Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 Undanfarna daga hefur talsvert farið fyrir umræðu um hver sagði hvað í aðdraganda og eftirskjálfta kosninga, á kostnað hvers, hvaða orð hefðu ekki átt að falla, hver kastaði skít í hvern og svo mætti áfram telja. Dyggðum á borð við auðmýkt, drengskap, umburðarlyndi og heiðarleika – sem margir vilja skreyta sig með óháð innistæðu – er nú gjarnan slegið fram í fjöl- miðlum. Eitt af vinsælli hugtökum í um- ræðunni er þó umræða enda mikið gert af því að kalla eftir „bættri umræðuhefð“. Eiginlega er þó varla hægt að segja að það sé tekist á um þetta atriði, því í meg- inatriðum virðast allir nokkurn veginn sammála. Umræðuhefðina þarf að bæta. Meira að segja eru flestir sammála um hvernig það skal gert. Stjórnmálamenn verða að slaka á svívirðingum, niðurrifi og hroka og snúa sér að mál- efnum. Sleppa hástöfum, upp- hrópunarmerkjum og setja mál sitt fram svo aðrir skilji. Til að ná fram umbótum á hinni margumræddu umræðuhefð kem- ur dyggð á borð við auðmýkt í góðar þarfir. Auðmýkt er sérlega gagnlegur eiginleiki fyrir stjórn- málamenn. Ekki síður gætu ungliðar flokk- anna haft gagn og gaman af því að fletta orðinu upp. Auðmýkt er því marki brennd að hana er ekki hægt að mæla. Í rannsóknum á auðmýkt reka fræðimenn sig jafnan á þann leiða annmarka að sjálfspróf gefa vonda niðurstöðu. Sá/sú sem seg- ist auðmjúk(ur) er ólíkleg(ur) til að vera það í raun, enda felst aug- ljós þversögn í því að bera eigin auðmýkt á torg. Sama á við um umburðarlyndi, drengskap, heiðarleika og fleiri dyggðir. Bet- ur fer á að láta verkin tala og aðra um að dæma þau. RABBIÐ Auðmýkt umræðunnar Eyrún Magnúsdóttir Í nýafstöðum kosningum til Alþingis töldu sumir aðra á hálum ís vegna loforða sem erfitt yrði að standa við. En þegar upp er staðið viðurkenna flestir að í pólitík skiptir miklu að vera háll sem áll og sterkur á svellinu. Í því samhengi má nefna að íshokkííþróttin nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi og eflaust margir sem reyna að fylgjast með heimsmeistaramótinu sem hófst í gær og stendur fram í miðjan mánuð í Finnlandi og Svíþjóð. Frændur okkar í þessum tveimur löndum hafa beinlínis brjálæðislega gaman af þessari hröðu, erfiðu og skemmtilegu íþrótt, svo mjög að flest annað fellur í skuggann þegar baráttan stendur sem hæst. Myndin er úr leik Tékka og Hvít-Rússa í Stokkhólmi og sjálfsagt að taka fram að Tékkinn Radim Vrbata, til hægri, er um það bil að skora, telji einhver það skipta máli. Pökkurinn á leið yfir línuna, eins og sjá má. skapti@mbl.is AUGNABLIKIÐ AFP Á HÁLUM ÍS HART ER TEKIST Á ÞEGAR KEPPT ER Í ÍSHOKKÍ, EKKI SÍÐUR EN Í PÓLITÍK OG ÖÐRUM SAMFÉLAGSGREINUM. HEIMS- MEISTARAKEPPNI Í ÞESSARI VINSÆLU ÍÞRÓTT HÓFST Í GÆR EN HÚN FER FRAM Í SVÍÞJÓÐ OG FINNLANDI. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Tónleikar Skálmaldar. Hvar? Græna hattinum, Akureyri. Hvenær? Laugardag kl. 22.00. Rokkað feitt á Akureyri Hvað? Harlem Globetrotters. Hvar? Kaplakrika, Hafnarfirði. Hvenær? Sunnudag 5. apríl kl. 14.00. Nánar: Sporthópurinn heimsfrægi sýn- ir listir sínar ásamt gestum úr Latabæ. Boltalistamenn Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Þriðji úrslitaleikur Hauka og Fram um Íslandsbikar karla í handbolta. Hvar? Schenkerhöllinnni í Hafnarfirði. Hvenær? Laugardag kl. 15.00. Nánar: Fram verður meistari með sigri en vinni Haukar mætast liðin aftur. Fram Íslandsmeistari? Hvað? Eyfirski safna- dagurinn. Hvar? 18 söfn víðs- vegar um Eyjafjörð. Hvenær? Laugar- dagur 4. maí. Nánar Opið kl. 13- 17. Enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins. Að auki opna öll söfnin í sameiningu sýninguna Komið - skoðið í menningar- húsinu Hofi á Akureyri. Árlegur safnadagur Hvað? Frumsýning nýs sviðslistaverks sem byggir hugarheim sinn á svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Hvar? Í Kúlunni, Þjóðleikhúsinu. Hvenær? Laugardag kl. 19.00. Hvörf í Kúlunni Hvað? Grande Hvar? Tjarnarbíói Hvenær? Sunnudag 5. maí kl. 20.00 Nánar Leikverk eftir Tyrfing Tyrfings- son um mæðgin sem æfa fyrir dragsýn- ingu. Leikari er Hjörtur Jóhann Jónsson. Grande í Tjarnarbíói * Forsíðumyndina tók Styrmir Kári

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.