Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 53
5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Erla Þórarinsdóttir
myndlistarmaður tekur á
sunnudag klukkan 15 þátt í
leiðsögn og ræðir við gesti í
Hafnarborg á sýningunni Tilraun til
að beisla ljósið. Sýningin hverfist um
myndlistina sem farveg fyrir andlega
leit og upplifanir.
2
Nú um helgina eru síðustu
forvöð að sjá nokkrar
áhugaverðar sýningar á List
án landamæra. Þar á meðal
er sýning Helga Þorgils og Snorra
Ásgeirssonar, Lóðréttar öldur, í
Listasal Mosfellsbæjar. Þá lýkur einnig
Meisturum í Gallerí Listamenn við
Skúlagötu og Listrófi í Ráðhúsinu.
4
Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur,
á 6. hæð Tryggvagötu 15,
verður Guðmundur Ing-
ólfsson á laugardag klukkan
14 með leiðsögn um stórmerka sýn-
ingu sína. Kvosin 1986 & 2011. Sýn-
ingin er til 12. maí.
5
Sjöttu og síðustu tónleikarn-
ir þar sem Hlíf Sigurjóns-
dóttir minnist hálfrar aldar
fiðlumenningar í Mývatns-
sveit, verða í Skútustaðakirkju í Mý-
vatnssveit á sunnudag klukkan 17. Hlíf
flytur verk eftir J.S. Bach, Eugène
Ysafe og Paganini. Einnig frumflytur
hún Kurìe – stúdíu fyrir einleiksfiðlu
eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson.
3
Möguleikhúsið sýnir hina
bráðskemmtilegu Ástarsögu
úr fjöllunum, tónleik fyrir
börn, í Gerðubergi á sunnu-
dag klukkan 17. Leikritið byggist á
sögu Guðrúnar Helgadóttur um
skessu og er fyrir börn á öllum aldri.
MÆLT MEÐ
1
Fyrstu vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur
af fernum verða í Langholtskirkju á mánu-
dagskvöldið kemur, 6. maí, og hefjast klukk-
an 20. Dagskráin verður endurtekin á tón-
leikum á þriðjudags- og
miðvikudagskvöld og loka-
tónleikarnir verða laug-
ardaginn 11. maí kl. 16.
Á tónleikunum flytur kór-
inn mörg af þekktustu ís-
lensku karlakórslögunum,
lög sem félagarnir hafa
sungið oft á löngum starfs-
tíma kórsins. Má þar nefna
lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Bjarna
Þorsteinsson og Helga Helgason, auk úrvals
erlendra laga.
Eins og rúma síðustu tvo áratugi stjórnar
Friðrik S. Kristinsson kórnum og Anna
Guðný Guðmundsdóttir leikur á flygilinn af
kunnum fimleika. Hin ástsæla sópran-
söngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, er
einsöngvari með kórnum og segir það af-
skaplega skemmtilegt.
„Mér finnst það alltaf jafn unaðslegar
stundir þegar ég fæ tækifæri til að syngja
með karlakór. Það er magnað fyrir eina
kvenrödd að vera á móti svona raddvegg
karla,“ segir hún og bætir við að svo séu
þeir svo skemmtilegir – „og sumir mynd-
arlegir“, bætir hún við og hlær dátt.
„Ég hef nokkrum sinnum sungið með
Karlakór Reykjavíkur og farið í utanlands-
ferðir með þeim, til Evrópu og Kanada. Það
er alltaf góður andi í kórnum.“
Diddú segist ætla að syngja með þeim lög
eftir Atla Heimi Sveinsson, sem hann hefur
útsett fyrir kóloratúrsópran og karlakór,
Vorvísu og Vísur Íslendinga. „Atli er snill-
ingur og útsetti þetta frábærlega fyrir okk-
ur. Svo syngjum við Vínarvalsa og „Vorið“
eftir Grieg. Það er viðeigandi; við ætlum að
reyna að syngja vorið til okkar.“
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR KEMUR FRAM Á FERNUM VORTÓNLEIKUM
„Alltaf jafn unaðslegar stundir“
DIDDÚ KEMUR FRAM MEÐ KARLA-
KÓR REYKJAVÍKUR. HÚN SEGIR
MAGNAÐ AÐ SYNGJA EIN Á MÓTI
RADDVEGG KARLANNA.
Friðrik S. Kristinsson stjórnar Karlakór Reykjavíkur á æfingu í Langholtskirkju. Kórinn kemur
fram á fernum tónleikum í kirkjunni í vikunni og syngur meðal annars sívinsæl karlakóralög.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigrún Hjálmtýs-
dóttir – Diddú
fara gegnum gömul málskjöl og „þá rákumst
við aftur og aftur á mál kvenna sem höfðu
verið dæmdar grimmilega, og eflaust oft
saklausar, fyrir að hafa laumast út í útihús
og fætt barn, og að hafa drepið barnið,“
segir hún þar sem við skoðum verkið þar
sem orð og lýsingar úr yfirheyrslum og
dómum yfir þessum ólánsömu konum eru í
þæfðri ullinni. Nærri því er verk frá 2002,
Skjól, sem Kristín sýndi fyrst í aflagðri
kirkju í Santiago de Compostela á Spáni.
Það eru einskonar legsteinar úr plexígleri
með nöfnum kvenna sem voru dæmdar fyrir
að drepa börn sín, og undir nafninu er ár-
talið þegar atburðurinn gerðist. Glerið hvílir
á ull sem aftur er á ofanristum úr kirkju-
garði. „Ég reyni að halda minningu þessara
ólánsömu kvenna á lofti,“ segir Kristín.
„Hvernig gat annað gerst en að ég ynni
verk út frá þessu efni?“ Einni konunni var
drekkt, önnur dæmd til að verða háls-
höggvin en dó í varðhaldinu. „Varla var að
sjá í málskjölunum að nokkur tæki afstöðu
með þessum veslings konum. Kristín Bjart-
marsdóttir var dæmd til að fá tvisvar sinn-
um 27 vandarhögg. Rannveig á hinum end-
anum,“ segir hún og bendir á eitt nafnið,
„fékk þrisvar sinnum 27 högg. Svo var æran
farin.
En nú er ég alveg komin yfir í vatnslit-
inn, það er auðveldara en að glíma við text-
ílinn, og ég get málað heima við stofu-
borðið,“ segir Kristín að lokum.
„Ég valdi örnefni sem lýsa staðnum um leið og maður les þau. Mynd kemur í hugann,“ segir Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá um þetta verk, Landslag.
Morgunblaðið/Einar Falur