Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Side 59
5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Ó, minnka með símafyrirtæki út af rógi. (10) 5. Hljóð sem táknar bilað, hálfþokkalegt og aftur með kommu. (9) 8. Haf óhamingju hjá skynsömum. (7) 9. Það sem lemúrinn er á mörkunum að vera? (6) 10. Ég með Frostkonu við gil verð lævís. (10) 11. Íþróttatæki notuð á svæði menntastofnunar. (8) 12. Ennþá Íslendingasaga nær að hamra það. (5) 13. Góða nótt styttist í margt, (5) 15. Stjórna týpu með fyrirætlun. (8) 17. Brjáluð kona spilar með visku. (10) 20. Reikar flókin með kíló frá tryggingarfélagi til borgardætra. (10) 23. Horfi á flúinn og verkaðan. (9) 24. Sjálfseignarstofnanir missa foringjana út af kennd. (10) 26. Metum gras með því að minnka. (7) 29. Girðingarstaurinn er ataður skítnum. (6) 30. Finnur með klafa sem er hálfbyggður. (9) 31. Það þegar kind markar sig sjálf? (10) 32. Múslimi skreppur saman að sögn yfir dýrum. (9) 33. Drykkur fær lit aftur við átta beygðar vegna uppástungna. (13) LÓÐRÉTT 1. Keyrðir við hjá bensínstöð út af óskemmdum. (9) 2. Seint aki með hefti. (6) 3. A! Pabbi með bók sem þú skrifaðir upp. (9) 4. Lágt í iðn aftur við litla ölduhreyfingu. (8) 6. Lasið yfirgefur aðgerðaleysi til að útrýma. (7) 7. Flan Ólínu út af ullarfeiti. (7) 9. Ruglum í þeim sem við getum fests við. (7) 11. Sauð ekki eftir frásögn á þessum stað. (6) 13. Bergrennan er að minnka. (6) 14. Snyrtu ruglaðan tarf sem var erfiðastur. (10) 16. Einn yfir MÍR er erlendi héraðshöfðinginn. (7) 18. Brjálaðar með erlendan bókstaf en ekki sjáanlegar. (6) 19. Kvenkyn eitt nær að sundra í rugli í bleytu. (10) 20. Hluti heilagfiskis er svar í vökva. (8) 21. Ekki rétt brennsluefni gerir þau brjáluð. (10) 22. Í maí kyrrist einhvern veginn takfastari. (10) 25. Elska guðs og biblía, seinni hluti, birtast í landi. (8) 27. Gaukinn má búa til með fjölgun. (7) 28. Sagt er að óánægja með vísindasögusjónvarpsþætti valdi blæstri. (7) 30. Slæm út af járni. Það eru mistök. (5) Hinn 10 ára gamli VignirVatnar Stefánsson gerðigóða ferð á heimsmeist- aramót áhugamanna sem fram fór í borginni Ilasi í Rúmeníu undir lok aprílmánaðar. Af 204 keppendum, sem samkvæmt reglum voru undir 2000 elo-stigum, var hann fyrirfram skráður í 132. sæti. Hann hlaut 6 vinninga af níu mögulegum, og hækkaði um 61 stig fyrir frammi- stöðuna. Afreksmenn í skákinni eru alltaf að yngjast og ekki verður betur séð en að Íslendingar standi vel að vígi hvað varðar efnivið með- al pilta og stúlkna. Varðandi skák- styrk sýnist mér Vignir Vatnar vera á svipuðu róli nú og Hjörvar Steinn Grétarsson var fyrir 10 ár- um, leiktæknin er góð, hæfileik- arnir til staðar og spennandi tímar framundan, seinna á árinu fara fram Evrópu- og heimsmeistaramót ungmenna. Hættur „skákþorpsins“ eru hinsvegar þær að hlaða of miklum væntingum á ungar sálir. Stig Vignis eftir mótið í Rúmeníu eru upp á 1739 elo, en þau segja samt ekki neitt og marktækara tel ég að miða við þann árangur sem hann náði og var reiknaður upp á 2032 elo-stig. Þarna er kannski kominn vandi elo-stiganna í hnot- skurn, þau eru ekki alltaf nægilega marktæk hvað varðar unga og upp- rennandi skákmenn. Sennilega er stutt í að Vignir Vatnar nái að sigra mun stigahærri skákmenn en þá sem tóku þátt í mótinu í Rúm- eníu. Þegar júgóslavneski stórmeist- arinn Lubomir Ljubojevic var upp á sitt besta á árunum í kringum 1975, og menn göptu hreinlega yfir tilþrifum hans í skák sem hann tefldi við Svíann Ulf Andersson á stórmótinu í Wijk aan Zee, komst einn ágætur maður svo að orði að Ljubo „tefldi með mönnunum“. Lít- ið um allskyns pot, „raðtækni“ eða geirneglingar sem einkenndu hinn nýbakaða heimsmeistara, Anatolí Karpov. Ungir skákmenn á uppleið tefla oft „með mönnunum“, sbr. eft- irfarandi sigurskák Vignis Vatnars sem tefld var í 8. umferð. Andstæð- ingurinn var nálega 300 stigum hærri en okkar maður: HM áhugamanna 2013: Mihail-Codmin Neahu (Rúmeníu) – Vignir Vatnar Stefánsson Drottningarindversk vörn 1. c4 Rf6 2. g3 e6 3. Bg2 d5 4. Rf3 Bd6 5. b3 Rbd7 6. Bb2 O-O 7. O-O b6 8. cxd5 exd5 9. Rh4 c6 10. d3 He8 11. e4? Að opna taflið án þess að hafa lokið liðsskipan kann ekki góðri lukku að stýra, 11. Rd2 var betra. 11. … Ba6! Vignir ræðst strax að helsta veikleikanum í stöðu hvíts, d3- reitnum. 12. He1 Bb4 13. He3 Hvítur á úr vöndu að ráða en hér var betra að leika 13. Bc3 t.d. 13. … Bxc3 14. Rxc3 Rc5 15. exd5 og hvítur getur barist fyrir tafljöfnun. 13. … dxe4 14. dxe4 Re5 15. Rc3 Rfg4! Vignir gefur engin grið. Skyndi- lega morar allt í veikleikum í stöðu hvíts. 16. He1 Dxd1 Gott var einnig 16. … Bc5 og hvítur fær ekki varið f2-peðið með góðu móti. 17. Hexd1 Rd3 18. Bf1 Rxb2 19. Bxa6 Rxd1 19. … Bxc3 var nákvæmara en þetta dugar líka. 20. Rxd1 Had8 21. f3 Re5 22. Be2 Hd2 23. Kf1 Hed8 24. Rf5 g6 25. Rfe3 Kg7 Hann þarf ekkert að flýta sér. Úrvinnslan í þessu endatafli er ágæt. 26. f4 Red7 27. Rc4 Hd4 28. Rf2 b5 29. Re3 Bc3 30. Hb1 b4 31. Red1 Rf6 32. Rxc3 bxc3 33. Hc1 Rxe4 34. Rxe4 Hxe4 35. Hxc3 Hd2 36. Bf3 He6 37. a4 Hb2 38. h4 h5 39. f5 Hf6 40. fxg6 fxg6 41. Ke1 c5 42. Kd1 Hf5 43. He3 Kf6 44. Be2 Hd5+ 45. Ke1 He5 46. Hf3+ Ke6 47. Hf2 Hxb3 - og hvítur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Að tefla með mönnunum Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðil í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 5. maí rennur út á hádegi 10. maí. Vinningshafi krossgátunnar 28. apríl er Katrín Sigurð- ardóttir, Hólmvaði 6d, Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Skýrsla 64 eftir Jussi Adler-Olsen. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.