Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 34
*Græjur og tækniÞess kann að vera skammt að bíða að netið verði komið í öll helstu heimilistæki »36 Á símanum er Android 4.2.2 og einnig ýmislegar viðbætur sem Samsung-bændur hafa hannað og smíðað, misgagnlegar eins og gengur. Margt er þó sérdeilis skemmtilegt, eins og til að mynda að hægt er að fletta myndum eða vefsíðum án þess að koma við skjáinn, hægt er að kíkja á hluti með því einu að halda fingrinum ofan við þá, til að mynda sjá stærri myndir í lista, nota símann sem fjarstýringu fyrir sjónvarp, skjóta myndum af manni inn á myndir sem verið er að taka eða kippa einhverjum út sem maður vill ekki að sé á myndinni, tengja hljóðskrá við mynd auk veðurupp- lýsinga og staðsetningar (GPS), myndband stoppar ef maður er ekki að horfa á skjáinn, og svo má lengi telja, svo lengi reyndar að fylla myndi mun meira textapláss. Það segir sitt að hægt er að velja sérstaka stillingu sem felur fjöldann allan af nýjungum fyrir þá sem vilja hafa hlutina einfalda. Sumar viðbæturnar eru snjallar, eins og til að mynda að kíkja á póst eða stækka myndir án þess að velja þær, en annað er ekki eins spennandi – af hverju vil ég fletta vefsíðum án þess að snerta skjáinn? Samsung Galaxy S4 ber óneitanlega svip af litla bróð-ur sínum, Galaxy S3, og við fyrstu sýn eru þeir líkir,nauðalíkir reyndar. Þegar maður er kominn með sím- ann í hendurnar kemur munurinn þó í ljós, S4 er þynnri og ekki eins rúnnaður, skjárinn stærri, heldur breiðari og nokkuð lengri. Þegar maður svo kveikir á símanum og fer að nota hann kemur líka vel í ljós að hann er miklu sprækari í allri vinnslu, munurinn reyndar ótrúlega mikill, upplausnin á skjánum talsvert betri og svo er hann léttari í þokkabót (munar reyndar aðeins þremur grömmum, en það eru þó þrjú grömm). S4 símarnir eru framleiddir með tveimur gerðum af örgjörvum, Qualcomm Snapdragon 600 og Exynos 5 Octa, en fyrr- nefnda gerðin verður fáanleg hér og víðast í Vestur- Evrópu og í Bandaríkjunum. Hin gerðin er hraðvirkari á pappírnum, en menn eru missaga um af hverju hún verð- ur ekki notuð almennt, nefna þó oftast að það sé vegna þess að hún gangi ekki með 4G símum sem stendur. ALLT ER ÞÁ FERNT ER SAMSUNG ER ORÐIÐ HELSTI SÍMAFRAMLEIÐANDI HEIMS OG SKÆÐASTI KEPPINAUTUR APPLE. NÝJASTI SAMSUNG- SÍMINN, GALAXY S4, ER BESTI SAMSUNG-SÍMINN TIL ÞESSA OG BESTI SNJALLSÍMINN Á MARKAÐNUM Í DAG. Græja vikunnar * Síminn er 13,6 x 6,9 x 0,7sm og hann er 130 g. Vinnslu- minni er 2 GB, innbyggt minni 16 GB og svo er hægt að setja mic- roSDXC minniskort í símann sem getur verið allt að 64 GB. Raf- hlaðan er 2.600 mAh og endingin mjög fín, þó það kosti eðlilega sitt að keyra svo stóran skjá. * Myndavélin á bakinu er ekk-ert slor, 13 milljón díla og tekur 1080p Full HD vídeó á 30 ramma á sek. Hún er með sjálfvirkan fók- us, hristivörn (stafræna), andlits- skynjara, brosskynjara og svo má lengi telja. Hún er einnig með raddstýringu ef vill. Á framhliðinni er 2 milljóna díla vél sem tekur upp 1080p HD vídeó. ÁRNI MATTHÍASSON * Skjárinn er frábær, 4,99" Su-per AMOLED og sá stærsti sinnar gerðar í nokkrum síma – eini Full HD AMOLED-skjárinn. Upplausn- in á honum er 1920 x 1080 dílar og 441 PPI (til samanburðar er skjárinn á S3 306 PPI og iPhone 5 326 PPI, en tæknin er ekki fylli- lega sambærileg). hygli vakti hve vel hún náði til almennings með þessum hætti. „Á sumrin birti ég mikið af upplýsingum um lækningajurtir, hvenær sé gott að tína ákveðnar plöntur og nota, og yfir veturinn skrifa ég um vörurnar mínar. Fólk hefur beinan aðgang að mér til að spyrja, ég greini engan en gef einföld húsráð og upplýsi hvert það á að leita.“ Anna Rósa fékk strax mjög mikil viðbrögð þegar hún byrjaði með Facebook-síðuna. „Ég var mjög hissa á áhuganum fyrst en nú er mun yngra fólk farið að koma til mín en áður; É g hef verið á Facebook í fjögur ár og nota síðuna mjög mikið,“ segir Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir. Henni hefur verið boðið að halda er- indi á alþjóðlegri ráðstefnu í Bandaríkjunum í sumar, International Herb Symposium, þar sem fólk í faginu hittist. Erindið er þó ekki um grasalækningar heldur hvernig hún hefur komið sér á framfæri á Facebook. Ráðstefnan er haldin á tveggja ára fresti rétt við Boston. Anna hefur farið einu sinni, komist í kynni við fjölda fólks í faginu og at- krakkar sem hafa rekist á mig á Facebook en hefðu annars ekki komið fyrr en um fertugt. Það skiptir því miklu máli að vera sýnilegur.“ Aðdáendur síðu Önnu Rósu eru liðlega 16.000 og stór hópur mjög virkur að hennar sögn. Oft svarar hún 50 til 100 tölvupóstum á dag. „Það er algengt að Facebook sé notað í mínum geira en aðallega að grasalæknar og nemendur séu í samskiptum. Við erum þrjár á Íslandi og væri ekkert gaman ef við værum bara saman í hóp! Það kom því aldrei annað til greina en að ná til almennings.“ Anna segir að svo virðist sem margar mið- aldra konur í þessum bransa – „á mínum aldri!“ – kunni ekki að markaðssetja sig. Ég hef hins vegar innsýnina, var því fengin til að tala og fannst boðið of gott til að neita.“ Hún segir ekki þurfa sérstaka menntun til þess arna, „bara að vera duglegur. Þetta er góð leið til ná til kúnnanna, fræða fólk ókeypis og markaðssetja lítið fyrirtæki í leiðinni. En það er mikil vinna. Það verður að sinna kúnn- unum vel.“ Margra grasa kennir á Facebook Morgunblaðið/Golli ANNA RÓSA GRASALÆKNIR ÞÁÐI BOÐ UM AÐ FLYTJA ERINDI Á ÞÚSUND MANNA ALÞJÓÐLEGRI RÁÐSTEFNU Í BANDARÍKJUNUM Í SUMAR. HÚN HEFUR NÝTT SÉR FACEBOOK MEÐ MJÖG GÓÐUM ÁRANGRI OG SEGIR UNGT FÓLK LEITA MIKLU MEIRA TIL SÍN EN ÁÐUR, VEGNA SAMSKIPTASÍÐUNNAR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Anna Rósa grasalæknir: Þetta er góð leið til að ná til kúnnanna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.