Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013
Heilsa og hreyfing
Þessi hugsun er sannarlega ekki meðfædd, heldur sköpum við hana sjálf, oftast ómeð-vitað. Því kostar það stundum nokkra vinnu að vera jákvæður og uppörvandi.Gott er að gera sér grein fyrir því að líðan okkar á hverri stundu hefur bein áhrif á
viðbrögð okkar við umhverfinu og viðhorf okkar til atburða. Það er
erfitt að vera þungur í skapi á sama tíma og maður sýnir þakklæti
eða lítur björtum augum til framtíðar. Það er líka erfitt að vera
hvetjandi og jákvæður gagnvart fólki, ef maður telur almennt að
fólk sé fífl. Það þarf ekki mikla mannvitsbrekku til að átta sig á því
hvaða viðhorf bæta bæði manneskjuna og nánasta umhverfi henn-
ar. Auðvitað er eðlilegt að vera stundum svolítið súr eða leiður. Það
er hluti af lífinu. Þá getur verið nauðsynlegt að vera gagnrýninn á
samfélag sitt og vilja gera það betra. En hvernig við nálgumst við-
fangsefnin er það sem skiptir máli. Niðurrif og uppnefni bætir
hvorki samfélagið né manneskjuna sem því beitir.
Við getum haft mikil áhrif á eigin líðan og stjórnað í flestum til-
fellum. Eina góða aðferð til að draga úr neikvæðum hugs-
unum er að finna í bók hvatningarmeistarans Anthony Robb-
ins, Awaken the Giant within. Í tíu daga er bannað að hugsa
um nokkuð neikvætt eða óuppbyggilegt, lengur en eina mín-
útu. Þegar þú stendur þig að slíkum hugsunum verðurðu að
þvinga þig til að einbeita þér að einhverju jákvæðu og skemmtilegu. Ef þú hugsar um eitthvað
neikvætt lengur en eina mínútu verðurðu að byrja dagana tíu upp á nýtt! Það er ótrúlegt hvað
gerist þegar við tökum hugsun okkar í eigin hendur svona meðvitað.
Önnur góð leið til að efla jákvæða hugsun er að fara yfir daginn í huganum í lok dags.
Að fara yfir t.d. með fjölskyldumeðlimum hvað var skemmtilegast í dag, hvað kom skemmti-
lega á óvart, yfir hverju það gladdist og hvað gekk vel. Þessi leið hjálpar manni að vera þakk-
látur og sjá að það má gleðjast yfir svo mörgu og litlu í stað þess að rifja upp það sem miður
fer. Að vera bjartsýnn þó á móti blási, jákvæður í neikvæðu andrúmslofti, og að hafa trú þó að
við upplifum vonbrigði eru eftirsóknarverðir hæfileikar. Hæfileikar sem hafa mikil völd og geta
sannarlega skapað betra samfélag fyrir okkur öll.
BJARTARI HUGSUN, BJARTARA SAMFÉLAG
STUNDUM ER EINS OG ALLT SÉ Á HVOLFI. ALLT GETUR VERIÐ SVO ÓMÖGULEGT OG ALLIR EITTHVAÐ ÖÐRUVÍSI EN VIÐ VILJUM HAFA ÞÁ.
STUNDUM ER AUÐVELDAST Í HEIMI AÐ VERA NEIKVÆÐUR OG NIÐURDREPANDI, EINS OG ÞAÐ SÉ OKKUR EÐLISLÆGARA AÐ FINNA AÐ
HLUTUNUM HELDUR EN AÐ DRAGA FRAM ÞAÐ JÁKVÆÐA VIÐ FÓLK OG AÐSTÆÐUR.
* Gott ráð til að bæta líðansína einmitt núna er að loka
augunum í eina mínútu, útiloka
ónæði, hreinsa hugann og
brosa!
BORGHILDUR
SVERRISDÓTTIR
Heilbrigt
líf
H
andabandið er þétt og
ekki fer á milli mála að
maðurinn er í varga-
formi; hér er engin
skrifstofublók á ferð. Kanadamað-
urinn Nick Cienski var staddur
hér á landi í vikunni til að prófa
búnað sem hann hyggst nota þeg-
ar hann gerir tilraun til að verða
fyrstur manna til að klífa fjórtán
hæstu tinda heims á sama árinu.
Yfirskrift verkefnisins er Mission
14 enda fjöllin fjórtán og árið sem
verður tímaramminn 2014.
Það kemur því ekki á óvart að
búnaðurinn samanstendur af fjór-
tán hlutum, aðallega flíkum en
einnig skóm. Cienski hefur hannað
það allt sjálfur, nema skóna, en
hann starfar sem hönnuður hjá
bandaríska íþróttavörufyrirtækinu
Under Armour í Baltimore. Skórn-
ir eru sérhannaðir á Ítalíu en Ci-
enski leggur mikið upp úr þeim
enda er hann þegar einni tá fátæk-
ari vegna kals.
Í starfi sínu horfir hann ekki til
tísku heldur notagildis. „Áhugi
minn á hönnun er vísindalegur, ég
lít á útivistarfatnað eins og verk-
færi í verkfærakassa.“
Skjótt skipast veður í lofti
Ástæðan fyrir því að Cienski kom
hingað til Íslands til að prófa
þennan búnað er einföld. „Ég veit
að hér skipast veður skjótt í lofti,“
segir hann sposkur á svip.
Láttu okkur þekkja það, lagsi!
Hann fór upp á Vatnajökul í
fjóra sólarhringa ásamt eiginkonu
sinni og Guðmundi Einari Hall-
dórssyni fjallaleiðsögumanni. Þar
beið þeirra allskonar veður, svo
sem kafaldsbylur, 10 gráða frost
og vindhviður upp á 45 metra á
sekúndu. Þá brotnaði öxullinn und-
an bílnum. Guðmundur henti sér
þá bara á bakið og gerði við það,
eins og góðum leiðsögumanni
sæmir.
„Niðurstöður tilraunarinnar eru
mjög góðar. Fyrst ég fann ekki
fyrir kulda í hlífðargallanum mín-
um við þessar aðstæður er ég fær
í flestan sjó,“ segir Cienski en
þess má geta að hann var aðeins á
nærklæðunum undir. „Það er ekki
sjálfgefið að ég komist alltaf milli
búða á fjöllunum og ég gæti fyrir
vikið þurfti að hafast við undir
berum himni einhverjar nætur, í
fimbulfrosti.“
Hraðinn skiptir öllu máli í Mis-
sion 14-verkefninu og fyrir vikið er
kappsmál fyrir Cienski að allur
búnaður sé eins léttur og kostur
er. Flíkurnar eru til að mynda
límdar á samskeytum en ekki
saumaðar. Þá er trefjaefnið í flík-
unum þess eðlis að það hleypir
auðveldlega út öllum raka. Cienski
þarf með öðrum orðum ekki að
hafa áhyggjur af því að svitna í
fötin á göngu sinni og þyngjast
þannig við hvert fótmál.
Þurfti bara hvatningu
Eftir þessa gæðavottun fer bún-
aður Cienskis nú í kynningu hjá
Under Armour og væntir hann
þess að almenningur geti fest kaup
á honum í verslunum keðjunnar
strax á næsta ári.
Fjallabakterían tók sér bólfestu
í Cienski meðan hann var táningur
og 24 ára gamall var hann farinn
að stjórna leiðöngrum í Himalaja-
fjöllum. Hann hefur klifið fjöll um
allan heim og býr yfir ómældri
Kanadíski fjallagarpurinn Nick Cienski á Vatnajökli í vikunni. Veðrið var af öllu tagi, eins og við var að búast.
Ljósmynd/Guðmundur Einar Halldórsson
Nick Cienski á pólska foreldra og þaðan mun blessuð þrjóskan vera komin.
Morgunblaðið/Rósa Braga
PRÓFAR FJALLABÚNAÐ Á ÍSLANDI
Ég get þetta!
KANADAMAÐURINN NICK CIENSKI HEFUR SETT SÉR ÞAÐ
MARKMIÐ AÐ VERÐA FYRSTI MAÐURINN TIL AÐ KLÍFA
FJÓRTÁN HÆSTU TINDA HEIMS Á SAMA ALMANAKSÁRINU.
TILGANGURINN ER AÐ VEKJA ATHYGLI Á MANSALI.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
* Ég geri mérfulla grein fyrirþví að ég er að
stofna mér í hættu.