Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Qupperneq 64
SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2013
Knattspyrnudómari sem dæmir í Pepsideild karla fær greiddar 39.450krónur fyrir hvern leik innanbæjar en aðeins 15.400 krónur fyrir aðdæma leik í Pepsideild kvenna.
Aðaldómari í kvennaknattspyrnu þarf því að dæma tvo og hálfan leik til að
ná sömu upphæð og greidd er fyrir dómgæslu á einum karlaleik. Laun aðal-
dómara karlaleiks eru 156% hærri en laun aðaldómara kvennaleiks.
„Það eru bara gerðar meiri kröfur á leiki í karladeildinni,“ segir Þórir Há-
konarson, framkvæmdastjóri KSÍ. „Það má líka velta því fyrir sér hver launin
eru í karlaboltanum miðað við kvennaboltann. Þau eru ábyggilega í svipuðum
dúr,“ segir hann.
Sömu reglur eru í karla- og kvennadeildinni, jafnmargir eru inná, jafn-
margar mínútur eru leiknar og jafnmikil þörf fyrir góðan dómara hvort sem
það er karla- eða kvennaleikur. »60
Gula spjaldið er dýrara í karlaboltanum. Dómari á kvennaleik fær aðeins tæp 40% af greiðslu sem dómari á karlaleik fær.
Morgunblaðið/Kristinn
DÓMARAGREIÐSLUR Í PEPSIDEILDINNI
Meira greitt fyrir að dæma
karlaleik en kvennaleik
Greiðsla til
aðaldómara á leik
Pepsi-deild
karla
Pepsi-deild
kvenna
39.450 kr.
15.400 kr.
„Ég er með tvo ketti hérna á skrif-
stofunni. Nói er þróunarstjórinn í
fyrirtækinu og svo er það Rand-
ver. Hann er stjórnarformaður,“
segir Jóhann Páll Valdimarsson
bókaútgefandi en hann er með tvo
íslenska ketti í vinnunni til að
hjálpa til við ákvörðunartöku. „Ég
bjargaði Nóa. Hann er undan villi-
læðu. Ég var nýbúinn að missa
kött og frétti af þessum agnar-
litlum. Móðir hans hvarf og syst-
kini hans dóu þannig að ég gaf
honum mjólk úr sprautu. Hann
hefur fitnað mikið og braggast vel
en hann borðar alltaf eins og hann
sé að borða síðustu kvöldmáltíð-
ina.“ JPV er vel rekið fyrirtæki og
segir Jóhann að kettirnir eigi sinn
hlut í því. „Báðir kettirnir gegna
mikilvægu hlutverki. Ef við erum á
samningafundum og stjórnar-
formaðurinn sýnir einhverja
ókyrrð þá hættum við við samn-
inga. Það er bara tákn um að þetta
sé óheillaspor. Svo þegar ég þarf
að taka stórar ákvarðanir þá fer ég
til Randvers og heyri í honum
hljóðið. Þetta hefur reynst okkur
vel. Ég þakka Randveri mikið fyrir
velgengni fyrirtækisins,“ segir Jó-
hann og klappar Randveri, stjórn-
arformanninum sjálfum.
GÆLUDÝRIÐ MITT
Kettirnir
í JPV
Félagið um hlutabréf í JPV heitir Randver. Hér er sjálfur JPV ásamt Rand-
veri. Eignahlutafélagið Randver EHF.
Morgunblaðið/RAX
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Bjarni Felixson hefur sterka
rödd og sterkan svip.
Árni Finnsson hefur ekki eins
sterka rödd en sterkan svip.
Sturla Jónsson er með sterka rödd
sem heyrist lítið og sterkan svip.
Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipatrópíumbrómíð.
Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og
lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á
sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum
þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun
xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér.
Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta
kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina.
Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið
ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d.
hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með
nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú
ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm,
skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahet-
tum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á
lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður
en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis
Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Nýtt lyf sem verkar bæði gegn
nefstíflu og nefrennsli
Andaðu með nefinu
Nýtt!