Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 Ábyrg hagstjórn „Mér þætti að vísu brýnt að ríkis- stjórnin hætti við eitt og annað sem hún hefur á stefnuskránni, eins og að slíta við- ræðum við Evr- ópusambandið,“ segir Atli Ingólfs- son tónskáld. „Ef við lítum á framkvæmdir flýgur mér í fljótu bragði tvennt í hug: Annars vegar hversu brýnt það er að sérhver ný ríkisstjórn sendi skýr skilaboð um ábyrga hagstjórn til umheimsins, og þetta er ekki ótengt því fyrsta sem ég nefndi. Það styrkir samn- ingsstöðu okkar og þennan gjald- miðil sem stendur víst til að nota enn um sinn. Hins vegar þarf að snúa sér að málefnum ferðaiðn- aðarins af þeim krafti sem sæmir undirstöðuatvinnugrein. Það má ekki bíða, annars verður það að böli sem ætti að vera blessun.“ Afnám gjaldeyrishafta „Ég vil byrja á að óska nýrri ríkis- stjórn velfarnaðar og vona innilega að hún nái að standa undir þeim miklu væntingum sem til hennar eru gerðar,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. „Ég tel ástæðu til að nefna tvennt þegar horft er til brýnustu verkefna. Í fyrsta lagi tel ég mik- ilvægt að sá sáttatónn sem sleginn er í stjórnarsáttmálanum endur- hljómi í samskiptum stjórnvalda við atvinnulífið. Það er mjög brýnt að tryggja fyrirtækjum stöðugt rekstrarumhverfi og gott umhverfi til fjárfestinga, til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf og heimilin í landinu. Í öðru lagi þarf ný rík- isstjórn að tryggja víðtækt sam- starf við alla hagsmunaaðila varð- andi afnám gjaldeyrishafta. Ég tel mikilvægt að sumarþing leggi af- gerandi línur og taki þegar til við að hrinda í framkvæmd þeirri stefnu sem kynnt hefur verið.“ Gróska smærri fyrirtækja Það eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem bera uppi hagvöxt, fjölgun starfa og verðmætasköpun í land- inu,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garð- yrkjumanna. „Ég vek athygli á að velgengni Þjóðverja er fyrst og fremst árangri á þessu sviði að þakka. Ís- lendingum hættir til að horfa á stærri pakkalausn- ir og gleyma að hlúa að hinu. Hvað varðar garð- yrkjuna hefur gleymst eftir 30 ára viðskipta- samband að haga raforkusamningum þannig að hag- ur garðyrkjunnar sé hafður í huga og hvernig greiða megi götu henn- ar. Sá fundur var aldrei haldinn.“ Frelsi og ábyrgð „Mér finnst mikilvægast að nýta bjartsýnina og væntingarnar til ríkisstjórnarinnar og auka athafna- frelsi og umsvif í þjóðfélaginu, nýta tækifærin og hefja til vegs á ný frelsi með ábyrgð,“ seg- ir séra Hjálmar Jónsson. „Við stjórnar- taumunum hefur nú tekið hópur af vel menntuðu hæfileikafólki, sem hefur lýst markmiðum sínum. Efnahagsmálin verða fyrirferðarmikil, hagur heim- ilanna og fólksins í landinu. Um leið skulum við vænta þess að ann- að fylgi, að okkur líði betur í þessu landi og að við lifum við meiri sátt og frið hvert við annað. Vonandi ganga stjórnmálamenn á undan við að bæta samskiptin og mannlífið í landinu.“ Kynslóðaskipti „Helstu verkefni ríkisstjórnarinnar hljóta að vera að skapa hér hvetj- andi og bjartsýnt umhverfi þannig að hjól atvinnulífsins fari að snúast í gang á nýjan leik,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borg- arleikhússins. „Það þarf að vera eftirsóknar- vert að búa, starfa og skapa á Ís- landi. Aðeins þannig batna lífs- kjör í landinu. Ég trúi því að gæfu- rík framtíð okkar byggist á því að við leggjum áherslu á að efla hér menntun, menningu og hinar öflugu skapandi greinar. Mér sýn- ist að það séu orðin kynslóðaskipti í pólitíkinni og að með nýrri kyn- slóð sé runninn upp tími opnari og málefnalegri umræðu en verið hef- ur undanfarin ár. Ég vona sannar- lega að ný ríkisstjórn fari á undan með góðu fordæmi og kappkosti að eiga uppbyggilegt samstarf við alla á þingi og sem víðast í samfélag- inu.“ Sálfræði mikilvæg „Mikilvægasta við- fangsefni nýrrar ríkisstjórnar er á sviði sálfræði,“ segir Orri Hauks- son, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins. „Efna- hagsmál eru ekki bara tölur á blaði, heldur eru nið- urstaða af ákvörðunum fólks af holdi og blóði, sem sinnir allra handa verkefnum úti um allt land. Ef ríkisstjórnin hefði þann jákvæða áhrifamátt að fólk fylltist kjarki og fyndi fyrirsjáanleika í umhverfi sínu, þá ykjust umsvif sjálfkrafa og uppbygging hæfist. Innistæða þarf auðvitað að vera fyrir slíku trausti. Trúin á framtíðinni þarf að byggj- ast á raunveruleika, en ekki villu- ljósi, ella förum við bara annan kollhnís.“ Samtakamáttur „Ný kynslóð hefur tekið við forystu í stjórnmálaflokk- unum og áberandi er í orðræðu nýrra ráðherra hversu mjög þeir leggja áherslu á sam- vinnu, samheldni og samtakamátt, enda sérstaklega tekið fram í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar,“ segir Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. „Við þá nálgun bind ég miklar vonir – við þurfum að beina athygli að því sem sam- einar okkur, þannig næst betri árangur um þau lykilmarkmið sem nauðsynleg eru til framfara.“ Vanda vinnubrögðin „Mér finnst brýn- ast að við lærum af reynslunni og vöndum betur vinnubrögðin,“ segir Salvör Nor- dal. „Mér eru utan- ríkismálin talsvert ofarlega í huga og tel brýnt að ríkisstjórnin greini þau til hlítar, móti stefnu til framtíðar og horfi á hlutina í stærra samhengi. Hvaða skoðun sem við höfum á Evrópumálum komumst við ekki hjá mikilvægum ákvörðunum um þau á næstu misserum og þær verður að taka á upplýstan hátt. Þá þykir mér mjög miður að ekki náðist samstaða á síðasta þingi um hvernig ætti að halda stjórnarskrárvinnunni áfram á þessu kjörtímabili. Eins og oft vill verða lenti málið í mikilli tíma- þröng á síðustu dögum þingsins og ekki reyndist vilji til að skipta því verkefni niður í áfanga. Ég vona að það náist samstaða um að halda vinnunni áfram á nýju þingi.“ Þjónusta í nærsamfélaginu „Stærsta málið er skuldamál þjóð- arinnar, ekki bara heimilanna,“ segir Sigríður Dóra Sverrisdóttir stuðningsfulltrúi á leikskóla. „Við kjósum stjórn- málamenn til að finna lausnir í samstarfi við okkar færustu sérfræðinga. Það er brýnt að losna út úr skuldafarganinu til að geta farið að byggja upp hér innanlands. Síðan vil ég láta kort- leggja alla möguleika í uppbygg- ingu atvinnulífsins og bjóða fólki upp á að fjárfesta með skattaíviln- unum í sprotafyrirtækjum. Það þarf að styðja við bakið á öllu þessu frábæra fólki sem við eigum og stórefla nýsköpun. Svo er ég á móti því að byggja nýjan Landspít- ala, því ég óttast að það komi enn frekar niður á þjónustunni vítt og breitt um landið. Við eigum að þjónusta fólk í nærsamfélaginu. Ég vil ekki þurfa að fara til Reykjavík- ur ef ég verð veik. Ég vil geta farið til Akureyrar. Að síðustu: Passa menninguna. Hún er eina atvinnu- greinin sem ekki hefur hrunið síð- ustu fimm ár.“ Veðrið Sigrún Haralds- dóttir kastar fram: Ætli stjórnin gott að gera, greitt þá taki af skarið, í bili mun hér brýn- ast vera að bæta veðurfarið. Efling löggæslu „Mér líst mjög vel á þennan góða hóp og ekki síst þann jákvæða og upp- byggilega anda sem frá honum stafar,“ segir Stef- án Eiríksson, lög- reglustjóri höfuð- borgarsvæðisins. „Á mínu sviði eru áform ríkisstjórnarinnar skyn- samleg og góð ef það er skoðað sem birtist í stjórnarsáttmálanum. Það er eitt af forgangsverkefnum næstu ára að efla löggæslu á öllum sviðum. Þar er brýnast að fjölga lögreglumönnum við almenna lög- gæslu, efla forvarnastarf lögregl- unnar, hverfa- og grenndar- löggæslu og umferðarlöggæslu. Þá er ekki síður mikilvægt að styrkja og efla rannsóknir lögreglu og er ég þá sérstaklega með í huga að- gerðir og rannsóknir gegn kyn- bundnu ofbeldi í öllum myndum og aðgerðir gegn skipulagðri brota- starfsemi. Á þessum sviðum hefur okkur farið fram á undanförnum árum og mikilvægt er að okkur gefist tækifæri til að þróast og efl- ast enn frekar á þeim sviðum.“ Morgunblaðið/Golli Hvert er brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar? FÓLK ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM VAR FENGIÐ TIL AÐ NEFNA BRÝNUSTU ÚRLAUSN- AREFNI NÝRRAR RÍKISSTJÓRNAR Atli Ingólfsson Birna Einarsdóttir Gunnlaugur Karlsson Hjálmar Jónsson Ragna Árnadóttir Salvör Nordal Sigrún Haraldsdóttir Stefán Eiríksson Magnús Geir Þórðarson Sigríður Dóra Sverrisdóttir Ný ríkisstjórn tók við á Bessastöðum í vikunni. Verkefnin eru mörg sem bíða. Orri Hauksson * Ráð mín þörf ég þaulæfð veitiá því skal ekki standa,ég vona að hjá mér liðs þeir leitilendi þeir í vanda Skilaboð til Bjarna og Sigmundar Davíðs frá kerlingunni á Skólavörðuholtinu. Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is Ekki er beysið ástandið eftir vinstri spýju. Ég bind því miklar vonir við viðreisnina nýju. Friðrik Steingrímsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.