Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 16
*Kína er heimur út af fyrir sig og Kínamúrinn er brattari en margur gæti talið »18Ferðalög og flakk Elsku mamma. Vorið entist bara í tvo daga og nú er sumarið kom- ið til Madrídar. Hver vill vinna þegar sólin skín? Ekki nema von að Íslendingar komi svona miklu í verk … Það er spurning hvort ég eigi að syngja fleiri skala á meðan Leó hendir geisladiskum úr hillum niður á gólf og Eva teiknar, eða hvort ég sýni miskunn og fari með þau út í garð að byggja sandkastala þangað til Javi kemur heim og skellir í paellu. Vildi að þú værir hjá okkur! Knús, þín Gunna. Fjölskyldan; Javier og Guðrún með börnin sín Evu og Leó. Guðrún Ólafs- dóttir messó- sópransöngkona og eiginmaður hennar, klassíski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui Narvá- ez, búa í Madríd á Spáni. Skalar og paella Sumarið er komið í Madríd. PÓSTKORT F RÁ MADRÍD S víþjóð og þá sérstaklega Stokkhólmur hefur notið sívaxandi vinsælda sem áfangastaður meðal íslenskra ferðamanna. Fallegu hólm- arnir og grænu svæðin, miðaldabærinn Gamla stan, listasöfn, sænska þjóðarsafnið og nú bráðlega – Abbasafn. Það þarf engan að undra að heilt safn sé tileinkað þessari vinsælu hljómsveit en 7. maí munu herleg- heitin líta dagsins ljós. Abba er ein þekktasta afurð Svíþjóðar – hljómsveit sem allir þekkja – líka yngri kynslóðir og þá ekki síst vegna kvikmyndarinnar Mamma mia! sem var einnig sýnd í víðfrægri „sing- along“ eða „syngdu með“ útgáfu. Á safninu mun meðal annars verða hægt að sjá hina ýmsu skrautlegu búninga sem hægt er að hlæja að í dag en þóttu að sjálfsögðu það smartasta í bæn- um á 8. áratugnum. Safnið verður hluti af Swedish Music Hall of Fame og verður staðsett við Djurgården. Lýsingin á því sem koma skal hljómar afar spennandi en gestir safnsins munu geta klætt sig í „sýndarútgáfu“ þess fatnaðar sem hljómsveitarmeðlimir klæddust, þóst vera í hljómsveitinni með hjálp sýndarveruleika og fengið að hljóðblanda Abba-lög eftir eigin smekk, svo eitthvað sé nefnt. Þá er boðið upp á sögulega yf- irferð þess ævintýris sem hófst með sigri Abba í Eu- rovison árið 1974 þar sem hápunktum ferilsins eru gerð góð skil. Abba var þó stofnuð tveimur árum áður en hún kom sér á heimskortið með Eurovision-lagi sínu Wa- terloo. Þau lög sem hljóma á safninu verða að sjálf- sögðu helstu smellir sem og þau minna þekktu. Með Mamma Mia, Money, Money, Money og Dancing Queen fremst í flokki. Þrátt fyrir að hljómsveitarmeðlimir hafi fyrir löngu lýst því yfir að þeir muni ekki koma saman á ný er Björn Ulvaeus búinn að hafa hönd í bagga með uppbyggingu safnsins og hefur séð til þess að ekkert vanti upp á til að Abbasafnið muni endurspegla sem best hina raunverulegu sögu hljómsveitarinnar. Þess má geta að Björn Ulvaeus aðstoðaði leikstjóra Mamma Mia! einnig við gerð kvikmyndarinnar á sín- um tíma.AFP ABBASAFN OPNAÐ Í STOKKHÓLMI Safn tileinkað Abba HEILT SAFN TILEINKAÐ HLJÓMSVEITINNI ER ORÐIÐ AÐ VERULEIKA Í STOKKHÓLMI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.