Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 59
26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Til nokkuð skaðaðs kemur nokkra mánaða gamall. (8)
5. Þeytist og grunar miklar. (11)
9. Hertók gamm sem gat orðið að einingu. (10)
11. Óhreini hlutinn af fæti óþokkans. (11)
13. Mitt hljóð tímalega og upphaflega dregur í efa bönd. (14)
14. Nei það er færeyskt og hafnað. (6)
16. Mölvaði stóra á götu. (10)
18. Frásögn nauts af því að hætta. (6)
20. Hópur sem drollar við spilið (6)
21. Hnífur sem gefur frá sér hljóð eins og svín. (8)
23. Ógirnilegur keyrði með legur að ræsi. (11)
26. Eitt svona: . (7)
28. Hugsaðir um mann sem þú varst sammála. (10)
31. Rauðleitur fann autt svæði undir vatni. (9)
32. Sjór rak fyrrverandi út af köku. (8)
34. Ýtum SUS í ofninn út af fiskunum (11)
35. Dvaldir við karlmenn sem voru ekki háttsettir (9)
36. Hestur og fuglar mynda lítið skip. (6)
LÓÐRÉTT
1. Eru flötungar með horn til trafala fyrir sjávarspendýr. (11)
2. Spil lappa þegar þeir eru ekki í rúminu. (8)
3. Drepið fisk með grjótinu. (8)
4. Sast og las ruglaður eftir að meiðast. (7)
5. Með gervitanngarð sæti við gúmmelaði. (7)
6. Klukka svissneskrar hetju er gert úr frumefni. (6)
7. Rís eitt ker í byrjun við að hætta. (8)
8. Sagt er að reynist að endingu vera sveitabær. (12)
10. Íri tregans getur sýnt tilvitnanir (10)
12. Hvað, meltingarvökvi í tákni? (6)
15. Aukinn ef ég mynda annað heiti. (8)
17. Harpix hjá breska flughernum. (3)
18. Slit á úri í lokakeppni. (6)
19. Skólarfar finnast í stofnun (6)
20. Drekkur úr íláti við fjall á Austfjörðum. (10)
22. Hem kaðal með goðmagni. (5)
24. Muldra aftur í latmælinu. (4)
25. Hagnist af áfengi án eins út af lönguninni. (7)
27. Dýr í rimlum. (5)
29. Þrefaldur flýtir að ávexti. (6)
30. Alls ekki mörg og frekar ómeidd. (6)
31. Öskrum mikið út af fugli. (6)
33. Útselurinn fæðir. (4)
34. Magnið upp sýkið. (4)
Lothar Schmid, yfirdómarans úr„einvígi aldarinnar“ milli Fisc-hers og Spasskís í Laugardals-
höllinni sumarið 1972, sem lést þann
18. maí sl. 85 að aldri verður sennilega
helst minnst fyrir þátttöku sína í því
einvígi. Fjölmiðlar um allan heim hafa
einkum staðnæmst við þá frægu stund
skáksögunnar þegar Spasskí var á leið
út úr borðtennisherberginu þar sem
þriðja skákin átti að fara fram eftir að
Bobby hafði sagt yfirdómaranum að
halda kjafti. En Schmid hermdi upp á
sovéska heimsmeistarann loforð sem
hann gaf áður en gengið var til leiks.
Síðan bað hann Fischer um að gæta
orða sinna og Fischer sá að sér og
baðst afsökunar. Ógreinileg ljósmynd
tekin af innanhússmyndakerfi sýnir
þegar Schmid bókstaflega þrýstir
skákmeisturunum niður í sæti sín og
skipar þeim að hefja taflið. Lothar
Schmid hafði verið yfirdómari í einvígi
Fischers við Tigran Petrosjan í Bue-
nos Aires haustið 1971. Þar bar helst
til tíðinda að rafmagnið fór af skák-
höllinni í fyrstu einvígisskákinni
stuttu eftir að Petrosjan sem hafði
svart snaraði fram leynivopni sínu,
kynngimagnaðri nýjung í þekktri
stöðu Sikileyjarvarnar. Schmid
stöðvaði skákklukkuna en Fischer sat
áfram við borðið. Petrosjan, sem alla
tíð var lafhræddur við „okkar mann“,
mótmælti. En í stað þess að víkja frá
borðinu bað Fischer dómarann um að
setja klukkuna aftur í gang og sat
áfram í þungum þönkum í myrkrinu.
Eftir einvígið 7́2 fullvissaði Schmid,
sem þá þegar var frægur safnari,
Guðmund G. Þórarinsson forseta SÍ
um að hefð væri fyrir því að aðaldóm-
ari í slíkum einvígjum fengi afrifur
skorblaðanna. Í dag er mótshaldarinn
eigandi slíkra blaða og þá er átt við
frumritin. Vissulega mátti með góð-
um vilja líta á Schmid sem traustan
gæslumann þessara blaða og því var
vel fagnað þegar honum var boðið
hingað 30 árum síðar á „Málþing um
einvígi aldarinnar“ í Þjóðmenning-
arhúsinu og hann afhenti skorblöðin.
Hann kvað viðskilnaðinn við þessi
gulnuðu blöð erfiðan; og hafði vonast
eftir þakkarbréfi frá forseta Íslands,
Ólafi Ragnari Grímssyni, sem sótti
málþingið, en fékk ekki. Skorblöð
Fischers ganga kaupum og sölum en
stærsta safn þeirra er í einkaeign
Bandaríkjamannsins Hanon Russel
sem á í fórum sínum nokkur frumrit
einvígisins. Í Þjóðmenningarhúsinu
staðnæmdist Lothar Schmid drjúga
stund við sýningu á bókum og hand-
ritum sem Willard Fiske gaf Íslend-
ingum um aldamótin 1900. „Þið eruð
heppnir að eiga þessar bækur,“ sagði
hann við mig. Þó Schmid hafi um ára-
tuga skeið verið einn fremsti stór-
meistari Þjóðverja, var taflmennska
hans meira eins og áhugamál, hann
efnaðist vel á rekstri útgáfufyr-
irtækis sem fjölskylda hans starf-
rækti, Karl Mai forlag. Hann átti
stærsta einkasafn skákbóka sem um
getur og er í dag um 50 þúsund bindi.
Meðal bóka er eitt tíu eintaka af
fyrstu prentuðu skákbókinni,
Repetición de Amores y Arte de Aje-
drez eftir frægan spænskan meistara,
Lucena, sem kom út árið 1497 og átti
allar átta útgáfurnar af kennslubók í
skák eftir Pedro Damiano, Questo
libro e da imparare giocare a scachi,
fyrst útgefin í Róm árið 1512. Á mál-
þinginu 2002 nefndi Lothar Schmid
töluna 140 þegar spurningu var beint
til hans um fjölda bóka sem ritaðar
hafa um einvígi Fischers og Spasskís.
Síðan hafa nokkrar bæst við.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
SKÁK
Lothar Schmid
Verðlaun eru veitt fyrir
krossgátu vikunnar.
Senda skal þátttökuseðil
í umslagi merktu: Kross-
gáta Morgunblaðsins,
Hádegismóum 2, 110
Reykjavík. Frestur til að
skila úrlausn krossgátu
26. maí rennur út á há-
degi 31. maí. Vinnings-
hafi krossgátunnar 17.
maí er Sverrir Frið-
þjófsson, Skálagerði 6,
Reykjavík. Hann hlýtur í
verðlaun bókina Svifflug
eftir Anne-Gine Goem-
ans. Forlagið gefur bókina út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Lothar Schmid
með skopmynd
af Spasskí og
Fischer.