Morgunblaðið - 04.06.2013, Page 11
Í bók Reynis er mikinn fróðleik
að finna um hin ýmsu mis-
þekktu svæði á Snæfellsnesi.
Margir þekkja t.d. til Axlar-
Björns, löngum eins mesta rað-
morðingja Íslandssögunnar.
Kannast margir við að renna
fram hjá býlinu Öxl á leið sinni
að Búðum. Færri vita hins vegar
að þangað var bæjarstæðið
flutt eftir daga morðingjans.
Upphaflegt bústæði hans,
Forna-Öxl, liggur skammt frá, á
svonefndum Axlar-Hólum, þar
sem áður lá gömul aðalleið. Var
auðvelt að sitja þar fyrir fólki.
Falleg tjörn, Ígultjörn, liggur þar
skammt frá en sagt er að morð-
inginn hafi notað hana til að
losna við lík fórnarlamba sinna.
Á sömu slóðum segir í Land-
námu að landnámsmaðurinn
Ásmundur Atlason hafi búið og
síðar verið heygður. Var hann
grafinn að víkingasið og þræll
með honum. Virðist kappanum
ekki hafa líkað að hafa annan
mann með sér í gröfina og and-
mælti að handan. Var þrællinn á
endanum grafinn upp og færður
til. Virðist Ásmundur haft haft
hægt um sig síðan.
Slóðir land-
námskappa
og morðingja
GAMLAR SÖGUR OG NÝJAR
Fróðleikur Höfundur leiðir mann á
gamlar og nýjar slóðir í bók sinni.
Stuðlaberg Það er huggulegt að tylla sér niður við hið
fagra Gerðuberg, eftir góða göngu að bergveggnum.
Annars vegar hringveginum um
Snæfellsnes og hins vegar vegunum
sem liggja yfir fjallgarðinn,“ segir
Reynir.
Nákvæm kort fylgja hverri og
einni leiðarlýsingu auk ýmiskonar
fróðleiks um það sem fyrir augu
ber, hvort sem um er að ræða ör-
nefni og kennileiti, sögur af land-
námsmönnum og morðingjum, nátt-
úrufyrirbrigði, fornminjar og annað
markvert. „Það er kannski svona
kjarninn í þessu að ég reyni að
benda nýja staði, út frá einhverjum
þekktum stað, þannig að fólk fái
enn meira út úr því að fara um
Nesið,“ segir höfundurinn.
Sýnishorn af öllu Íslandi
Snæfellsnesið er vel þekkt
fyrir mikinn fjölbreytileika í lands-
lagi auk þess sem kynngimagnaðir
kraftar undir Jökli eru mörgum
kunnir.
„Menn segja náttúrulega að ef
þú hefur ekki tíma til að skoða allt
Ísland þá er í raun nóg fyrir þig að
fara á Snæfellsnesið. Þar ertu í
rauninni með allan pakkann,“ segir
Reynir kankvís. Bætir hann við að
sérkenni nessins felist í raun ekki
síst í þessum einstaka fjölbreyti-
leika nema hvað hann auðveldi
reyndar ekki valið á gönguleiðum,
enda fjölmargt að sjá. Strandlengj-
an ein og sér sé þar til dæmis alveg
einstök.
„Bæði er strandlengjan um
nesið ótrúlega fjölbreytt og sér-
stök,“ segir hann. Hún, ein og sér,
er því afar forvitnileg til göngu,
ekki síst fyrir krakka. „Síðan þegar
komið er út fyrir jökul taka hraunin
við, þ.e.a.s. renna saman við hafið,
með öllum sínum fjölbreytileika
sem þar er að finna s.s. björg, víkur
og fleira. Á norðanverðu nesinu er
mikið um vaðla og víkur og lón við
ströndina. Að ógleymdum sjálfum
fjallgarðinum sem trónir meðfram
öllu og blasir við frá höfuðborgar-
svæðinu, og endar í sjálfum Snæ-
fellsjökli. Það má segja að þarna
finnist líka allar tegundir af fjöll-
um,“ segir Reynir og fær mann
þegar á flug. „Byggðin allan hring-
inn er síðan líka mjög fjölbreytileg
og ekki má gleyma öllum fornminj-
unum. Það er þetta nábýli hafs og
strandar, byggðar og fjalla sem er
svo einstakt þarna – þetta er allt
svo nálægt hvert öðru,“ bætir hann
við.
Ekki alveg hættur enn
Í bókunum er fjöldann allan af
örnefnum og kennileitum að finna
sem ekki hafa verið aðgengileg áð-
ur svo vel sé. Lagðist Reynir m.a.
yfir örnefnaskrár til að bæta úr.
Einnig prýðir fjöldi fallegra mynda
bókina en Reynir tók þær allar
sjálfur.
Með útgáfu bókarinnar nú má
segja að Reynir hafi færst nær því
að klára að leiða fólk um stóran
hluta suðvesturhornsins. Segir
hann það nú hálfgerða tilviljun en
verkefnið hafi smám saman þróast
þannig með tímanum. „Það er auð-
vitað draumurinn að klára þetta
svæði. Í sumar ætla ég að ganga
um Borgarfjörð og Dali og þá fylgir
væntanlega gönguleiðabók um það
svæði í kjölfarið. Þá er í rauninni
bara Þingvallasvæðið eftir og ná-
grenni þess. Það væri náttúrulega
toppurinn að enda þar,“ segir höf-
undurinn hógvær.
Svo enn er von á góðu.
Verslun Á Búðhólmi versluðu Tang & Riis lengi vel.
Skemmtilegt er að virða fyrir sér rústir á staðnum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013
Það styttist óðum í stærstu hjól-
reiðahátíð ársins, hina árlegu Bláa-
lónsþraut á fjallahjóli. Hátíðin fer
fram næstkomandi laugardag og er
þetta í 18. skipti sem hún er haldin.
Bláalónsþrautin er fyrst og fremst
hjólreiðamót fyrir almenning og til-
valin fyrir fólk sem vill reyna aðeins
á sig og njóta góðrar útiveru og fag-
urs landslags á Reykjanesi í leiðinni
og njóta Bláa lónsins að keppni lok-
inni. Bláalónsþrautin er 60 km löng.
Meðal keppenda í ár er hinn þekkti
norski hjólreiðamaður Martin Haugo
en hann kemur úr hinu öfluga fjalla-
hjólaliði Merida. „Þetta verður
spennandi og krefjandi keppni og
tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Ég
hlakka mikið til að koma til Íslands
og taka þátt í hátíðinni,“ segir
Haugo. Þess má geta að Haugo
verður í verslun Ellingsen í Reykja-
vík, sem er umboðsaðili Merida-
hjólanna á Íslandi, föstudaginn 7.
júní milli klukkan 14 og 18 og mun
veita fólki ráðgjöf varðandi hjól og
hjólreiðar.
Tekur þátt í Bláalónsþrautinni
Hjólreiðakappi Martin Haugo kemur
frá Noregi til að keppa.
Haugo keppir
í hjólreiðum
á Íslandi
TAKTU3
BORGAÐU AÐEINS FYRIR 2
ALLAR
SUMARVÖRUR
Við gefum þér ódýrustu vöruna
AKUREYRI 4627800. KRINGLAN 5680800. SMÁRALIND 5659730.