Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Side 16
*Steinn Vignir Kristjánsson varð margs vísari á ferðum sínum um Suðustur-Asíu fyrr á árinu »18Ferðalög og flakk Ég sit á bekk við litla vatnið í kyrrláta garðinum sem er einungis spölkorn frá 20 fermetra íbúðinni okkar Ingimars. Yfirleitt skunda ég hér í gegn á hverjum morgni á leið minni á lestarstöðina en í dag ákvað ég að staldra við og njóta þess að vakna með hverfinu. Ég fylgist með skjaldböku-fjölskyldu sem keppist letilega við að klifra upp á stein til að njóta fyrstu sólargeislanna. Morgunhanar hverfisins tínast í garð- inn. Kona með sólhlíf, barðastóran hatt og hanska gengur framhjá. Hún ætlar sér ekki að fá eina einustu freknu, annað en ég sem teygi andlitið í átt að sólu og tek hinum langþráða D-vítamín skammti fagnandi. Hinum megin við vatnið rölta þrjár konur um með lítil kríli sem klæðast nýjustu hundafatatískunni. Minnsta hundinum er ýtt áfram í bleikri barnakerru. Ég dríf mig af stað, hoppa upp í lest, set tónlist í eyrun og bý mig undir annan dag í þessari mögnuðu borg. Ég er þakklát fyrir hverfið mitt, garðinn og kyrrðina. 15 mínútum síðar er ég komin inn í iðandi mannmergðina. Valý Þórsteinsdóttir. Ég drekk mikið te eftir að ég flutti hingað til Japans. Dekurdúlluhundar sem ég hitti fyrir á göngu. Smáþorp í stórborg Garðurinn „minn“ í síðdegissólinni. PÓSTKORT F RÁ TÓKÍÓ Eins og múslímar fara til Mekka, kristnir menn heimsækja landið helga og kommúnistar grafhýsi Leníns fara Wagnerítar í pílagrímsferð til Bayreuth. Minningu Richards Wagners er hvergi haldið eins hátt á lofti og í þessum bæverska bæ, þar sem tónskáldið sjálft lét reisa óp- eruhús, Festspielhaus, árið 1876. Þar fer nú fram mikil óperuhátíð á sumri hverju, þar sem helstu verk meistarans eru flutt. Aðdáendur streyma víða að og geta áhugasamir þurft að bíða árum saman eftir að- gangsmiðum. Wagner ætlaði upphaflega að reisa sér óperuhús í München en hvarf frá þeim áformum eftir að kastaðist í kekki með honum og velunnara hans, Lúðvíki II., konungi Bæjaralands. Í staðinn sneri Wagner sér til Bayreuth. Til þess lágu öðru fremur þrjár ástæður: Í fyrsta lagi var frambærilegt óperuhús í bænum; í annan stað var Bayreuth utan þess svæðis þar sem tónskáldið hafði vegna fjárhagsörðugleika afsalað sér rétti til að setja sín eigin verk á svið; í þriðja lagi lá menningarlíf í lág- inni í Bayreuth sem tryggði Wagner ótvíræða yfirburði. Þegar betur var að gáð stóðst óperuhúsið í Bayreuth, Óperuhús markgreifans, ekki kröfur Wagners. Það bar einfaldlega ekki upp- færslur á stærstu verkum hans, hvorki á sviði né í gryfju. Bæjar- yfirvöld voru opin fyrir því að láta reisa nýtt óperuhús en kanslari Þýskalands, sjálfur Otto von Bismarck, sýndi áformunum tómlæti. Wagner lét það þó ekki slá sig út af laginu heldur hélt í fjáröflunarferð um Þýskaland. Ekki dugði það til og það var ekki fyrr en vinir og vel- unnarar voru búnir að setja á laggirnar Wagnersamfélög víðsvegar um hinn þýskumælandi heim að hjólin fóru að snúast. Enn vantaði herslu- muninn og það var á endanum Lúðvík II. sem brúaði bilið – með sem- ingi. Arkitekt hússins var Gottfried Semper undir vökulu auga Rich- ards Wagners. Bayreuth-hátíðin er haldin árlega og í sumar, á 200 ára fæðingar- afmælinu, verður sýnd ný uppfærsla á Niflungahringnum undir stjórn þýska leikhússtjórans Franks Castorfs. Tjaldið verður dregið frá 25. júlí. AFP BAYREUTH, MEKKA ÓPERUUNNANDANS Á slóðum Wagners TÓNLISTARHÁTÍÐIN Í BAYREUTH, SEM HELGUÐ ER MINN- INGU RICHARDS WAGNERS, VERÐUR MEÐ VEGLEGASTA MÓTI Í SUMAR EN ÞESS VAR MINNST Í VIKUNNI AÐ 200 ÁR ERU LIÐIN FRÁ FÆÐINGU ÞESSA MERKA TÓNSKÁLDS. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.