Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 Í slenska neftóbakið er hrá- tóbak, pottaska, ammóníak og salt. Allt hráefnið kemur frá Svíþjóð, frá Swedish Match sem framleiðir sænska snusið,“ segir Jóhanna Kristjáns- dóttir M.Sc., verkefnisstjóri Ráð- gjafar í reykbindindi og einn helsti sérfræðingur landsins um íslenska neftóbakið. Jóhanna hefur ferðast víða um land til að halda fyrirlestra fyrir þá sem vilja fræðast um skað- semi tóbaksins. Íslenska neftóbakið er mun gróf- ara en það sænska. Það er gert eftir uppskrift frá 1943 og er séríslensk uppfinning. Það var fundið upp á stríðsárunum þegar þurrð varð á gamla skandinavíska tóbakinu sem hingað hafði verið flutt á fyrri öld- um. Íslenskur lyfjafræðingur, Trausti Ólafsson, greip vöndul af amerískum tóbaksblöðum, sem hann skar og kryddaði með alveg sér- stöku móti, svo úr varð þessi fíni „metall“ sem mulinn er niður í nef- tóbak. Nú er hinsvegar hegð- unarmynstrið að breytast og færri taka í nefið. Tölur benda til að 80% af seldu íslensku neftóbaki endi í gómi ungra manna. Gamlir menn með vasaklúta eru á undanhaldi. Tók í vörina í vítakeppni Gríðarlegur fjöldi Svía tekur í vör- ina og til eru snusbakkar á veit- ingastöðum þar í landi í stað ösku- bakkanna. Einn frægasti fótboltamaður Svía, Henke Larson, notaði tóbakið allan sinn feril og fræg er sagan af honum fyrir víta- spyrnukeppni Svía og Rúmena á HM í Bandaríkjunum árið 1994. „Í þá daga notuðu leikmenn mjög margir snus. Ég fékk mér snus fyr- ir vítakeppnina til að róa taug- arnar,“ sagði Henke í samtali við sænskan útvarpsþátt. Íslenskir íþróttamenn eru dyggir aðdáendur tóbaksins þó það sé á undanhaldi. Þannig gerði Snæfell samning við leikmenn tímabilið 2009-2010 um að vera tóbakslaust lið. Og viti menn, liðið hampaði Íslandsmeistaratitl- inum. Sænska munntóbakið er unnið meira en hið íslenska og er blautara viðkomu. Svíar hafa þróað sína vöru í fjöldamörg ár og til eru fjölmargar rannsóknir um skaðsemi eða skað- leysi þeirra vöru eftir því við hvern er talað. Hér á Íslandi er ekki til ein rannsókn um íslenska neftób- akið. „Neftóbakið er vara sem hefur verið mjög litið rannsökuð en sænska snusið hefur verið rann- sakað mjög mikið. Þannig er ekki hægt að fullyrða hvað er mikið nikótín í íslenska neftóbakinu,“ segir Jóhanna. Viðar Jensson hjá Landlækn- isembættinu bendir einnig á að allir viti um skaðsemi reykinga enda sé hún skjalfest og nánast þinglýst með rannsóknum. Þessar rann- sóknir séu hins vegar ekki til um ís- lenska neftóbakið. „Við höfum ekki nógu góðar rannsóknir þegar kemur að þessu tóbaki. Því miður. Það er ekki sannað að munntóbak leiði til reykinga en það er heldur ekki sannað að það sé auðveldara að hætta að reykja með því að nota munntóbak.“ Viðar gat ekki gefið upp nákvæma tölu á nikótíninnihaldi neftóbaksins íslenska enda hefur varan lítið sem ekkert verið rann- sökuð. Karl Erik Lund hefur rannsakað hegðun tóbaksneytenda í yfir 20 ár og hefur hann nýverið lokið viða- mikilli rannsókn um skaðsemi reyk- tóbaks og reyklauss tóbaks. Í sam- tali við Aftenposten sagði hann að reyklaust tóbak væri 90 prósent minna skaðlegt en reyktóbak. „Ef við fengjum dagreykingamennina til að skipta yfir í munntóbak, myndi það bjarga lífi þeirra. Reykingar eru lífshættulegar,“ segir Lund við Aftenposten. Fyrstir til að banna Munntóbak var bannað með lögum árið 1997 og urðu Íslendingar fyrst- ir til að banna munntóbak. Íslenska neftóbakið var leyft áfram vegna þess að það var tekið í nef en þegar reglurnar voru samþykktar þá túlk- uðu Íslendingar lögin þannig að þetta væri hefðbundið tóbak sem ís- lenska neftóbakið flokkaðist undir. „Þetta er hugsað sem neftóbak og var leyft fyrir gömlu kallana. Þá var enginn að spá í að þetta yrði ein- hver tíska. Íslendingar skrifuðu undir samning við alþjóðlegu heil- brigðismálastofnunina um að ef neysluformið myndi breytast þá yrði að banna vöruna. Núna er neyslu- formið búið að breytast og við sjáum það að frá árinu 2007 þegar reykingabannið var sett á, þá er ungt fólk farið að troða þessu í kjaftinn á sér. Það er að koma kyn- slóð af fólki sem aldrei hefur prófað að reykja. Er bara í reyklausa tób- akinu.“ Viðar segir að þetta sé þó ekki svona einfalt. Ekki sé verið að fara að banna tóbakið þó 80% af seldu neftóbaki fari undir vör á ung- um karlmönnum. „Lögin voru sett til að bregðast við tilskipun frá Evr- ópusambandinu. Þar var talað um „traditional tobacco“ eða hefðbundið tóbak. Menn túlkuðu þau þannig að það gilti um íslenska neftóbakið.“ Með í vörinni í 20 klukkutíma Í Svíþjóð var gerð rannsókn þar sem kannað var hvað menn væru með í vörinni lengi. Þar kom í ljós að meðaltali eru notendur, sem flestir eru karlmenn, með í vörinni 13-15 tíma á dag. Sem er meðaltal. Þá eru öfgadæmin eftir. Sunnudags- blað Morgunblaðsins ræddi við einn stórnotanda íslenska neftóbaksins. Sá sagði að hann svæfi með í vör- inni, hann tannburstaði sig, fengi sér í vör eftir morgunmat og væri með fram að hádegismat. Þá fengi hann sér nánast um leið og hann væri búinn að borða og væri með að síðdegiskaffinu. Einu skiptin sem hann losaði úr vörinni væri þegar hann fengi sér að borða. Þó hefði það gerst að hann hefði borðað með neftóbakið undir vörinni ef hann NEFTÓBAKSNEYSLA HEFUR BREYST Neftóbak orðið að munntóbaki ÍSLENSKT NEFTÓBAK HEFUR LÍTIÐ VERIÐ RANNSAKAÐ EN NEYSLA ÞESS HEFUR SNARAUK- IST SÍÐUSTU ÁR. TALIÐ ER AÐ UM 80% NOTENDA NEFTÓBAKS NOTI ÞAÐ SEM MUNN- TÓBAK. NEYSLA NEFTÓBAKS JÓKST VERULEGA MEÐ REYKINGABANNINU 2007 OG SEGIR SÉRFRÆÐINGUR AÐ NÚ SÉ KOMIN KYNSLÓÐ TÓBAKSNOTENDA SEM ALDREI HAFI REYKT. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is * Í tóbaksmeðferðinni segjum við að þaðsé auðvelt að hætta að reykja miðaðvið þetta. Fíknin er svo miklu meiri.“ Hrátóbakið mælt. Morgunblaðið/Eva Björk Úttekt Sala á íslensku neftóbaki hefur aukist jafnt og þétt síðastliðinn áratug, alls um 164% milli áranna 2002 og 2012. Salan jókst hratt eftir 2007 þegar innflutningur á sænsku munntóbaki, snusi, var bannaður hingað til lands. Margir tóku þá á það ráð að nota innlenda tóbak- ið þar sem ekki mátti flytja hið sænska til landsins. Á síðasta ári dróst sala á nef- tóbaki saman í fyrsta sinn frá árinu 2002, fór úr 30,2 tonnum á árinu 2011 í 28,8 tonn árið 2012. Heildarsala neftóbaks (tonn) 35 30 25 20 15 10 5 0 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 10,9 11,7 12,7 13,9 14,4 16,9 19,9 22,8 25,5 30,2 28,8 SALA NEFTÓBAKS TVÖFALDAST FRÁ 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.