Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 13
5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
væri að drífa sig. Heilt yfir væri
hann með í vörinni í kringum 20
klukkustundir á dag.
Mikið magn er af nikótíni í ís-
lenska neftóbakinu, þó er ekki vitað
hver talan er nákvæmlega. Nikótín
þrengir æðarnar, það verður minna
súrefnisflæði, meiri meiðslahætta,
og fólk er lengur að ná sér af
meiðslum. Þetta vita þjálfarar í af-
reksíþróttum núna. Þjálfarar og
íþróttafélög eru að taka á þessu í
dag og segir Jóhanna að það sé
ekki lengur töff að vera með í vör-
inni. Viðhorfið sé að breytast smátt
og smátt.
„Snæfell var fyrsta liðið sem
gerði samning við sína leikmenn um
að vera tóbakslausir í körfunni 2010.
Liðið varð Íslandsmeistari. Strax
um haustið skrifuðu leikmenn undir
samning um að vera tóbakslausir
um áramót – ef ekki yrði þeim hent
úr liðinu. Fleiri félög tóku þetta upp
í framhaldinu.“
Erfitt að hætta
að taka í vörina
Tollgæslan gerði 66 kíló af sænsku
munntóbaki upptæk í fyrra. Gjarn-
an er talað um að hægt sé að ganga
útfrá því að 10-15% af magni sem
sé í umferð sé gert upptækt í toll-
inum. Þannig má áætla að náist má
áætla að um 600 kíló af sænsku
munntóbaki séu notuð hér á landi
árlega, sem þó er eflaust vanáætlað.
Jóhanna telur að auðvelt sé fyrir
ungt fólk að útvega sér munntóbak
þrátt fyrir bann. Hún segir einnig
að fólk verði mun háðara því að
taka í vörina en að reykja. Það sé
hennar reynsla. „Það eru margir
duglegir að tala um að lungun
skemmist ekki af því að taka í vör-
ina. Tala hins vegar ekkert um að
munnholið og tennur skemmist.
Krabbameinsrannsóknamiðstöðin í
Heidelberg benti til dæmis á það að
krabbamein í vélinda og brisi væri
algengara hjá þeim sem nota snus
en reykja. Sykursýki líka. Það er
fjórum sinnum meira nikótín í þessu
hefðbundna snusi en í einni sígar-
ettu.
Ég er mest að vinna í tóbaks-
meðferðinni og við segjum að það sé
auðvelt að hætta að reykja miðað
við þetta. Fíknin er svo miklu
meiri,“ segir Jóhanna að lokum.
Morgunblaðið/Eva Björk
Tóbakinu hent í dósir.
50 grömm í dós.
Verkfærin á bak við framleiðsluna. Skófla og tunna. Tóbakið á leið í malara.
Morgunblaðið/Eva Björk
Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) • Kópavogi • sími 544 2121
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 • www.rumgott.is
ÞÉR
ER BOÐIÐ
Í FRÍA LEGU-
GREININGU
Rúmgott er eini aðilinn á
Íslandi sem býður upp
á legugreiningu.
ÍS
LE
N
SK GÆ
I60
ÁR
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
Leður án snúnings 289.000,-
Leður m/snúningi 325.000,-
WAVE lounge