Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 20
*Heilsa og hreyfingSumarfríin eru framundan og ekki úr vegi að láta hollustuna ráða við val á nesti »22 daga nema föstudaga, þegar leiðin liggur í sundlaugina. „Það er rosalega góð hreyfing að synda og hentar vel með hinu. Í ræktinni passar maður sig að lyfta ekki of þungu, fara varlega með liðamót og liðbönd en þjálfa samt vel alla mögulega vöðva, vegna þess að maður er í þessu til þess að lengja vellíðanina en ekki til að skapa vandamál. Þess vegna er mikilvægt að hver og einn velji það sem honum hentar. Allir ættu að hugsa um að fara ekki fram úr sjálfum sér og út í einhverjar öfgar,“ segir Þorsteinn Hjaltason. Þ orsteinn stundar heilsurækt og leggur einmitt mikla áherslu á orðið. Hann fer í tækjasal fjór- um sinnum í viku, syndir fimmta daginn og stundar ýmsar aðrar íþróttir að auki. „Maður fer í ræktina og allt hitt til að viðhalda sér en ekki til að slá met eða til að monta sig af afrekum!“ segir Þorsteinn í sam- tali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Hann æfir sig í tækja- sal í hádeginu alla virka Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ræktar heilsuna ÞORSTEINN HJALTASON, LÖGMAÐUR Á AK- UREYRI, ER SÉRLEGA VEL Á SIG KOMINN, NÝ- ORÐINN FIMMTUGUR. HANN HEFUR STUND- AÐ FJÖLDA ÍÞRÓTTA Í GEGNUM TÍÐINA. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Nýjasta „della“ Þorsteins, eins og hann orðar það sjálf- ur, er bogfimi. „Æðisleg íþrótt en mjög erfið,“ segir hann. „Það er nauðsynlegt að draga bogann með sterk- um bakvöðvum en ekki handleggjum eða öxlum. Bak- vöðvar verða einmitt oft útundan í ræktinni; það er miklu karlmannlegra að fara í bekk og vera spurður um hvað maður lyftir miklu en hvað maður gerir í vélinni þar sem bakvöðvarnir eru þjálfaðir!“ Í hvert skipti sem ör er dregin er það tog upp á ein 18 kíló, þannig að eftir 100 örvar eru viðkomandi búinn að toga samtals 1,8 tonn. Oft eru örvarnar miklu fleiri. Þorsteinn á nokkur mótorhjól og segir nauðsynlegt að vera í góðu líkamlegu ástandi til að njóta þess að aka þeim, hvort sem er upp um fjöll og firnindi eða annars staðar, því það sé erfitt. Meðal annars þess vegna sé dýr- mætt að vera duglegur í ræktinni; það nýtist svo víða. Hann ráðleggur hverjum og einum að velja það sem hentar viðkomandi, en fyrst og fremst að ofgera sér ekki. Líkaminn þoli ekki allt og honum sé ekki hollt að reyna of mikið á sig of lengi. HEFUR ÁHUGA Á MÖRGU Sitt lítið af hverju Þorsteinn leikur listir á enduro- hjólinu sínu. Hann á nokkur mismunandi hjól og fer víða, bæði inn til dala og upp til fjalla. * Þorsteinn æfði handbolta og fótbolta sem strákuren 14 ára byrjaði hann að stunda júdó að áeggjan Jóns bróður síns og Hjalta föður þeirra. Hann keppti lengi í júdói og átti farsælan feril. * Hann hefur hjólað mikið í gegnum tíðina, bæði fyr-ir vélarafli og sínu eigin, fer mikið á skíði og skauta, stund- aði um tíma íshokkí og réri lengi á kajak. * Íshokkí er skemmtilegasta íþróttin sem hann hefurstundað. „Það var svo rosalega gaman að ég áttaði mig stundum ekki á því hvað ég var orðinn þreyttur, fyrr en ég hætti að ná andanum! En þá skipti maður bara út af.“ * „Ég hætti í mótorkrossi eftir að hafa brotið nokkurbein. Áttaði mig á því að það var ekki viðhald heldur nið- urbrot …“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.