Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 Makar nýju ráðherranna Morgunblaðið/Golli LANGIR VINNUDAGAR BÍÐA RÁÐHERRA NÝRR- AR RÍKISSTJÓRNAR. VIÐ LÖGÐUM NOKKRAR SPURNINGAR FYRIR BETRI HELMINGANA. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 1. „Já, auðvitað hef áhuga á stjórnmálum, þó ekki þannig að ég geti hugsað mér að hella mér út í pólitískt starf. Þótt mér hafi stundum fundist sem stjórnmálin hafi eins og þröngvað sér inn í líf mitt í síauknum mæli undanfarin ár þá hef fundið um leið sívaxandi þörf fyrir að hafa skoðun á ótrúlegustu málum.“ 2. „Það verður að segjast eins og er að það mæðir ansi mik- ið á mér með allt sem tengist daglega lífinu hvað varðar börnin og allt venjulegt heimilishald. Það getur verið ein- manalegt oft og tíðum að vera gift stjórnmálamanni. Það er lítill frítími í þessari vinnu. Þá er gott að eiga góða fjöl- skyldu að og góða vini. Mér finnst einna verst við þetta hvað dagskráin hjá Bjarna getur breyst með stuttum fyr- irvara.“ 3. „Mér líst auðvitað ekkert sérstaklega vel á þá fjarveru. En það er í sjálfu sér ekki mikil breyting. Ég held að Bjarni, eins og allir aðrir sem eru uppteknir, þurfi að passa sig á því að taka sér hlé, hreyfa sig og taka frá tíma fyrir samveru með fjölskyldu og vinum. Leyfa sér að líta upp frá verkefnunum. Það skilar sér í betri vinnu og meiri afköst- um þegar upp er staðið. Mér finnst gamaldags að líta á það sem sérstaka dyggð að hanga endalaust yfir vinnunni þótt ég meti dugnað mikils.“ 4. „Ég hef verið heimavinnandi undanfarið en tekið ein- staka verkefni undanfarin ár sem ráðgjafi fyrir skrifstofur og heimili varðandi húsgagnaval og þess háttar.“ 5. „Ég hef mjög gaman af öllu sem viðkemur mat. Einnig útiveru almennt, að fara á skíði og í gönguferðir um landið. Við Bjarni höfum gert svolítið af því. Ég hef líka gaman af ferðalögum hvort sem er innan lands eða utan og á ferða- lögum vel ég sérstaklega vandlega alla veitingastaði. Bjarni segir að ég muni hvað ég pantaði mér á hverjum stað mörg ár aftur í tímann – og reyndar fyrir okkur bæði. Ég ólst upp í Garðabænum og átti mína barnæsku og unglingsár þar. Ég er miðjubarn foreldra minna, á tvo bræður, Jón Hauk og Björn Helga. Við systkinin erum mjög náin þótt Björn búi erlendis. Jón Haukur og hans fjölskylda búa ná- lægt okkur og eru með börn á sama aldri. Það er því mikill samgangur og krakkarnir miklir vinir.“ ÞÓRA MARGRÉT BALDVINSDÓTTIR EIGIN- KONA FJÁRMÁLA- OG EFNAHAGSRÁÐHERRA Þóra Margrét Baldvinsdóttir og Bjarni Benediktsson eiga 4 börn; Margréti 21 árs, Benedikt 15 ára, Helgu Þóru 8 ára og Guðríði Línu 20 mánaða. Og hundinn Bó. Þau búa í Garðabæ. Morgunblaðið/Golli Lítill frítími 1. Hefurðu áhuga á pólitík? Er það gefandi að vera á hlið- arlínunni og fylgjast með þjóðfélagsumræðunni frá þessu sjónarhorni? 2. Hversu mikið mæðir á þér í þessu umróti? Hvað finnst þér erfiðast og hvað finnst þér ánægjulegast? 3. Hvernig líst þér á þá fjarveru sem framundan er? 4. Hvað starfar þú? 5. Hver eru áhugamál þín, hvaðan ertu af landinu/úr borg- inni og úr hvernig umhverfi ertu? SPURNINGAR 1. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum. Í menntaskóla var ég frekar vinstrisinnaður og skipulagði meðal annars fundi þar sem yfirgangi Bandaríkjamanna í El Salvador var mótmælt. Smám saman missti ég þó trú á leið vinstrimanna og í Háskól- anum tók ég þátt í stúdentapólitíkinni fyrir hönd Vöku. Mér fannst stúdentaráðsfundirnir frekar leiðinlegir. Ákvað því að ég myndi aldrei verða beinn þátttakandi í stjórnmálum. Ég hef auð- vitað enn mikinn áhuga á stjórnmálum og finnst því afar gefandi og nánast forréttindi að fá að sitja á hliðarlínunni. Þannig fæ ég áfram að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni úr innsta hring en þarf ekki að sitja alla leiðinlegu fundina.“ 2. „Varðandi hin almennu heimililsstörf mæðir ekkert meira á mér í þessu umróti en gerist og gengur hjá venjulegri íslenskri fjölskyldu sem er með börn og tvær fyrirvinnur. Það sem greinir að er kannski fjölmiðlaþátturinn og sú staðreynd að starf stjórn- málamannsins snertir líf margra og margir hafa því skoðanir á viðfangsefnunum. Mér sem er auðvitað aðdáandi konunnar minn- ar númer eitt finnst sem hún hafi komið mörgum jákvæðum mál- um í gegn og það veitir mér gleði að sjá að hún njóti sín. Verst er að manni finnst maður vera svolítið berskjaldaður gagnvart hinni opinberu umræðu og hvorki ég né börnin höfum komið okkur upp þykkum skráp. Tilfinningasveiflurnar verða þannig kannski oft meiri. Við erum glöðust og stoltust þegar vel gengur, en tök- um það mest inn á okkur þegar umræðan verður óvægin og að okkar mati ósanngjörn.“ 3. „Við höfum yfirleitt reynt að koma málum þannig fyrir að fjar- vistir vegna ferðalaga séu sem minnstar. Einnig trúum við því að viðvera tryggi ekki endilega framleiðni, ævinlega sé nauðsynlegt að taka frá tíma til að sinna fjölskyldu og hlaða batteríin.“ 4. Ráðgjafi. 5. „Ég ólst upp í Reykjavík, í Hlíðunum, en æfði fótbolta með KR og kynntist þar mörgum skemmtilegum Vesturbæingum. Flutti svo út á Álftanes þegar ég varð 16 ára og byrjaði í MH. Við Hanna byrjuðum okkar búskap í kjallaranum á Álftanesi átta ár- um síðar, en á efri hæðinn bjuggu foreldrar mínir. Áhugamálin snúast að mestu um fjölskylduna og vinnuna, en síðan hef ég reynt að leggja íþróttahreyfingunni lið með því að stunda fótbolta með fótalúnum miðaldra karlmönnum, stýra umferð á fótbolta- mótum fyrir yngstu iðkendurna og með því að viðra skoðanir mínar á fundum hjá Víkingi.“ VILHJÁLMUR JENS ÁRNASON, EIGINMAÐUR INNANRÍKISRÁÐHERRA Vilhjálmur Jens Árnason og Hanna Birna Kristjánsdóttir eiga Theó- dóru Guðnýju 8 ára og Karenu 14 ára. Þau búa í Fossvoginum. Morgunblaðið/Golli Aðdáandi konunnar #1 1. „Ég hef lengi haft áhuga á pólitík og sem strákur hlust- aði ég bara nokkuð mikið á það sem svarthvítu alvörugefnu stjórnmálamennirnir ræddu um í sjónvarpinu. Ég var fljót- ur að finna út hverjum ég var oftast sammála en það var löngu áður en ég fór að velta því fyrir mér í hvaða flokkum þeir voru. Um leið og ég áttaði mig á því hvaðan þessar skynsemisraddir hljómuðu gerðist ég sjálfstæðismaður og hef verið það síðan.“ 2. „Það mæðir vissulega mikið á fjölskyldum þeirra sem taka þátt í stjórnmálum af einhverjum krafti eins og í raun fjölskyldum allra þeirra sem vinna mikið óðháð því við hvað þeir starfa. Ef það er eitthvað sem mér finnst erfitt við þetta þá er það kannski helst það að ná ekki að hitta vini og fjölskyldu oftar. Að skipuleggja hluti fram í tímann get- ur einnig verið ansi erfitt. Annars er þetta bara allt ánægjulegt.“ 3. „Það er nú eins gott að ég svari þessu ekki með því að segja að mér lítist nú bara vel á fjarveruna sem er fram- undan. Það vill nú þannig til að síðustu ár hafa verið ansi annasöm hjá Ragnheiði og fjarverur því miklar. „Borðar mamma með okkur í kvöld?“ er til dæmis spurning sem synir okkar spyrja nánast daglega. Ég á von á því að það verði með svipuðum hætti eftir þessar breytingar. Það er vissulega mikilvægt að fjölskyldan geti verið sem mest saman en þetta er einnig spurning um það hvernig þeim tíma er varið. Ragnheiður er ótrúlega mikil og góð mamma og gefur mikið af sér þann tíma sem hún hefur.“ 4. „Ég hef selt og markaðssett saltfisk í bráðum 25 ár, lengst af hjá SÍF en nú starfa ég hjá Seaproducts Iceland. Því má segja að hjá mér sé lífið saltfiskur. Starfið er líf- legt.“ 5. „Ég fæddist í Reykjavík og bjó í Vesturbænum fram til sjö ára aldurs en þá fluttist fjölskylda mín til Akureyrar þar sem ég ólst upp. Umhverfi mitt held ég að hafi nú verið nokkuð hefðbundið en fyrst og fremst dásamlegt eins og líf- ið allt.“ GUÐJÓN INGI GUÐJÓNSSON EIGINMAÐUR IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA Guðjón Ingi Guðjónsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir eiga tvo drengi saman; Árna Þór 10 ára og Helga Matthías 4 ára. Guðjón á tvær dætur af fyrra hjónabandi; Gígju Sigríði 23 ára og Karítas Sveinu 19 ára. Morgunblaðið/Golli „Borðar mamma með?“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.