Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Qupperneq 19
húsasundum og byggingum. Á þessu svæði eru einnig Yu- garðarnir, fallegt lítið svæði með mikið af musterum og hefð- bundnum kínverskum byggingum og mörkuðum. Að ganga þar í gegn var eins og fara aftur í tímann og skoða Kína til forna, þrátt fyrir þá skemmtilegu staðreynd að húsin séu í raun ekkert gömul, þau eru einungis byggð í þeim stíl. Hins vegar er alþjóðlega háhýsa- hverfið við Pudong. Fram til ársins 1990 var Pudong-svæðið eitt það fátækasta í borginni með viðeigandi klíkum, hóruhúsum og fátækra- hverfum en eftir að svæðið ávann sér að verða sérstakt efnahags- svæði (e. special economic zone) hófst mikil uppbygging og nú eru þarna mikil háhýsi sem svipar til New York. Mikilfenglegur múrinn Síðasti ákvörðunarstaðurinn í þess- ari ferð var svo Peking. Það hafði lengi verið draumur minn að fara til Peking og fyrsta stopp var Kínamúrinn. Það eru engar ýkjur þegar talað er um hversu mik- ilfenglegt þetta mannvirki er, stærðin og lengdin á múrnum er gríðarleg, veggurinn er að með- altali um 8 metrar á hæð og múr- inn um 6.300 km að lengd. Það sem var skemmtilegt við gönguna á múrnum er að þrátt fyrir að þetta sé eitt stærsta aðdráttarafl ferða- manna í Kína þá er það ekki fyrir alla að ganga þarna. Sumir hlutar múrsins eru gríðarlega brattir og erfiðir yfirferðar og í rigningu verður undirlagið mjög sleipt. Það hafðist þó að rölta þarna um og telst ég nú maður með mönnum að sögn Mao Zedong (sem sagði að sá væri ekki maður sem ekki hefði klifið vegginn). Panda eða frægur einstaklingur? Ég er nokkuð viss um að það sé ekki mikið af ljóshærðu fólki í Kína því að hvert sem farið var horfðu allir á eftir mér og þegar ég stopp- aði til að njóta útsýnisins og/eða taka sjálfur mynd þá voru nánast undantekningalaust mættir nokkrir Kínverjar sem báðu um að fá að vera með á mynd. Þetta út af fyrir sig var mjög skemmtileg upplifun en ég hef ekki ennþá áttað mig á því að fullu hvort svona sé að vera frægur eða hvort ég hafi verið að fá sömu athygli og panda í dýra- garði. Ég reyni að hugsa að þetta sé frekar eins og að vera frægur, það hjálpar sjálfsálitinu meira en hitt. Burtséð frá því þá geri ég ráð fyrir því að vera í ófáum fjöl- skyldualbúmum í Kína. Síðasta deginum í Kína var eytt í að rölta um Peking og skoða hina ýmsu staði. Fyrsta stopp var For- boðna borgin (e. Forbidden City), sem liggur í hjarta borgarinnar. Þessi magnaða borg er full af sögu, þarna bjuggu 24 keisarar frá 1420 og stýrðu landinu. Þegar maður kemur þarna inn og sér hversu mikilfenglegt svæðið er þá kemst ég ekki hjá því að hugsa um þá mismunun sem hafi átt sér stað á þessu tímabili, þeir sem bjuggu í Forboðnu borginni höfðu allt til alls en fólkið fyrir utan lifði í fá- tækt og við matarskort. Kóngulær og sporðdrekar á matardiskum Því sem eftir lifði dags var eytt í rölt um gömul kínahverfi þar sem boðið var upp á djúpsteikta snáka, kóngulær og sporðdreka ásamt ýmsum öðrum mat og vöru. Ég var búinn að búa mig undir að smakka á sporðdrekunum en guggnaði þeg- ar sölumaðurinn strauk yfir sporð- drekana, þá kom í ljós að þeir voru sprelllifandi. Ég var búinn að heita því að prufa allt einu sinni og var búinn að borða margt skrítið í þessari ferð eins og marglyttu, fjörukrabba, strút, frosk, buffaló ásamt hinum ýmsu fiskum og mörgu öðru sem ég kann ekki skil á en þarna var línan dregin, ég átti flug daginn eftir og var ekki tilbú- inn að taka áhættuna á að magi minn myndi ekki samþykkja djúp- steikta sporðdreka. Kannski næst. Eftirminnilegri ferð lauk svo með löngu flugi heim frá Peking til Lundar. Þetta var mikið upplifelsi og margt skemmtilegt sem ég kynntist og ég get með sanni sagt að ég hlakka mikið til að fara aftur til Asíu. Davíð (lengst til hægri) ásamt skólafélaga sínum frá Lundi í Svíþjóð og ungri snót sem vildi fá mynd af sér með þeim. Forboðna borgin í upphafi dags að ofan og þremur klukkustundum síðar að neðan. Mengunin tekur sinn toll. * Ég var búinn að búa mig undir aðsmakka á sporðdrekunum enguggnaði þegar sölumaðurinn strauk yf- ir sporðdrekana, þá kom í ljós að þeir voru sprelllifandi. Skólakrakkarnir í Songyang létu ekki segja sér það tvisvar að vera með aðkomumanninum á mynd. 5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.