarefni um leið og skýrslu-
höfundar horfa ekki fram hjá þeim deilum, sem hér hafa
staðið í þrjá áratugi um auðlindagjald.
En jafnframt verður ljóst af þessari skýrslu, að þótt
framleiðni í sjávarútvegi sé einhver sú mesta sem þekk-
ist í heiminum er lítil framleiðni á Íslandi almennt í sam-
anburði við aðrar þjóðir grundvallarveikleiki í okkar
samfélagskerfi. Skýrsluhöfundar orða það svo að með
meiri framleiðni væri hægt að flytja um 13 þúsund
manns yfir í arðbærari störf. Þetta má orða með öðrum
hætti: Að í sumum starfsgreinum sé ofmönnun sem
nemi þessum mannfjölda.
Gerum við okkur grein fyrir því að í smásöluverzl-
unum er flatarmál húsnæðis 4,1 fermetri á mann á Ís-
landi á sama tíma og í Danmörku er um að ræða 1,6 fer-
metra á mann, í Svíþjóð 1,2 fm, Finnlandi 1,8 fm og í
Noregi 2,4 fm? Að árleg sala á fermetra á Íslandi í smá-
sölu er 1,3 á móti 3,8 í Danmörku?
Gerum við okkur grein fyrir því að þrátt fyrir hrun
bankanna eru helmingi fleiri starfsmenn á hvern íbúa í
bönkunum hér en í nálægum löndum og 50% fleiri útibú
á mann? Í bönkum á Íslandi eru 10,3 starfsmenn á
hverja þúsund íbúa. Í Danmörku eru 6,9 starfmenn, í
Finnlandi 4,8 starfsmenn, í Noregi 4,3 starfsmenn og í
Svíþjóð 3 starfsmenn. Það skýrir kannski að í skýrslunni
kemur fram að vaxtamunur á Íslandi er 3,4-4,6 en í
nokkrum bönkum annars staðar á
Norðurlöndum, sem nefndir eru
til sögunnar, er hann 0,8 til 2,3.
Skýrsluhöfundar koma auga á,
að verulegir hagræðingarmögu-
leikar eru í opinbera geiranum á
Íslandi og það er væntanlega til-
efni þess að Samráðsvettvang-
urinn hefur nú bent á þann mögu-
leika að sameina öll lögreglu-
embætti á landinu í eitt og öll
sýslumannsembætti sömuleiðis. Það liggur í augum uppi
að slík kerfisbreyting getur sparað mikið fé og að fjar-
skiptabylting nútímans gerir hana mögulega.
Sambærilegar breytingar er hægt að gera á mörgum
öðrum sviðum opinbers rekstrar eins og Samráðsvett-
vangurinn bendir á, svo sem í skólakerfinu og heilbrigð-
iskerfinu.
Svona róttækar kerfisbreytingar munu mæta and-
stöðu í samfélaginu. Skýrt dæmi um það eru mótmæli,
sem berast frá einstökum byggðarlögum, þegar bankar
loka útibúum, þótt tölvubankar séu nú flestum aðgengi-
legir.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
gæti orðið merk ríkisstjórn ef hún fylgdi eftir þessum
ábendingum McKinseys. Að sumu leyti yrði það sam-
bærilegur uppskurður á okkar samfélagi eins og nú er
sagt að Gerhard Schröder hafi framkvæmt á vissum
þáttum þýzkrar vinnumarkaðslöggjafar í kanslaratíð
sinni og er talin ein meginástæðan fyrir velgengni Þjóð-
verja nú.
Það má ganga út frá því sem vísu að svo róttækar
breytingar á þjónustugeiranum á Íslandi sem hvatt er
til í skýrslu hins bandaríska ráðgjafarfyrirtækis muni
kalla á mikla andstöðu. Þó er það tilefni til nokkurrar
bjartsýni að Samráðsvettvangurinn er settur upp í tíð
fráfarandi ríkisstjórnar og væntanlega að hennar frum-
kvæði.
Varla snúast Samfylking og Vinstri grænir öndverðir
gegn sínum eigin hugmyndum, þótt aðrir framkvæmi
þær!
Glöggt er gests auga McKinseys
Hugmyndir McKinsey &
Company gætu orðið grunn-
ur að róttækum kerfisbreyt-
ingum á íslenzku samfélagi.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Gera verður greinarmun á illu um-tali, snöggum tilsvörum og móðg-
unum. Þegar séra Árni Þórarinsson
sagði um Ásmund Guðmundsson bisk-
up, að hann gæti afkristnað heil sól-
kerfi og væri ekki lengi að því, var það
illt umtal. Þegar lafði Astor sagði við
Winston Churchill: „Væri ég konan
þín, Winston, þá myndi ég setja eitur
út í kaffið þitt“ – og hann svaraði:
„Væri ég maðurinn þinn, Nancy, þá
myndi ég drekka það“ – var það
snöggt tilsvar. Móðgun er hins vegar
bein lítilsvirðing og oftast því verri
sem móðgandinn er vingjarnlegri.
„Séntilmaður móðgar engan óvilj-
andi,“ segir Garðar Gíslason hæsta-
réttardómari, sem er manna kurteis-
astur.
Eitthvert besta dæmið, sem ég kann
um vingjarnlega móðgun, er, þegar
breski rithöfundurinn Barbara Cart-
land var í viðtali í breska ríkisútvarp-
inu við konu að nafni Sandra Harris.
Sú spurði Cartland, hvort stéttamunur
hefði minnkað í Bretlandi. Þá svaraði
Cartland: „Auðvitað hefur stéttamun-
urinn minnkað. Annars sæti ég ekki
hér að tala við konu eins og yður.“
Kristján X., konungur Íslands 1918-
1944, var sjaldnast vingjarnlegur í
framkomu, en alkunna er, þegar hann
móðgaði Adolf Hitler, sem hafði sent
honum heillaóskaskeyti á afmæli hans
26. september 1942. Konungur svaraði
með stuttu skeyti: „Látum í ljós kærar
þakkir.“ Þetta þótti Hitler argasti
dónaskapur.
Einar skáld Benediktsson gat átt
til að móðga menn hressilega. Tveir
ungir menn, Tómas Guðmundsson og
Halldór Kiljan Laxness, gerðu sér
haustið 1924 ferð til Einars, þar sem
hann bjó í Þrúðvangi við Laufásveg.
Halldór var þá kotroskinn og fullyrð-
ingasamur, og eitthvað, sem hann
sagði, fór illa í skáldið. Þegar þeir
kvöddu Einar við útidyrnar, sneri
hann sér að Tómasi og sagði hlýlega:
„Komið þér fljótt aftur, Tómas minn,
en komið þér þá einn!“ Ljóst er af
bókum Kiljans, að hann hefur munað
Einari þetta alla ævi.
Sjálfur gat Kiljan móðgað menn
eftirminnilega. Eitt sinn heimsótti
hópur sértrúarmanna frá Vermlandi í
Svíþjóð hann á Gljúfrastein og sátu
lengi að skrafi. Var húsráðanda tekið
að leiðast. Þegar hann fylgdi gest-
unum út, nam hann staðar við plöntu í
garðinum, benti á hana og sagði:
„Þarna er nú lítil trjáplanta, sem ég
var að setja niður á dögunum. Ég
vona bara, að hún verði orðin að stóru
tré, þegar þið komið næst.“ Gárung-
arnir heimfærðu þessa sögu síðan
ranglega upp á Thor Vilhjálmsson,
sem gekk stundum fullnærri nób-
elsskáldinu með einlægri hrifningu
sinni af því. En Vermlendingarnir
gengu hinir ánægðustu af fundinum
við Kiljan.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Vingjarnlegar móðganir