Morgunblaðið - 04.06.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013
Ný ríkisstjórn hefur fengiðvinsamlega móttökur, enda
var möru lyft af þjóðlífinu er
stjórn Jóhönnu og Steingríms
loksins fór.
Hún hafði þálafað sem
minnihlutastjórn í
tæp tvö ár. Góð-
kunningjar tilver-
unnar eru þó farn-
ir að sýna á spilin,
eins og kom í ljós
þegar „RÚV“ sagði
frá 300 manna mótmælum á
stjórnarráðsblettinum og marg-
faldaði þau með 10.
Styrmir Gunnarsson bendir á,að nú sé þess beðið með eftir-
væntingu hvað ný ríkisstjórn hafi
fram að færa:
Hún hefur tekið við í góðu ogjákvæði andrúmslofti og
fengið byr í seglin.
En það er auðvelt að missaþann meðbyr.
Það skiptir gríðarlegu máli fyr-ir framtíð þessarar nýju rík-
isstjórnar að hún sýni strax á
sumarþingi að henni sé full al-
vara með þeim fyrirheitum, sem
stjórnarflokkarnir og þá ekki sízt
Framsóknarflokkurinn hafa gefið
um úrlausn á skuldavanda heim-
ilanna.
Þótt enginn ætlist til að húnleysi þau mál í einu vetfangi
verður hún að sýna á spilin með
skýrum hætti.
Annars getur hveitibrauðs-dögum hennar lokið með
skjótum hætti.“
Styrmir
Gunnarsson
Hveitibrauðið
má ekki mygla
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.6., kl. 18.00
Reykjavík 11 súld
Bolungarvík 15 skýjað
Akureyri 16 alskýjað
Nuuk 1 snjókoma
Þórshöfn 12 skýjað
Ósló 16 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 heiðskírt
Stokkhólmur 13 skýjað
Helsinki 25 heiðskírt
Lúxemborg 16 heiðskírt
Brussel 15 léttskýjað
Dublin 17 skýjað
Glasgow 20 léttskýjað
London 16 léttskýjað
París 16 heiðskírt
Amsterdam 13 léttskýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 17 skýjað
Vín 11 skúrir
Moskva 23 heiðskírt
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 26 heiðskírt
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 20 léttskýjað
Aþena 22 léttskýjað
Winnipeg 16 léttskýjað
Montreal 15 alskýjað
New York 22 alskýjað
Chicago 15 léttskýjað
Orlando 28 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:15 23:39
ÍSAFJÖRÐUR 2:25 24:38
SIGLUFJÖRÐUR 2:05 24:24
DJÚPIVOGUR 2:33 23:19
Byggingargallar
hafa komið upp í
einni af hverri 13
byggingum sem
byggðar hafa ver-
ið og teknar í
notkun á Íslandi
árin 1998-2012.
Þar af voru flestir
gallarnir 2009 en
byggingargallar
voru í 15% af
byggðum fasteignum það ár. Flestar
tilkynningar um galla komu árið
2006.
Þetta kemur fram í lokaverkefnis-
rannsókn meistaranemans Sigurðar
Rúnars Birgissonar sem nam fram-
kvæmdastjórnun við tækni- og verk-
fræðideild HR. Sigurður skoðaði
annars vegar dómsmál sem höfðuð
hafa verið vegna byggingargalla ár-
in 1998-2012 og hins vegar skoðaði
hann gögn tryggingarfélaga. Sam-
kvæmt rannsókninni nam áætlaður
kostnaður tryggingarfélaga við gall-
ana um 4 milljörðum króna.
„Hér er ekki búið að taka tillit til
allra þeirra mála þar sem fasteigna-
eigandinn semur beint við verktak-
ann um afslátt á fasteigninni,“ segir
Sigurður og telur að vandinn geti
verið stærri. vidar@mbl.is
Galli í einni
af þrettán
Byggingargallar
eru tíðir.
Milljarðakostnaður
vegna byggingargalla
„Þetta er í raun bara tilfærsla á fjár-
munum, en ekki viðbótarfjárveit-
ing,“ segir Hjálmar Hjálmarsson,
bæjarfulltrúi í Kópavogi, um tillögu
sem hann lagði fram í bæjarráði
Kópavogs 30. maí síðastliðinn. Hún
gengur út á að hluti þeirra fjármuna
sem ætlaðir eru fyrir hreinsun á
veggjakroti fari í verkefni sem snúi
að veggskreytingum. Undanfarin ár
hefur afgangur verið af fjármunun-
um sem ætlaðir voru fyrir vegg-
hreinsun, þar sem bærinn hefur nýtt
ungmenni í sumarstörfum til þess að
mála veggina í stað aðkeyptrar þjón-
ustu.
Reykjavíkurborg hefur gert til-
raunir með álíka verkefni en verið er
að vinna að einu slíku verkefni núna
upp úr hugmynd sem barst borginni
frá samráðsvettvangnum Betri
Reykjavík. Guðmundur Vignir Ósk-
arsson, verkefnastjóri hjá Reykja-
víkurborg, segir umdeilt hvort verk-
efnið skili sér í minna veggjakroti
„Borgin hefur verið að koma til móts
við þá sem hafa áhuga á vegglist líkt
og gert var í Hjartagarðinum á sín-
um tíma,“ en garðurinn er á milli
Hverfisgötu og Laugavegar í
Reykjavík. „Ávallt þarf þó að gera
greinarmun á svokölluðu taggi, eða
kroti, og hins vegar vegglist,“ segir
Guðmundur. bmo@mbl.is
Vill styðja unga vegglistamenn
Ungir vegglistamenn fái vettvang
Svipaðar hugmyndir í Reykjavík
Morgunblaðið/Golli
List? Hreinsun á veggjakroti.