Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 36
N afnleynd heimildarmanna er ein af undirstöðum frjálsrar fjölmiðlunar. Njóti hennar ekki við má telja litlar líkur á að þeir sem búa yfir viðkvæmum upplýsingum komi þeim í hendur fjöl- miðla til umfjöllunar. Undanfarið hafa málefni slíkra uppljóstrara verið í sviðs- ljósinu, en í næsta mánuði hefjast rétt- arhöld yfir fyrrverandi hermanninum Bradley Manning sem ákærður hefur verið fyrir að leka leynilegum hernaðar- upplýsingum til Wikileaks. Manning hef- ur nú þegar setið í fangelsi í þrjú ár og beðið þess að mál hans verði tekið fyrir, og megnið af þeim tíma hefur hann setið í einangrun. Um þessar mundir stendur einnig yf- ir mikið fjölmiðlafár í Bandaríkjunum vegna rannsóknar dómsmálaráðuneyt- isins (Department of Justice) á upplýs- ingaleka er varðar aðgerðir gegn Al- Qaeda. Í viðleitni sinni til að upplýsa lekann fékk dómsmálaráðuneytið nýlega dómsúrskurð sem veitti því víðfeðma heimild til að leggja hald á mikið magn upplýsinga um símanotkun fréttamanna Associated Press fréttastofunnar, án samráðs við fréttastofuna. Þetta er for- dæmislaus aðgerð af hálfu bandarískra stjórnvalda, og þykir mörgun hún ganga ansi nærri undirstöðum frjálsrar fjölmiðlunar ef hún fær að standa óá- talin. Erfitt að vera nafnlaus Í upplýsingasamfélagi samtímans er erf- itt að standa í samskiptum (eins og þegar menn vilja t.d. koma frá sér trúnaðarupplýsingum) öðruvísi en að skilja eftir sig staf- ræn spor. Netfang, IP tala, og síma- númer eru spor sem erfitt er að afmá og eru oftar en ekki persónu- greinanleg. Það er í leit að slíkum spor- um sem dóms- málaráðuneyti Banda- ríkjanna hefur krafist upplýsinga um símanotkun fréttamanna AP frétta- stofunnar. Blaðamenn hafa iðulega lagt mikið upp úr því að halda trúnað við heimildarmenn, og þekkt eru dæmi þess að þeir hafi sætt refsingu fyrir að neita að upplýsa um þá. Í síðasta mán- uði var einn fréttamanna Fox, Jana Winter, kölluð fyrir dóm þar sem hún var krafin um nafn heimildarmanna sinna innan lögreglunnar í tengslum við umfjöllun hennar um skotárásirna í Au- rora í Colorado á síðasta ári, þrátt fyr- ir lög sem gilda þar í ríki um vernd heimildarmanna fjölmiðla. Malið hefur vakið talsverða athygli í Bandaríkj- unum, en dómai í málinu hefur frestað því. Það er við þessar kringumstæður sem eitt elsta og virtasta tímarit Bandaríkjanna, The New Yorker, kynn- ir til sögunnar tól sem kallast Strong- box. Með smá einföldun má segja að Strongbox sé pósthólf sem tryggir að heimildarmenn geta komið viðkvæmum upplýsingum til blaðsins, án þess að hægt sé að rekja þær til þeirra. Hægt er að hafa samband við heimildarmenn- ina til baka (ef þeir kæra sig um) en þó án þess að hægt sé að persónu- greina þá. Strongbox notast við frían hugbúnað sem kallast Tor, sem rekja má aftur til ársins 2002, og var sérstaklega hann- aður til að afmá spor á netinu. Tor notar fjölda deila og endurvarpsstöðva til að senda gögnin um allan heim á leið sinni milli tveggja punkta á netinu, sem gerir þau nánast órekjanleg. Á leið sinni um óravíddir netsins eru gögnin því dulkóðuð, afkóðuð og dulkóðuð til skiptis tl að tryggja öryggi þeirra enn frekar, og vernda nafnleysi þitt á netinu. Auk þess sem samskipti fara í gegnum Tor-netverkið, sér Strongbox til þess að ekki er hægt að lesa skilaboð sendandans öðruvísi en að flytja dul- kóðuð skilaboðin í vél sem er ónettengd, og nota tvo dulkóðunarlykla sem geymd- ir eru á minnislyklum ótengt tölvunni. Þessu ferli er svo snúið við til þess að skrifa skilaboð til upprunalega sendandans ef þurfa þykir, en hann þarf þá að athuga með skila- boð til sín í pósthólfinu. Með þessum aðgerðum telur The New Yorker að hægt sé að tryggja nafnleysi heimildar- manna með nokkurn veginn óyggjandi hætti. Hverju breytir Strongbox? Hugmyndasmiðurinn Poulsen segir í grein sem hann hefur skrifað um Strongbox að þetta sé fyrst og fremst tól til að vernda heimildarmenn og blaðamenn. Með eftirlitstækni samtím- ans er auðvelt að rekja upplýsingar og gögn og stjórnvöld og einkafyrirtæki geta svipt hulunni af heimildarmönnum nær áreynslulaust. Poulsen segir að fjölmiðlar hafi ekki gert nóg til að bregðast við þessari ógn. Strongbox veitir uppljóstrurum nokkuð góða vernd gegn því að upp um þá komist, en það verndar einnig blaðamenn, sem geta tryggt nafnleysi heimildarmanna sinna nokkuð örugglega ef þeir búa sjálfir ekki yfir vitneskjunni um hverjir þeir eru, eða skilja að minnsta kost ekki eftir sig slóð samskipta sem sviptir hul- unni af uppljóstraranum. En Strongbox skapar líka vandamál. Nafnlausar uppljóstranir gera blaða- mönnum erfitt að meta trúverðugleika upplýsinganna. Það skiptir líka máli að meta hver er hvatinn að því að þessum upplýsingum er lekið. Þetta mat er erf- itt að framkvæma án þess samhengis sem fylgir því að vita hver heimild- armaðurinn er. Slíkar aðstæður hvetja til þess að blaðamaður og heimild- armaður stofna til samskipta utan öruggra samskiptaleiða, og þá er allt eins víst að til verði slóð sem má rekja. Í þessu sambandi er vert að minnast þess að upp komst um Bradley Manning þegar hann fór sjálfur að gorta af því á spjallborði hakkara að hafa lekið upplýsingum til Wikileaks. Öruggar samskiptaleiðir fyrir blaða- menn eru vissulega góðra gjalda verðar og geta hjálpað til við að vernda heim- ildarmenn gegn gríðarlegum framförum í eftirlistækni. Það má þó aldrei van- meta mannlega þáttinn þegar kemur að blaðamennsku. Örugg miðlun leyndarmála FRJÁLS FJÖLMIÐLUN Á IÐULEGA UNDIR HÖGG AÐ SÆKJA. NÚ UNDANFARIN ÁR HAFA FJÖLMIÐLAR Í AUKNUM MÆLI ÞURFT AÐ VERJA FRÉTTAFLUTNING SINN FYRIR DÓMSTÓLUM, OG BLAÐAMENN HAFA VER- IÐ KRAFÐIR UM AÐ NAFNGREINA HEIMILDARMENN SÍNA FYRIR DÓMI. HVERNIG GETA FJÖLMIÐLAR BRUGÐIST VIÐ ÞESSU? EITT RÁÐ VÆRI AÐ BÚA SVO UM HNÚTANA AÐ BLAÐAMENN VITI EKKI HVER LEKUR UPPLÝSINGUNUM. TÍMARITIÐ THE NEW YORKER HEFUR NÚ STIGIÐ SKREF Í ÞÁ ÁTT. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Í næsta mánuði hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi hermanninum Bradley Manning. Hann hefur í þrjú ár setið í einangrunarvist og á yfir höfði sér ævilanga fangavist fyrir að leka viðkvæmum upp- lýsingum um stríðsrekstur Bandaríkjamanna. Aaron Swartz var forritarinn á bak við Strongbox. Hann féll fyrir eigin hendi í byrjun þessa árs eftir að hann var kærður fyrir stórfellda tölvuglæpi og gagnastuld fyrir að sæka fjölda greina í JSTOR fræðigreinasafnið. Kevin Poulsen er ritstjóri Wired Magazine, og hugmyndasmiður Strongbox. Áður en ferill hans í blaðamennsku hófst sat hann inni fyrir tölvuglæpi. 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 Græjur og tækni Hugmyndin að Strongbox er komin frá Kevin Poulsen, ritstjóra systurútgáfu The New Yorker hjá Condé Nast út- gáfurisanum sem nefnist Wired Magazine og fjallar um ýmiskonar tæknitengd málefni. Poulsen á sér merkilega sögu, en áður en ferill hans sem blaðamaður hófst var hann þekktari í samfélagi hakkara, en hann hlaut meðal annars fang- elsisdóm í Kaliforníu fyrir tölvuglæpi. Að lokinni afplánun árið 2000 tók hann að skrifa um tölvuglæpi og öryggismál og fimm árum síðar var hann orðinn ritstjóri Wired, þar sem hann hefur meðal annars fjallað mikið um mál Bradley Manning. Poulsen hefur lýst því að þegar hann fékk hugmyndina að Strongbox hafi hann fyrst leitað með hana til net- aðgerðasinnans Aaron Swartz, sem féll fyrir eigin hendi fyrir skömmu. Þetta var áður en Swartz varð þekktur fyrir baráttu sína fyrir frjálsu og nafnlausu neti (áður hefur verið fjallað um baráttu Aaron Swartz á þessum síð- um, þann 20. janúar) en hann þá var nýkominn til Condé Nast, sem hafði keypt fyrirtækið Reddit sem Swartz var einn stofnendanna að. Poulsen lýsir því að þarna hafi hann hitt fyrir mann sem skildi mikilvægi hugmynd- arinnar, en var ennfremur fær um að breyta þessari hugmynd í kóða og vann að því í tvö ár. Swartz var kærð- ur fyrir stórfellda netglæpi og gagnastuld fyrir að hlaða niður miklu magni greina frá JSTOR fræðigreinasafn- inu á meðan hann var við störf við MIT háskólann og átti yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisdóm þegar hann batt enda á líf sitt í byrjun þessa árs. Strongbox var síðasta stóra verkefnið sem hann skilaði af sér í þessu lífi. Samverkamenn með sögu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.