Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 61
hjartaáfall,“ svaraði hann spurn- ingu bresks blaðamanns í vikunni. Áður hafði Klopp sagt frá því að þegar hann fékk fréttirnar lokaði hann sig af um stund og hætti við kvöldverðarboð sem hjónunum hafði verið boðið til. „Ég gat ekki verið innan um annað fólk og mátti vart mæla,“ sagði hinn 45 ára gamli þjálfari. Svona er hins vegar lífið í þýska fótboltanum og hefur lengi verið; Bayern hefur yfirleitt getað keypt þá menn sem félagið lystir. „Við erum félag en ekki fyrirtæki,“ sagði Klopp í vetur, þegar hann bar klúbbana tvo saman. Lánuðu Dortmund stórfé Félögin hafa eldað grátt silfur en það kom ekki í veg fyrir að Bayern München lánaði þessum mikla and- stæðingi fúlgur fjár fyrir tæpum áratug. Dortmund var mjög nærri gjaldþroti í kjölfar velgengnis- skeiðs innan vallar en óstjórnar í fjármálum og var bjargað fyrir horn. Lánið frá Bayern skipti ekki sköpum, en er samt sem áður afar sérstakt og fyrst og fremst tákn- rænt fyrir Þjóðverja. Getur einhver ímyndað sér að Manchester United myndi lána Arsenal mörg hundruð milljónir króna ef félagið væri í kröggum? Eða að Chelsea myndi lána Totten- ham? Varla. Upplýst var um lánið fyrir nokkrum misserum. Bayern lánaði mótherjum sínum 2 milljónir evra, sem á núvirði eru 320 milljónir króna, m.a. til þess að Dortmund gæti greitt leikmönnum laun. Skuldirnar voru þó hundrað sinn- um meiri; 200 milljónir evra, eða 32 milljarðar. Lánið, sem var til nokkurra mánaða og án nokkurra trygginga, skipti því vissulega máli en ekki sköpum. Og í kvöld verður engum gerður greiði á Wembley. 80 .5 20 75 .5 84 73 .8 64 71 .5 55 71 .0 00 61 .0 76 60 .0 79 52 .9 16 51 .0 37 50 .5 17 50 .0 54 49 .6 23 48 .0 44 46 .9 74 46 .9 17 46 .4 44 45 .9 91 45 .7 50 45 .0 83 44 .8 97 44 .7 48 44 .3 11 43 .2 39 43 .2 29 41 .2 71 Mesti áhorfendafjöldi að meðaltali á heimavöllum félaga í evrópsku fótboltadeildunum í vetur Ma nch est er Un ite d En gla nd i Ba rce lon a S pá ni Re al M adr id Sp án i Ba yer n M ün che n Þý ska lan di Sch alk e 0 4 Þ ýsk ala nd i Ar sen al E ng lan di Ha mb urg er SV Þý ska lan di Aja x H oll an di Ne wc ast le Un ite d En gla nd i VfB Stu ttg art Þýs kal and i Bo rus sia Mö nch en gla d- bac h Þ ýsk ala nd i Ein tra cht Fra nk fur t Þý ska lan di Ma nch est er Cit y En gla nd i Ce ltic Sko tla nd i At lét ico Ma dri d S pá ni Fo rtu na Dü sse ldo rf Þý ska lan di Ra nge rs Sko tla nd i Fey en oo rd Ho llan di Int ern azi on ale Íta líu Liv erp oo l E ng lan di Ha nn ov er 96 Þýs kal and i Par is S ain t-G erm ain Fra kkl an di Ch els ea En gla nd i Nü rnb erg Þý ska lan di Bo rus sia Do rt- mu nd Þýs kal and i Félög með yfir 40.000 gesti að meðaltali á leik Tímabilið 2011-12 EnglandÞýskal. ÍtalíaSpánn HollandMexíkó Bandar.Frakkl. 12 lið 6 lið 3 lið 2 lið 2 lið 2 lið 2 lið 1 lið Félagið féll úr efstu deild í vetur. Þetta fornfræga félag lék í neðstu deild í Skotlandi í vetur. Pólski framherjinn frábæri Robert Lewandowski gerði fjögur mörk í undanúrslitaleiknum gegn Real Madrid. Hann er að öllum líkindum á leið til Bayern í sumar - andstæðinga sinna í kvöld. AFP 26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61 * „Ég hugsaði með mér: Þetta getur ekki verið. Sigurvegararnir eru hágrátandi og tapliðiðdansar af fögnuði. Ég sá ekki mörkin tvö fyrr en í sjónvarpinu klukkan fimm um morguninn.“Lennart Johansson, forseti UEFA, eftir úrslitaleikinn 1999. Man. Utd gerði tvö mörk gegn Bayern á meðan Lennart var á leið í lyftu úr heiðursstúkunni niður á völlinn til að afhenda bikarinn. Það vekur óneitanlega athygli hve knattspyrnuleikir eru vel sóttir í Þýskalandi – sem glöggt má sjá á kortinu neðst á síðunni. Þannig hef- ur verið lengi og má án efa meðal annars rekja til þess að miðaverð er mun lægra en til dæmis á Englandi. Forráðamenn þýskra félaga hafa margoft sagt að þeir gætu vissulega selt miða mun dýrar. „Við lítum ekki svo á að áhorfendur séu kýr sem sé endalaust hægt að mjólka. Knatt- spyrnan verður að vera fyrir alla. Það er stærsti munurinn á okkur og Englandi,“ segir Uli Hoeness, for- seti Bayern München. Dæmi um verð ódýrustu ársmiða:  Man. Utd á Engl.: 100.000 kr.  Juventus á Ítalíu: 55.000 kr.  Barcelona á Spáni: 32.000 kr.  Bayern München: 13.000 kr. Meðaltalsverð ársmiða hjá þýsk- um félögum er 39.000 en í Englandi 88.000 kr. Hjá Bayern er hægt að fá miða á einn leik á 2.200 kr og á 1.600 krónur hjá Dortmund. Taka verður fram að það eru miðar í stæði og það finnst Þjóðverjum ekki verra; mörgum finnst raunar miklu skemmtilegra að standa en sitja og því fylgir mikil stemning. Ódýrustu miðar hjá Real Madrid og Man. Utd. kosta tæpar 6.000 krónur. Ekki munaði verulega á tekjum Man. Utd. (60 milljarðar) og Bayern (56 milljarðar) árið 2011. En 55% tekna Bayern eru vegna samstarfs- samninga við fyrirtæki en sambæri- lega tala hjá United var 37%. Misjöfn aðsókn „ÁHORFENDUR ERU EKKI MJÓLKURKÝR“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.