Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 Undanfarna daga hefur talsvert farið fyrir umræðu um hver sagði hvað í aðdraganda og eftirskjálfta kosninga, á kostnað hvers, hvaða orð hefðu ekki átt að falla, hver kastaði skít í hvern og svo mætti áfram telja. Dyggðum á borð við auðmýkt, drengskap, umburðarlyndi og heiðarleika – sem margir vilja skreyta sig með óháð innistæðu – er nú gjarnan slegið fram í fjöl- miðlum. Eitt af vinsælli hugtökum í um- ræðunni er þó umræða enda mikið gert af því að kalla eftir „bættri umræðuhefð“. Eiginlega er þó varla hægt að segja að það sé tekist á um þetta atriði, því í meg- inatriðum virðast allir nokkurn veginn sammála. Umræðuhefðina þarf að bæta. Meira að segja eru flestir sammála um hvernig það skal gert. Stjórnmálamenn verða að slaka á svívirðingum, niðurrifi og hroka og snúa sér að mál- efnum. Sleppa hástöfum, upp- hrópunarmerkjum og setja mál sitt fram svo aðrir skilji. Til að ná fram umbótum á hinni margumræddu umræðuhefð kem- ur dyggð á borð við auðmýkt í góðar þarfir. Auðmýkt er sérlega gagnlegur eiginleiki fyrir stjórn- málamenn. Ekki síður gætu ungliðar flokk- anna haft gagn og gaman af því að fletta orðinu upp. Auðmýkt er því marki brennd að hana er ekki hægt að mæla. Í rannsóknum á auðmýkt reka fræðimenn sig jafnan á þann leiða annmarka að sjálfspróf gefa vonda niðurstöðu. Sá/sú sem seg- ist auðmjúk(ur) er ólíkleg(ur) til að vera það í raun, enda felst aug- ljós þversögn í því að bera eigin auðmýkt á torg. Sama á við um umburðarlyndi, drengskap, heiðarleika og fleiri dyggðir. Bet- ur fer á að láta verkin tala og aðra um að dæma þau. RABBIÐ Auðmýkt umræðunnar Eyrún Magnúsdóttir Í nýafstöðum kosningum til Alþingis töldu sumir aðra á hálum ís vegna loforða sem erfitt yrði að standa við. En þegar upp er staðið viðurkenna flestir að í pólitík skiptir miklu að vera háll sem áll og sterkur á svellinu. Í því samhengi má nefna að íshokkííþróttin nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi og eflaust margir sem reyna að fylgjast með heimsmeistaramótinu sem hófst í gær og stendur fram í miðjan mánuð í Finnlandi og Svíþjóð. Frændur okkar í þessum tveimur löndum hafa beinlínis brjálæðislega gaman af þessari hröðu, erfiðu og skemmtilegu íþrótt, svo mjög að flest annað fellur í skuggann þegar baráttan stendur sem hæst. Myndin er úr leik Tékka og Hvít-Rússa í Stokkhólmi og sjálfsagt að taka fram að Tékkinn Radim Vrbata, til hægri, er um það bil að skora, telji einhver það skipta máli. Pökkurinn á leið yfir línuna, eins og sjá má. skapti@mbl.is AUGNABLIKIÐ AFP Á HÁLUM ÍS HART ER TEKIST Á ÞEGAR KEPPT ER Í ÍSHOKKÍ, EKKI SÍÐUR EN Í PÓLITÍK OG ÖÐRUM SAMFÉLAGSGREINUM. HEIMS- MEISTARAKEPPNI Í ÞESSARI VINSÆLU ÍÞRÓTT HÓFST Í GÆR EN HÚN FER FRAM Í SVÍÞJÓÐ OG FINNLANDI. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Tónleikar Skálmaldar. Hvar? Græna hattinum, Akureyri. Hvenær? Laugardag kl. 22.00. Rokkað feitt á Akureyri Hvað? Harlem Globetrotters. Hvar? Kaplakrika, Hafnarfirði. Hvenær? Sunnudag 5. apríl kl. 14.00. Nánar: Sporthópurinn heimsfrægi sýn- ir listir sínar ásamt gestum úr Latabæ. Boltalistamenn Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Þriðji úrslitaleikur Hauka og Fram um Íslandsbikar karla í handbolta. Hvar? Schenkerhöllinnni í Hafnarfirði. Hvenær? Laugardag kl. 15.00. Nánar: Fram verður meistari með sigri en vinni Haukar mætast liðin aftur. Fram Íslandsmeistari? Hvað? Eyfirski safna- dagurinn. Hvar? 18 söfn víðs- vegar um Eyjafjörð. Hvenær? Laugar- dagur 4. maí. Nánar Opið kl. 13- 17. Enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins. Að auki opna öll söfnin í sameiningu sýninguna Komið - skoðið í menningar- húsinu Hofi á Akureyri. Árlegur safnadagur Hvað? Frumsýning nýs sviðslistaverks sem byggir hugarheim sinn á svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Hvar? Í Kúlunni, Þjóðleikhúsinu. Hvenær? Laugardag kl. 19.00. Hvörf í Kúlunni Hvað? Grande Hvar? Tjarnarbíói Hvenær? Sunnudag 5. maí kl. 20.00 Nánar Leikverk eftir Tyrfing Tyrfings- son um mæðgin sem æfa fyrir dragsýn- ingu. Leikari er Hjörtur Jóhann Jónsson. Grande í Tjarnarbíói * Forsíðumyndina tók Styrmir Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.