Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 23
5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 reynslu. En hvers vegna setur hann markið svo hátt nú? „Það hafa bara rúmlega tuttugu manns klifið öll þessi fjöll frá því Reinhold Messner gerði það fyrst- ur á níunda áratugnum en það hef- ur tekið þá fimm til fjórtán ár. Mig hefur lengi dreymt um að gera þetta á einu og sama árinu,“ segir Cienski. Allt sem vantaði var hvatning og hún kom úr óvæntri átt. „Árið 2010 heimsóttum við hjónin Ník- aragúa. Það hafði djúpstæð áhrif á okkur. Við hittum meðal annars blásnautt fólk sem býr í orðsins fyllstu merkingu á öskuhaugunum. Þar urðum við vitni að skelfilegum hlut – mansali. Börn gengu kaup- um og sölum. Það var skelfilegt upp á að horfa en veruleiki sem fólk býr við þar um slóðir. Mansal er stærsti atvinnuvegurinn í undir- heimunum á eftir fíkniefnum en samt er lítið sem ekkert um það talað, vandamálinu er bara sópað undir teppi. Þessu verður að breyta.“ Þar með var Cienski kominn með markmið: Að ganga á fjórtán hæstu tinda heims til að vekja at- hygli á mansali. Safnaði sex milljónun dala Verkefnið fór snemma á flug og nú hefur Cienski tekist að safna tæp- lega sex milljónum Bandaríkjadala. „Ég held ég geti leyft mér að full- yrða að þetta sé stærsta fjall- gönguverkefni sem ráðist hefur verið í,“ segir Cienski en fjár- magnið kemur frá fjölmörgum fyr- irtækjum vestra. Það gerir honum kleift að hafa einvalalið aðstoðarmanna með sér í verkefnið, vísindamenn, burð- armenn og fjallagarpa. Bandaríkja- her hefur meðal annarra komið að skipulagningu. Cienski mun því klífa við allra bestu skilyrði, þyrla mun meira að segja skutla honum milli búða. Markmið í markmiðinu verður að slá hraðamet á Everest-fjalli en það stendur í átta klukkustundum og 49 mínútum. Til samanburðar má geta þess að flestir gefa sér þrjá mánuði til að ná þeim eft- irsótta tindi. Um leið og hann klífur freistar Cienski þess að safna fjármunum til að berjast gegn mansali. Þar sem verkefnið hefur þegar verið fjármagnað renna áheitin óskipt í þann sjóð. Hann hvetur alla sem eru aflögufærir, einstaklinga og stofnanir, til að leggja málstaðnum lið. „Margt smátt gerir eitt stórt. Ég er ekki að þessu fyrir mig, heldur til að vekja athygli á góðum málstað, baráttunni gegn mansali.“ Hægt er að nálgast frekari upp- lýsingar um aðkomu á heimasíðu verkefnisins, mission14.org. Ekki áhættulaust Cienski hvetur áhugasama einnig til að fylgjast með ævintýrinu á snjáldrusíðu þeirra hjóna en eig- inkona hans mun blogga grimmt meðan á verkefninu stendur. Hún mun fylgja honum að rótum hvers fjalls um sig og bíða átekta meðan hann klífur. Það er ekki áhættulaust að ganga á eitt fjall, hvað þá fjórtán á einu og sama árinu. Cienski veit allt um það. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er að stofna mér í hættu. Ég er hins vegar vanur fjallamaður og hef undirbúið mig eins vel og kostur er, bæði andlega og líkamlega. Ég er líka þrjóskari en andskotinn, eins og ég á kyn til, þannig að það er eng- inn vafi í mínum huga: Ég get þetta!“ Nú tekur frúin, Sandy, við sér en hún hefur staðið álengdar og tekið samtal okkar bónda síns upp á myndband. „Heyr, heyr, ég get staðfest það. Hann er þrjóskari en allt þrjóskt. Ég er löngu búin að sætta mig við það.“ Hún hlær. Sandy kveðst gera sér grein fyr- ir því að verkefnið sé hættulegt en hefur fulla trú á sínum manni. „Ég hef trú á Nick og ég hef trú á málstaðnum. Hann er göfugur. Ég er sannfærð um að hann mun ljúka þessu verkefni með sóma, með hjálp Guðs og góðra manna.“ Hægt er að styrkja verkefnið með því að kaupa ýmsan varning. Cienski með skóna sem hann mun nota. Þeir skipta mjög miklu máli. Nick Cienski sýnir hér útivistarfatnað sem hann prófaði með góðum árangri á Vatnajökli í vikunni. Hann hannar flíkurnar sjálfur eftir kúnstarinnar reglum. Morgunblaðið/Rósa Braga 1 Shishapangma (8.013 m) 2 Gasherbrum I (8.080 m) 3 Broad Peak (8.047 m) 4 Gasherbrum II (8.035 m) 5 Annapurna (8.091 m) 6 Nanga Parbat (8.126 m) 7 Manaslu (8.156 m) 8 Dhaulagiri (8.167 m) 9 Cho Oyu (8.201 m) 10 Makalu (8.481 m) 11 Lhotse (8.516 m) 12 Kanchenjunga (8.586 m) 13 K2 (8.611 m) 14 Mt. Everest (8.848 m) 9.000 m 8.500 m 8.000 m 7.500 m 7.000 m 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 655.182.268Áætlaðurkostnaður (kr.) 113,4Tonn afbúnaði 49.100Metrar íhækkun 3.780Burðar-menn 365Dagar 14 Tindar 3Lönd 7 12 9 10 11 14 5 8 2 3 4 13 Nepal Indland (Tíbet) Kína Pakistan Afganistan Kasakstan Mongól. Kirgist. 6 1 Úsb. Túrkm. Íran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.