Morgunblaðið - 04.06.2013, Síða 15

Morgunblaðið - 04.06.2013, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tíðarfar í maí var nærri meðallagi á landinu að slepptum fyrstu dög- unum sem voru óvenjukaldir. Snjó leysti venju fremur seint um landið norðaustanvert. Hlýjast var að til- tölu á Austfjörðum. Úrkoma var yf- ir meðallagi á landinu í maí. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Meðalhiti í Reykjavík var 5,8 stig og er það 0,5 stigum undir meðal- lagi áranna 1961 til 1990 en 1,2 stigum undir meðallagi maímánaða síðustu 10 ára. Þetta er kaldasti maí í Reykjavík síðan 2005 en meðalhiti þá var nær sá sami og nú. Maímánuður 1995 var nokkru kaldari. Maí er annar mánuðurinn í röð þar sem hitinn er undir meðallagi í Reykjavík eftir hlýja mánuði þar á undan. Hiti yfir meðallagi nyrðra Meðalhiti á Akureyri var 5,7 stig og er það 0,3 stigum yfir meðallag- inu 1961 til 1990 en í meðallagi síðustu tíu ára. Maí 2011 var kaldari á Akureyri heldur en nú. Hæstur var meðalhiti mánaðar- ins á Skarðsfjöruvita, 6,8 stig og 6,7 í Önundarhorni undir Eyjafjöll- um. Lægstur var meðalhitinn á Þverfjalli, -1,9 stig og -1,8 á Gagn- heiði. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Svartárkoti, 1,5 stig. Hæsti hiti mánaðarins mældist á Sauðárkróksflugvelli þann 18. maí eða 18,1 stig. Sama dag mældist mestur hiti á mönnuðum stöðvum, 16,2 stig, bæði á Bergstöðum í Skagafirði og á Akureyri. Lægstur mældist hitinn -21,7 stig á Brúar- jökli þann 2. maí. Svo mikið frost hefur aldrei áður mælst í maí á Ís- landi svo vitað sé, segir Trausti. Í byggð mældist hitinn lægstur á sjálfvirku stöðinni á Grímsstöðum, -17,6 stig. Er það lægsti hiti sem mælst hefur í byggð á Íslandi í maí, þann 1. maí 1977 mældust -17,5 stig í Möðrudal. Hitinn á mönnuðu stöðinni á Grímsstöðum fór sömu nótt niður í -14,5 stig. Fimm nætur mánaðarins voru al- veg frostlausar í byggð. Ekkert landsdægurhámarksmet var sett í mánuðinum. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 204,3 og er það 12 stund- um umfram meðallag. Snjólétt var á landinu sunnan- og vestanverðu en töluverðar snjó- fyrningar voru norðaustanlands. Ekki varð alhvítt í Reykjavík eða á Akureyri í mánuðinum. Á Akureyri voru 7 dagar með flekkóttri jörð og snjólag mánaðar- ins því 11 prósent. Það er svipað og var í fyrra. Kaldasti maí í Reykjavík síðan 2005 Morgunblaðið/Styrmir Kári Votviðri Ferðamenn hafa verið í regngöllum undanfarna daga. Úrkoma í Reykjavík mældist 44,9 millimetrar og er það í meðallagi maímánaðar. Á Akureyri mældist úrkom- an 49,0 mm en það meira en tvöföld meðalúrkoma í maí. Þetta er með mesta móti í maí, en þó var úrkoma meiri í maí 2011. Í Stykkishólmi mældist úr- koman 44,8 mm og er það þriðjungi umfram meðallag. Á Höfn í Hornafirði mældist úr- koman 123,4 mm, það mesta í maí á þeim slóðum síðan 1989. Úrkomudagar á þessum stöðvum voru nærri meðallagi nema á Akureyri þar sem úr- koma mældist 1 millimetri eða meiri í 10 daga, en meðaltalið er fimm. Mikið rigndi á Akureyri MAÍVEÐRIÐ Ítalskar herþotur hefja loftrýmis- gæslu á vegum Atlantshafs- bandalagsins (NATO) við Ísland á mánudaginn. Alls koma um 150 liðsmenn ítalska flughersins hing- að til lands á sex F-2000 orr- ustuþotum, B767 eldsneytisvél og C130 birgðaflutningavél. Gert er ráð fyrir að gæslunni ljúki í byrj- un júlí en gera má ráð fyrir að- flugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og hugsanlega Egils- stöðum dagana 12. til 14. júní. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar, sem sér um gæsluna fyrir hönd íslenskra yfir- valda, búa ítölsku hermennirnir á öryggissvæði Gæslunnar á Keflavíkurflugvelli meðan á dvöl þeirra stendur. Eftir að herlið Bandaríkja- manna yfirgaf Ísland árið 2006 samþykkti fastaráð NATO að komið yrði á reglulegri loftrýmis- gæslu umhverfis Ísland. Undan- farin ár hafa þrjár þjóðir sent her- þotur hingað til lands á hverju ári. Í mars var kanadískt herlið hér á landi í þeim tilgangi og í haust er von á bandarískum herþotum og liði í sömu erindagjörðum. Danir, Norðmenn, Þjóðverjar og Portú- galar hafa áður komið hingað til lands til að sinna gæslunni. Þotur F-2000 orrustuþotur. Ítalir gæta loftrýmisins Til að minnast aftakaveðursins á Norður- og Norðausturlandi í sept- ember síðastliðnum, þegar þúsundir fjár urðu úti, efnir söfnunin „Gengið til fjár“ til ritgerðasamkeppni um forystufé og hæfileika þess í sam- vinnu við Bændablaðið og Lands- samtök sauðfjárbænda. Vegleg verðlaun eru í boði og nánari upplýs- ingar eru m.a. á vef Landssamtaka sauðfjárbænda, saudfe.is. Skrifað um forystufé

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.