Morgunblaðið - 04.06.2013, Side 9

Morgunblaðið - 04.06.2013, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 F A S TU S _E _1 4. 05 .1 3 Ráðstefnu- og fundarstóll Tryggðu þér og gestum þínum öruggt sæti, með vönduðum og þægilegum stólum á góðu verði. Act Heildverslun | Dalvegi 16b - 201 Kópavogur | 577 2150 | avon@avon.is Bylting frá Remington: Fyrstir hártækjaframleiðenda með Lithium rafhlöður í hártækjum – hleðsla allt að 4 x lengri. AQ7 – Remington Rotary VATNSHELD herrarakvél – 100% vatnsheld, má nota með froðu og geli BHT6250 – Wet-Tech Body Hair Trimmer – 100% vatnsheld S6280 Stylist Perfect Waves – Keramik húðaðar bylgju plötur. -Hitnar á 30 sek PG6060 – Lithium-Powered Grooming Kit – Lithium rafhlaða, ending allt að 110 mín MB4040 – Lithium – Powered skeggsnirtir – Lithium rafhlaða, notkun allt að 160 mín. HC5780 Lithium- Powered hárklippur - – Lithium rafhlaða, notkun allt að 150 mín. Nýtt frá Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Stretch Kvartbuxur Str. 42-52 kr. 10.900.- Laugavegi 63 • S: 551 4422 GARDEUR GALLABUXUR margir litir, mörg snið laxdal.is Vertu vinur á 20% afsláttur GERRY WEBER Hvítar gallabuxur og svartar klassískar Rúta með nemendur tíunda bekkjar Garðaskóla innanborðs festist í Krossá um miðjan dag í gær. Krakk- arnir voru á leið í Þórsmörk í út- skriftarferð. Engum varð meint af en nokkur hræðsla greip um sig meðal nemenda en um hálftími leið þangað til traktor dró rútuna á þurrt. Ingibjörg Anna Arnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Garðaskóla, hafði ekki fengið nákvæmar upplýs- ingar um atvikið þegar Morgunblað- ið náði tali af henni. Hún sagði þó að skólastjórnendur hefðu fengið þær upplýsingar að nemendur hefðu ekki verið í hættu. „Það sem ég get sagt er að allir eru í mjög góðu standi, öll- um líður vel og fólk er í góðu yfirlæti að skemmta sér,“ sagði Ingibjörg. Aðspurð segir hún að skólinn líti málið alvarlegum augum eins og allt sem viðkomi nemendum. Rútan sem um ræðir var á vegum Reykjavík Excursions. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, segir að atvikið verði skoðað með öryggissjónarmið í huga. Hann segir að rútur hafi farið yfir ána án vandkvæða skömmu fyrir atvikið. Kristján tekur fram að bíl- stjórinn sem um ræðir sé „þaul- reyndur,“ hafi margoft farið yfir ána og hefði aldrei teflt í tvísýnu, sér- staklega ekki með börn í bílnum. Að- spurður segir Kristján að öryggisráð fyrirtækisins fari yfir öll atvik af þessu tagi. Þau séu metin og farið yf- ir hvort eitthvað hefði betur mátt fara. heimirs@mbl.is Krakkar í miðri Krossá  Rúta útskriftarnemenda úr Garðaskóla festist í ánni Útskriftarferð Rútan fór á nokkurt dýpi í Krossánni eins sjá má á myndinni. Eitt af glæsilegustu einbýlishúsum landsins er til sölu og að því er heimildir Morgunblaðsins herma er það falt fyrir 350 milljónir króna. Húsið sem er tæpir 600 fermetrar stendur við Hrólfsskálavör á Sel- tjarnarnesi. Sverrir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri fasteignasölunnar Eignamiðlunar, sem hefur eignina til sölu, vildi ekki staðfesta hið ásetta verð, en segir að þetta sé sennilega dýrasta einbýlishús sem Eignamiðlun hefur fengið til sölu. „En við höfum verið með kaup- endur að vel staðsettum sjávar- lóðum eins og húsið stendur á fyrir meira en hundrað milljónir króna,“ segir hann. Sverrir er nokkuð bjartsýnn á að markaður sé fyrir eignina. „Við þurfum ekki nema einn kaupanda, hvort sem hann væri hér á Íslandi eða erlendis. Þetta er svipað verð og sett er á dýrustu þakíbúðir hér á landi,“ segir Sverrir. Til sölu Húsið sem stendur við Hrólfs- skálavör á Seltjarnarnesi er glæsilegt. Eitt dýrasta einbýlis- hús landsins til sölu Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Rangar prósentutölur Rangt var farið með hversu mikið al- menningssímum hefur fækkað á Ís- landi undanfarin þrjú ár í frétt sem birtist í blaðinu í gær. Þar stóð að þeim hefði fækkað um 120%. Hið rétta er hins vegar að fjöldi almenn- ingssíma í landinu er ekki neikvæð- ur en þeim hefur engu að síður fækkað um 55%. Þá fækkaði símalín- um á fastaneti um 13% en ekki 15% eins og misritaðist í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT  Veðurspáin gerir ráð fyrir svip- uðu veðri í dag og í gær. Vegfar- endum með aftanívagna er bent á að spáð er SA 8-15 m/s sunnan- og vestanlands og búast má við ennþá hvassari vindhviðum við fjöll, eink- um á norðanverðu Snæfellsnesi Veðrið lék landsmenn ansi mis- jafnlega í gær. Á höfuðborgar- svæðinu, Suður- og Vesturlandi var lítið sumarveður, rigning og töluverður vindur. Íbúar á Norð- austur- og að hluta til á Austur- landi fengu öllu betra veður, þar var mjög hlýtt þó sólin hafi átt í erfiðleikum með að brjótast í gegnum skýin. Hæstur var hitinn á Raufarhöfn, 22 gráður. Benda á hvassar vindhviður við fjöll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.