Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 Ferðalög og flakk Forvitnin leynir sér ekki hjá börnunum í Laós. Þ að var eiginlega alveg óvart,“ svarar Steinn Vignir Kristjánsson sposkur á svip þegar hann er spurður hvernig það kom til að hann fór í þriggja mánaða ævintýraferð til Suðaustur-Asíu. „Tveir félagar mínir, Jökull Brynjarsson og Viktor Daði Einarsson, voru búnir að plana ferð, sem raunar var af allt öðrum toga, í nokkurn tíma þegar ég kom inn í myndina. Seinna bættist Davíð Steinar Ásgrímsson í hópinn. Eftir nokkrar vangaveltur ákváðum við að setja stefnuna á þessar slóðir.“ Fjórmenningarnir flugu til Bangkok í jan- úar síðastliðnum og á þeim tímapunkti var ekkert fastákveðið nema flugið heim, tiltekinn dag í apríl. „Við vorum strax staðráðnir í að spila þetta eftir eyranu, binda okkur alls ekki. Langaði okkur að vera viku lengur á ákveðnum stað létum við það bara eftir okk- ur,“ útskýrir Steinn. Höfum það býsna gott á Íslandi Þeir héldu af landi brott í svartasta skamm- deginu og voru sannast sagna fegnir að hvíla sig á áhyggjunum og krepputíðinni hér heima. „Við sáum hins vegar fljótlega eftir að við komum út að við höfum það býsna gott á Íslandi. Fólk er alltof gjarnt á að gleyma því þegar það er að barma sér.“ Félagarnir heimsóttu alls fjögur lönd í ferðinni: Taíland, Víetnam, Kambódíu og La- ós. Enginn þeirra hafði komið til Asíu áður og staðfestir Steinn að margt hafi komið þeim spánskt fyrir sjónir, ekki síst lífshættir blá- snauðra á þessum slóðum. „Markmiðið með ferðinni var ekki að skoða helstu túristastaði heldur kynnast lífi venjulegs fólks í þessum löndum. Margir búa við afar kröpp kjör í þessum heimshluta og það var eins og að fá blauta tusku framan í sig að koma í allra fá- tækustu hverfin.“ Þeir komu meðal annars í lítið þorp í Kambódíu þar sem rafmagnslaust hafði verið í viku fyrir þær sakir að þorpsróninn hafði ekið niður aðalrafmagnsstaurinn. Í Saigon í Víetnam kynntust þeir breskri konu, spámiðli, sem hrökklast hafði frá Balí, þar sem hún átti og rak hótel, eftir hryðju- verkaárásirnar vegna þess að ferðaþjónustan hrundi eins og spilaborg. „Nú dregur hún fram lífið í Saigon með því að spá fyrir fólki og kemst ekki í burtu. Mikið var ég þakklátur fyrir flugmiðann minn heim eftir að hafa heyrt hennar sögu.“ Það orð fer af íbúum Suðaustur-Asíu að þeir séu gestrisnir og ljúfir í viðkynningu. Steinn staðfestir það. Hluta ferðarinnar voru fjórmenningarnir á mótorhjólum og þegar eitt þeirra bilaði í grenjandi rigningu einhvers staðar í fásinninu í Víetnam voru heimamenn fljótir á vettvang. „Við vorum dregnir inn í hlýjuna hjá fjölskyldu nokkurri, gefið að borða og hringt á bifvélavirkja til að aðstoða okkur. Okkar ágætu gestgjafar töluðu ekki stakt orð í ensku en samt gekk allt eins og í sögu. Þarna kom víetnamska frasaorðabókin, sem við höfðum meðferðis, í góðar þarfir.“ Heimilisfaðirinn hafði barist í Víetnamstríð- inu og var, að sögn Steins, með einskonar stríðsminjasafn í bakgarðinum. „Hann var greinilega mjög stoltur af þessu.“ Þetta var ekki í eina skiptið sem þeir voru minntir á stríðið. Steinn á forláta bol merkt- an bandaríska hafnaboltaliðinu New York Yankees og þegar hann lét sjá sig í honum í Víetnam voru stundum gerð hróp að honum. „Yankee go home!“ Honum þótti þau köll þó frekar bera með sér grín en heift. Algengt er að ferðalangar, ekki síst vest- urlandabúar, séu látnir greiða meira fyrir veitingar og þjónustu í Suðaustur-Asíu en heimamenn. Steinn og félagar gerðu sér snemma grein fyrir þessu en sáu enga ástæðu til að fjargviðrast yfir því. „Mér finnst það bara eðlilegt. Munurinn var líka óverulegur, alltént frá okkar bæjardyrum séð. Við fundum fyrir þessu í öllum lönd- unum, nema Kambódíu. Þeir eru ekki búnir að uppgötva þetta ennþá.“ Alls staðar hægt að fá Oreo-kex Steinn segir víðast hvar gott framboð af mat í Suðaustur-Asíu. Það sé þó ekki algilt. „Á mörgum smærri stöðunum sem við sóttum heim var ekkert annað en núðlusúpa í boði – og Oreo-kex. Það er alls staðar hægt að fá Oreo-kex.“ Það sem stakk Stein mest var hversu áber- andi fíkniefni eru á þessum slóðum. Þau eru í boði á svo til hverju götuhorni, hafi menn áhuga á því. Kannabis er víða reykt á götum úti og á strönd einni í Kambódíu voru þau efni seld yfir borðið á veitingastöðum. Eins og ekkert væri. „Þetta gerist þrátt fyrir að lögregla sé grá fyrir járnum.“ Einnig er hægt að komast í ýmsar óvenju- legar pakkaferðir þar eystra. Í einni fengu fjórmenningarnir til dæmis að skjóta úr riffl- um og bauðst að varpa handsprengjum. Svo langt gengu þeir þó ekki. „Það hefði örugg- lega verið gaman en AK-47 var nóg fyrir mig!“ segir Steinn brosandi. Þegar allt er saman tekið var Asíuferðin mikið ævintýri sem Steinn hefði ekki viljað missa af fyrir nokkurn mun. En það var eins með þessa ferð og aðrar. „Það er alltaf best að koma heim.“ ÆVINTÝRAFERÐ UM SUÐAUSTUR-ASÍU AK-47 var nóg fyrir mig STEINN VIGNIR KRISTJÁNSSON FÓR FYRR Á ÞESSU ÁRI Í ÞRIGGJA MÁNAÐA ÆVINTÝRAFERÐ ÁSAMT ÞREMUR FÉLÖGUM SÍNUM UM SUÐAUSTUR-ASÍU. Í STAÐ ÞESS AÐ ÞRÆÐA HELSTU FERÐAMANNASTAÐI LÖGÐU ÞEIR SIG FRAM UM AÐ KYNNAST LÍFI VENJULEGS FÓLKS Á ÞESSUM SLÓÐUM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Steinn og félagar í þjóðgarði í Víetnam sem þeir lentu í eftir að hafa tekið ranga beygju. Heimamenn komnir til aðstoðar. Sól MONACO BORÐ 65 X 65 CM 14.900 SAMOS STÓLL, ÝMSIR LITIR 6.900 já Ø VVALENCIA svartur eða hvítur stóll með bambus armhvílum 14.900,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.