Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Page 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Page 45
atkvæðagreiðslu um hvort hverfa ætti frá núverandi kerfi. Þar gilti einn maður – eitt atkvæði. En ekki fór sú niðurstaða eins og handhafar réttlætisins endan- lega héldu. Þvert á móti. Bretar felldu með yfirburð- um að hverfa til þess kerfis sem er fullyrt að sé miklu lýðræðislegra en það sem í einmenningskjördæmum felst. Kosningar til þings ESB eru auðvitað lýðræðis- legar að þessu leyti, en ekki dregur það kjósendur að og er þátttaka í þeim ótrúlega dapurleg. Ekki er ólík- legt að niðurstaðan yrði svipuð á Íslandi og varð í Bretlandi, ef reynt yrði að stuðla að því, með útþynn- ingu kosningakerfisins, að smáflokkafjöldi einkenndi Alþingi umfram það sem nú er. Varla dettur nokkr- um í hug að slík breyting bætti virðingu Alþingis. Svo eru það sigurvegararnir Umræða um sigurvegara kosninga fer allt öðruvísi fram á Íslandi en annars staðar. Úthlutun stjórnar- myndunarumboðs dregur dám af því. Í vetrarkosn- ingunum í desember 1979 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 35,4 % atkvæða og munaði miklu á honum og næst- stærsta flokknum. Það var Framsóknarflokkurinn sem fékk 24,9% atkvæða og hafði unnið á um 8 pró- sentustig. Sjálfstæðisflokkurinn hafði unnið á um 3,1 prósentustig. Sjálfstæðisflokkurinn hafði fengið 43.841 atkvæði, 12.970 atkvæðum fleiri en Framsókn- arflokkurinn (eða um 42% meira fylgi!) En þau at- kvæði „féllu dauð“ í mati á sigurvegara kosninganna! Íslendingar töpuðu eitt sinn 14-2 fyrir Dönum. Sennilega hefðu Íslendingar verið útnefndir „sig- urvegarar“ næsta landsleiks hefðu þeir þá tapað 13-3 ef sömu spekingar spjölluðu eins og eftir kosningar. Í samræmi við hið séríslenska sigur- vegaramat fékk Framsókn stjórnarmyndunar- umboð 1979 fyrstur, en ekki sá flokkur sem var eftir kosningarnar stærsti flokkur þjóðarinnar, svo munaði miklu. Og hin skrítnu dæmi eru fleiri. Andríki rifjar eitt þeirra upp: „Í alþingiskosning- unum 1991 vann Sjálfstæðisflokkurinn mikinn sigur, fór úr 27,2% atkvæða í 38,6% og var að sjálfsögðu langstærsti flokkur landsins. Ekki voru þó allir (sáttir) við að hann myndaði ríkis- stjórn. Í sömu kosningum fór Alþýðubandalagið úr 13,3% í 14,4%. Formaður þess lýsti Alþýðu- bandalagið mikinn „sigurvegara“ og að nú yrði að halda Sjálfstæðisflokknum utan ríkisstjórnar. Formaður Alþýðubandalagsins gekk svo langt að leggja til að formaður Alþýðuflokksins, sem í sömu kosningum hafði farið úr 15,2% í 15,5% at- kvæða, yrði forsætisráðherra, svo hægt yrði að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn mynd- aði ríkisstjórn. Þegar Alþýðuflokkurinn féll ekki fyrir þessum gylliboðum skipulagði formaður Alþýðu- bandalagsins hringingar á skrifstofu Alþýðu- flokksins, þar sem hringjendur sögðu skrif- stofufólki að þeir væru reiðir kratar sem tækju ekki í mál að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði rík- isstjórn.“ Sömu tilþrif enn á ferð Svipaðir atburðir þeim, sem lýst var þarna síðast, hafa gerst oftar og eru að gerast aftur núna, þótt leik- arar séu aðrir og nýjum aðferðum beitt við brell- urnar, kannski til að undirstrika að betri tækni bætir ekki endilega siðferðið. Árið 1995 sat Framsóknar- flokkurinn einnig undir skipulögðu áreiti af svipuðu tagi, sem Halldór Ásgrímsson, þáverandi formaður, hristi af sér. Á meðan Árni Páll Árnason var enn eins og vank- aður eftir mikla hrakför flokks síns í þingkosning- unum gaf hann margvíslegar skrítnar yfirlýsingar. Ein var sú að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur hefðu ekki „lýðræðislegt umboð“ til að taka við stjórn landsins, þótt þeir hefðu 38 þingmenn á bak við sig, mun fleiri en fráfarandi stjórn hafði nokkru sinni. Formaður annars af tveimur ríkisstjórnar- flokka sem misst höfðu 18 af 34 þingmönnum sínum í frjálsum kosningum lét eins og hann hefði sérstakt umboð til að fella slíkan furðu úrskurð. Og í einum af furðulegasta fréttatíma Ríkisútvarpsins, sem fluttur hefur verið lengi og er þá mjög langt til jafnað, fimb- ulfömbuðu þeir Svanur Kristjánsson og Gunnar Gunnarsson slíkt óráðshjal um stjórnmál að ömurlegt var að verða vitni að. Fengu þeir að auki aðsendan pistil utan úr víðri veröld sem ekki bætti úr skák. En sigurvegaraúrskurðir og margvíslegt tal og misjafnt er sem betur fer ekki það sem að lokum ræð- ur úrslitum. Morgunblaðið/Eggert Kenningasmiðir sníða í axarsköft 5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.