Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 32
1 pakki kex (t.d. Graham‘s hafra- kex) 1 stór dós af ananas + safi (550 g) ½ bolli ananassafi ½ bolli kasjúhnetur ½ tsk. salt ? bolli hunang rifinn börkur af hálfri sítrónu 1 pakki silken tofu 3 tsk. agar agar-duft Aðferð Raðið kexi í mót en blandið öllu öðru mjög vel í blandara nema agar agar og ananassafanum. Setjið næst ½ bolla ananassafa og agar agar í pott og látið suðu koma hægt upp, hrærið stöðugt á meðan agar agarið er að þykkna. Því næst er mikilvægt að hafa hraðar hendur því agar agar má ekki kólna. Bætið heitri agar agar-blöndunni saman við og blandið öllu saman í 30 sek. Hellið blöndunni yfir kexið og látið kólna og stífna. Skreytið með ávöxtum eða góðri berjasósu. Þessi ostakaka er ótrúlega góð og létt í maga. Vegan-tófúostakaka 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 Matur og drykkir E lísa Elíasdóttir stundar nám við Háskóla Ís- lands og Tónlistarskólann í Reykjavík. El- ísa, sem er tvítug, er alin upp á grænmetisfæði og hefur aldrei smakkað kjöt á ævi sinni. Elísa og móðir hennar, Ester Ólafsdóttir, buðu nágrannahjónum sínum og börn- um auk tveggja nágrannakrakka til viðbótar í mat til sín en á borðum voru grænmetisborgarar með tófúmajónesi og vegan-tófúostakaka í eftirrétt. „Foreldrar mínir ákváðu að þau vildu ala börnin sín upp á hollum mat og sleppa því að gefa okkur nammi. Meðan við vorum lítil gerðu þau grænmet- ismatinn meira spennandi með því að segja okkur t.d. að kartafla gæfi okkur orku og þá gætum við hlaupið hraðar. Það snerist mikið um mat á heim- ilinu og mamma hváði þegar bróðir minn, þá þriggja ára, kvartaði yfir of miklu hvítlauksbragði af matnum. Hún ætlaði ekki að trúa því að hann þekkti hvítlauksbragðið svona ungur,“ segir Elísa. Elísa segir fjölskylduna helst nota tófú í sósur, t.d. til að nota ofan á samlokur, en borði annars mikið af baunum, kartöflum og grænmeti. „Við notum silken-tófú sem er mun mýkra en hið hefðbundna og maður finnur í raun ekkert tófúbragð af sósunni. Í henni kemur tófúið í stað eggja og olíu í venjulegu majónesi og hún hentar því vel fyrir fólk með eggjaóþol,“ segir Elísa. Grænmetisborgana segir Elísa tilvalið að taka með í grillboð í stað hefðbundinna kjöthamborgara en þá megi líka frysta og hita síðan upp og setja í pítubrauð eða samlokur. Elísa segir ostakökuna í eftirrétt vera sína uppáhaldsköku og sé hún borin fram í öllum afmælum. „Mig hefur aldrei langað til að borða kjöt enda venst maður bara á það sem maður er alinn upp við. Mamma hefur alltaf eldað mikið frá grunni og höfum við bróðir minn lært af henni þannig að við getum bjargað okkur ágætlega í dag,“ seg- ir Elísa sem býr í foreldrahúsum en eldar reglu- lega og býr sér til snarl og nesti í skólann. „Okkur systkinunum fannst aldrei óþægilegt að borða ekki það sama og krakkarnir í kringum okkur en þar hafði uppeldið mikið að segja. Þannig urðu rúsínur í poka Elísunammi og þannig átti ég mitt eigið nammi og var alsæl,“ segir El- ísa. Elísa heldur úti vefsíðunni www.elisae.blog.is þar sem hún deilir ýmsum greinum um mataræði og hollustu og segir hún það hafa komið sér á óvart hve margir lesi síðuna. GRÆNMETISBORGARAR Á GRILLIÐ Hollusta fyrir krakka * Elísa segir osta-kökuna í eftir-rétt vera sína uppá- haldsköku og sé hún borin fram í öllum afmælum. Í kökuna er notað silken-tófú, kasjúhnetur og hafrakex. GESTGJAFINN AÐ ÞESSU SINNI, ELÍSA ELÍASDÓTTIR, HEFUR VERIÐ GRÆNMETISÆTA ALLA SÍNA ÆVI OG ER UMHUGAÐ UM AÐ BORÐA HOLLA FÆÐU. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Thomas Quist Mortensen með Jónatan í fanginu, þá Tea Sofia, María Ericsdóttir, gest- gjafinn Elísa og nágrannabörn- in tvö Nadía Margrét og Mar- inó Frank við veisluborðið, en Elísa og fjölskylda hennar býr í Ölfusinu, í grennd við Þor- lákshöfn. Það lá vel á matargestum Elísu sem hér skenkir þeim á diskana. Grænmetisborgari getur vel komið í stað

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.