Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Qupperneq 64
SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2013
Megas og Bragi Valdimar Skúlason semja
tónlist við haustuppsetningu Borgarleik-
hússins sem er leikgerð á hinu sígilda verki
Holbergs, Jeppi á Fjalli.
Bendikt Erlingsson, margfaldur Grímu-
verðlaunahafi leikstýrir og leikgerir verkið
en þýðinguna skapaði Bragi Valdimar.
„Mín fyrstu viðbrögð þegar þetta var
borið undir mig voru í raun bara að hvá,
þar sem ég hafði bara heyrt þennan titil áð-
ur en hélt að þetta væri eitthvert verk um
bifreiðar og landbúnaðarvélar,“ segir Bragi
Valdimar Skúlason.
Verkið, sem fjallar alls ekki um bifreiðar
heldur bónda að nafni Jeppi, mun skarta
Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki.
„Verkið er frá 18. öld svo það var bæði
gaman og fróðlegt að glugga í gamla text-
ann en svo er til fyrri íslensk þýðing sem
maður leit aðeins til og reyndi svo bara að
djóka þetta aðeins upp,“ bætir Bragi við.
„Við í Memfismafíunni og Megas höfum verið að vinna að
nýrri Megasar-plötu og þau lög verða nýtt í þessari sýn-
ingu. Megas er búinn að vera mjög duglegur að semja og
svo á ég nokkur lög. Eins og staðan er núna eru lögin orðin
tuttugu og þrjú talsins sem við leggjum til og svo ráða
Benedikt og félagar því hvernig þau verða nýtt í sýning-
unni.“
Er þetta í fyrsta sinn sem Bragi tekur að sér þýðingu á
leikverki en hann hefur áður samið tónlist fyrir verkið Ball-
ið á Bessastöðum.
Jeppi á Fjalli er fyrsta leikverkið sem Bragi Valdimar þýðir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MEGAS OG BRAGI VALDIMAR
Semja tónlist
fyrir leikhús
Lögin sem nýtt verða í uppsetningu Borgarleikhússins verða á
væntanlegri plötu Megasar.
Morgunblaðið/Einar Falur
Benedikt
Erlingsson
Ingvar E.
Sigurðsson
Ómar R. Valdimarsson, frétta-
maður Bloomberg-fréttaveit-
unnar, á tvær ungverskar vizslur,
hundinn Húgó og tíkina Heru.
„Húgó eignaðist ég þegar ég
var í meistaranámi í Bretlandi
2004-5 og flutti síðan greyið með
mér heim að náminu loknu. Þeg-
ar heim var komið þótti mér og
frúnni að hann væri kannski pínu
einmana og því fluttum við Heru
inn frá Ungverjalandi.“
Húgó virðist henta vel til und-
aneldis og hefur fjölgað sér
hressilega frá því hann kom til
landsins. „Húgó er svaka karl og
á sjálfsagt nærri 50 afkvæmi hér-
lendis, en aðeins átta af þeim
með Heru. Held samt að henni sé
pent sama.“ Ómar segir hundana
einstaklega skapgóða. „Það er
eiginlega lygilegt hvað þeir láta
börnin okkar bjóða sér. Þegar
dætur mínar voru nýfæddar var
Húgó reyndar alveg sérstaklega
hugulsamur og lá alltaf við vögg-
una þeirra og gætti þeirra. Hera
er minni barnagæla, en leyfir þó
stelpunum að djöflast í sér. Það
eru mikil forréttindi að eiga
svona góða hunda og þeir eru svo
sannarlega taldir með sem fjöl-
skyldumeðlimir,“ segir Ómar.
GÆLUDÝRIÐ MITT
Lá við
vögguna
Ungversku vizslurnar Húgó og Hera kunnu vel við sig undir Snæfellsjökli
sumarið 2010 í leik með eiganda sínum, Ómari R. Valdimarssyni.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Emmelie de Forest sigurvegari
Eurovision.
Hera Hilmarsdóttir leikkona.Emilie de Ravin leikkona úr Lost-
þáttunum.
Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar:
Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af
hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun,
nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi
skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn
ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi
fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum
(NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum
asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið.
Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri.
Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða
augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi
lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar
hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð
ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum
aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði
við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem
börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á
Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Fæst án lyfseðils
Verkjastillandi
bólgueyðandi
Veldur síður
lyfjaáhrifum um
allan líkamann eins
og þegar töflur eru
teknar inn