Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Qupperneq 39
5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
K
onur og klæðaburður er
alveg sér kafli í stóru
bókinni. Þótt flestar
konur sýni mikla hjarðhegðun
þegar kemur að fatavali þá eig-
um við flestar erfitt með að
mæta öðrum konum í nákvæm-
lega eins fötum. Það er í raun
merkilegt því tískan byggist ein-
mitt á þessari hjarðhegðun og á
meðan veltir tískuiðnaðurinn
milljörðum.
Samt sem áður óttast flestar
konur að lenda í vandræðalegum
fatakrísum eins og að mæta
annarri konu í nákvæmlega eins
kjól í fínu boði. Þetta gerist
ítrekað í hinni sólríku Holly-
wood. Þegar stjörnurnar mæta í
eins kjólum er þeim nuddað upp
úr því í fjölmiðlum með mis-
skemmtilegum hætti.
Ég hef ekki reynsluna af því
að mæta annarri konu í nákvæm-
lega eins kjól en ég hef hins-
vegar oft séð tvær konur í eins
kjólum á árshátíðum. Þetta var
töluvert áberandi fyrir hrun. Í
öllum tilfellunum var ekki um
neinar Kolaportsdulur að ræða
heldur fokdýra kjóla eftir
þekkta hönnuði sem snobbað var
fyrir í Reykjavík City.
Ég veit ekki alveg hvað ég
myndi gera ef ég væri búin að
eyða allt of miklum peningum í
sparikjól og svo myndi ég mæta
annarri konu í nákvæmlega eins
kjól. Mér finnst þó líklegast að
ég myndi bara taka húmorinn á
þetta (það virkar yfirleitt best í
súrum aðstæðum) … Svo myndi
ég ráðast á „smekkkonuna í
kjólnum“ og heimta að af okkur
yrði tekin mynd. Svo myndi ég
setja myndina á Instragram með
einhverri fáránlega fyndinni
fyrirsögn og láta einhvern
„Snapchatta“ þetta í bak og fyrir
… og senda á alla vini mína!
Ég fór að velta þessu fyrir
mér þegar ég sá að Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins, og Bjarni
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson með eins bindi.
Ólöglegt samráð?
Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, mættu með eins
bindi í sjónvarpssal á kjördag.
Bindi félaganna eru frá ítalska
tískuhúsinu Corneliani (en þó
ekki úr nýjustu tískulínu tísku-
hússins). Það er því hæpið að
formennirnir tveir hafi farið
saman í hádegismat, rölt upp
Laugaveginn í herrafataversl-
unina Calvi, sem selur bindin frá
Corneliani, og ákveðið að fá sér
bindi í stíl … svona upp á flippið!
Nei, þessir menn flippa ekki …
allavega ekki opinberlega … ekki
strax!
Þá vaknaði spurningin hvort
þeir hefðu í raun tekið eftir því
að þeir væru í stíl? Ef svo er
ekki, hvenær tóku þeir eftir því
og hvað fannst þeim um það?
Hefðu þeir ekki sent aðstoðar-
fólki sínum „snapchat“ og beðið
það að koma með nýtt bindi í
snarhasti?
Í vikunni hef ég rætt „stóra
bindamál BB og SDG“ við karl-
menn sem hafa orðið á vegi mín-
um. Það kom á óvart hvað skoð-
anir þeirra voru einhliða og
vaknaði sú spurning hvort karlar
hugsi almennt eins. Þeir menn
sem ég ræddi við voru sammála
um að BB og SDG hefðu ekki
tekið eftir því að þeir væru með
eins bindi og einn náði mér alveg
með þessum orðum: „Veistu,
karlar eru ekkert að spá í öðrum
körlum, það er ekki inni í þeirra
radíus.“
Hvort það er rétt eða ekki þá
hefði það aldrei farið framhjá
Birgittu Jónsdóttur og Katrínu
Jakobsdóttur ef sú fyrrnefnda
hefði líka verið í röndóttum Marc
Jacobs-kjól á kjördag.
martamaria@mbl.is
Það hefðu allir tekið eftir því ef
Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pí-
rata, hefði líka verið í rönd-
óttum Marc Jacobs.
Svo má bara
Sölustaðir: Apótek Hafnarfjarðar og Garðabæjar, Árbæjarapótek, Austurbæjarapótek,
Femin.is, Garðsapótek, Heimkaup.is, Lyfja, Lyfjaval, Rimaapótek og Urðarapótek
Þú færð
silkimjúka
fætur
eftir aðeins
eitt skipti
Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is
3 áraábyrgð
Gjöfin sem gleður ár eftir ár