Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 16
*Kína er heimur út af fyrir sig og Kínamúrinn er brattari en margur gæti talið »18Ferðalög og flakk Elsku mamma. Vorið entist bara í tvo daga og nú er sumarið kom- ið til Madrídar. Hver vill vinna þegar sólin skín? Ekki nema von að Íslendingar komi svona miklu í verk … Það er spurning hvort ég eigi að syngja fleiri skala á meðan Leó hendir geisladiskum úr hillum niður á gólf og Eva teiknar, eða hvort ég sýni miskunn og fari með þau út í garð að byggja sandkastala þangað til Javi kemur heim og skellir í paellu. Vildi að þú værir hjá okkur! Knús, þín Gunna. Fjölskyldan; Javier og Guðrún með börnin sín Evu og Leó. Guðrún Ólafs- dóttir messó- sópransöngkona og eiginmaður hennar, klassíski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui Narvá- ez, búa í Madríd á Spáni. Skalar og paella Sumarið er komið í Madríd. PÓSTKORT F RÁ MADRÍD S víþjóð og þá sérstaklega Stokkhólmur hefur notið sívaxandi vinsælda sem áfangastaður meðal íslenskra ferðamanna. Fallegu hólm- arnir og grænu svæðin, miðaldabærinn Gamla stan, listasöfn, sænska þjóðarsafnið og nú bráðlega – Abbasafn. Það þarf engan að undra að heilt safn sé tileinkað þessari vinsælu hljómsveit en 7. maí munu herleg- heitin líta dagsins ljós. Abba er ein þekktasta afurð Svíþjóðar – hljómsveit sem allir þekkja – líka yngri kynslóðir og þá ekki síst vegna kvikmyndarinnar Mamma mia! sem var einnig sýnd í víðfrægri „sing- along“ eða „syngdu með“ útgáfu. Á safninu mun meðal annars verða hægt að sjá hina ýmsu skrautlegu búninga sem hægt er að hlæja að í dag en þóttu að sjálfsögðu það smartasta í bæn- um á 8. áratugnum. Safnið verður hluti af Swedish Music Hall of Fame og verður staðsett við Djurgården. Lýsingin á því sem koma skal hljómar afar spennandi en gestir safnsins munu geta klætt sig í „sýndarútgáfu“ þess fatnaðar sem hljómsveitarmeðlimir klæddust, þóst vera í hljómsveitinni með hjálp sýndarveruleika og fengið að hljóðblanda Abba-lög eftir eigin smekk, svo eitthvað sé nefnt. Þá er boðið upp á sögulega yf- irferð þess ævintýris sem hófst með sigri Abba í Eu- rovison árið 1974 þar sem hápunktum ferilsins eru gerð góð skil. Abba var þó stofnuð tveimur árum áður en hún kom sér á heimskortið með Eurovision-lagi sínu Wa- terloo. Þau lög sem hljóma á safninu verða að sjálf- sögðu helstu smellir sem og þau minna þekktu. Með Mamma Mia, Money, Money, Money og Dancing Queen fremst í flokki. Þrátt fyrir að hljómsveitarmeðlimir hafi fyrir löngu lýst því yfir að þeir muni ekki koma saman á ný er Björn Ulvaeus búinn að hafa hönd í bagga með uppbyggingu safnsins og hefur séð til þess að ekkert vanti upp á til að Abbasafnið muni endurspegla sem best hina raunverulegu sögu hljómsveitarinnar. Þess má geta að Björn Ulvaeus aðstoðaði leikstjóra Mamma Mia! einnig við gerð kvikmyndarinnar á sín- um tíma.AFP ABBASAFN OPNAÐ Í STOKKHÓLMI Safn tileinkað Abba HEILT SAFN TILEINKAÐ HLJÓMSVEITINNI ER ORÐIÐ AÐ VERULEIKA Í STOKKHÓLMI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.