Morgunblaðið - 04.06.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013
Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is
Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á
Glussa-, vökva- og loftkerfi
Flug Eykst hagnaður um 67% á árinu?
● Hagnaður flugfélaga á heimsvísu
verður um 12,7 milljarðar Bandaríkja-
dala, um 1.600 milljarðar íslenskra
króna, á þessu ári ef spá Alþjóðaflug-
umferðarsamtakanna (IATA) gengur
eftir. Þetta er um 67% hækkun milli
ára, en í fyrra skilaði fluggeirinn 7,6
milljarða hagnaði. Ef spáin gengur eftir
verður þetta þriðja stærsta ár flug-
bransans á þessari öld, en reksturinn er
þó enn frekar brothættur þar sem
framlegðin er aðeins 1,8%.
Fluginu spáð 1.600
milljarða hagnaði
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Með því að samþykkja lengingu og
endurskoðun á skilmálum erlendra
skuldabréfa Landsbankans eru meiri
líkur á að slitastjórn Landsbankans
(LBI) takist að fá fyrr en ella und-
anþágu frá Seðlabanka Íslands til að
halda áfram útgreiðslum til kröfu-
hafa. Takist ekki að semja um að
lengja í erlendum skuldum Lands-
bankans má hins vegar telja sennilegt
að kröfuhafar bankans sitji fastir með
reiðufé sitt innan fjármagnshafta á
Íslandi um „ófyrirsjáanlega“ framtíð.
Þetta kemur fram í bréfi sem
Landsbankinn sendi til slitastjórnar
LBI í byrjun síðustu viku og Morg-
unblaðið hefur undir höndum. Í bréf-
inu, sem er undirritað af Steinþóri
Pálssyni, bankastjóra Landsbankans,
er meðal annars farið þess á leit við
LBI að greiðslutími á 290 milljarða
erlendum skuldbindingum Lands-
bankans verði lengdur um tólf ár –
lokagjalddagi verði á árinu 2030 í stað
2018 – og að núverandi vextir skulda-
bréfanna haldist óbreyttir næstu
fimm árin. Samkvæmt þeim skilmál-
um sem nú eru í gildi er gert ráð fyrir
því að álagið ofan á Libor-vexti hækki
í október á þessu ári úr 1,75% í 2,9%.
Vill óbreytta vexti í fimm ár
Landsbankinn leggur til að form-
legar viðræður hefjist í þessum mán-
uði um þær tillögur sem bankinn set-
ur fram varðandi endurskoðun á
samkomulagi um endurreisn og fjár-
mögnun Landsbankans sem gert var
í árslok 2009. Slitastjórn LBI hefur
erindi bankans nú til skoðunar en
vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar
um málið þegar eftir því var leitað.
Á meðal annarra breytinga sem
Landsbankinn óskar eftir að verði
gerðar á skilmálum skuldabréfanna
er að skoðað verði í sameiningu
möguleika á að auka seljanleika bréf-
anna og að kröfur um lágmarksveð-
setningu að baki skuldabréfunum
verði lækkaðar úr 124,7% í 105%.
Landsbankinn setur ennfremur
fram þá beiðni að hann hafi svigrúm
að greiða út arð til hluthafa bankans
án þess að bankinn verði samtímis að
fyrirframgreiða sömu fjárhæð í gjald-
eyri inn á skuldabréfin. Líkt og áður
hefur verið sagt frá á viðskiptasíðum
Morgunblaðsins er slitastjórn LBI
þeirrar skoðunar að Landsbankinn
verði að fyrirframgreiða tíu milljarða
í gjaldeyri áður en hægt verður að
greiða sömu fjárhæð í arð til íslenska
ríkisins 1. október næstkomandi.
Í bréfinu lýsir Landsbankinn sig
einnig reiðubúinn að fyrirframgreiða
„verulega fjárhæð“ inn á höfuðstól
skuldabréfanna náist samkomulag
um þær tillögur sem bankinn leggur
til. Frá því var einmitt greint í við-
skiptablaði Morgunblaðsins í síðustu
viku að Landsbankinn hefði komið
þeim skilaboðum áleiðis til slita-
stjórnar LBI að hann hefði áhuga á
að greiða tugi milljarða inn á erlend
skuldabréf bankans. Miðað við síð-
asta birta uppgjör námu lausafjár-
eignir Landsbankans í erlendri mynt
um 120 milljörðum króna.
Fram kemur í bréfi Landsbankans
til LBI að báðir aðilar hafi „sameig-
inlega hagsmuni“ af því að leita leiða
svo hægt verði að ráðast í afnám fjár-
magnshafta á Íslandi. Á það er bent í
bréfinu að við mat á því hvaða for-
sendur þurfi að vera fyrir hendi svo
hægt sé að afnema höftin þá virðist
Seðlabanki Íslands leggja upp með
„verstu mögulegu sviðsmynd, þar
sem höfuðáhersla sé á að tryggja
áframhaldandi fjármálastöðugleika á
öllum tímum“.
Af þeim sökum segir Landsbank-
inn að Seðlabankinn hafi verið
„óvenjulega hreinskilinn og berorð-
ur“ á opinberum vettvangi um nauð-
syn þess að lengja „verulega“ í
endurgreiðsluferli erlendra skulda
Landsbankans áður en hægt er að
stíga skref í átt að afnámi hafta.
133 milljarða undanþágubeiðni
Landsbankinn bendir á að vegna
fjármagnshafta sé Seðlabankinn í
þeirri stöðu að geta tryggt gjaldeyris-
flæði innan íslenska fjármálakerfis-
ins. Því sé Landsbankinn „vel í stakk
búinn“ til að geta staðið undir skuld-
bindingum sínum þar sem nægjan-
legur erlendur gjaldeyrir verður til
reiðu fyrir innlenda fjárfesta. Hins
vegar, útskýrir bankinn í bréfinu,
muni áfram vera hömlur á því að LBI
geti greitt út gjaldeyri til kröfuhafa.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur slitastjórn LBI nú þeg-
ar óskað eftir undanþágu frá Seðla-
bankanum til að greiða 133 milljarða í
erlendum gjaldeyri til forgangskröfu-
hafa. Slík heimild hefur ekki fengist
og að sögn kunnugra er ólíklegt að sú
afstaða taki breytingum á næstunni.
Lenging forsenda undanþágu
Morgunblaðið/Kristinn
Afborganir Að óbreyttu þarf bankinn að greiða 290 milljarða 2014-2018.
Landsbankinn vill hefja formlegar viðræður í júní um 290 milljarða erlendar skuldir Í bréfi til LBI
segir bankastjóri Landsbankans að kröfuhafar gætu setið fastir með fé sitt um „ófyrirsjáanlega“ framtíð
290 milljarða skuldir
» Í bréfi sem Steinþór Páls-
son, bankastjóri Landsbank-
ans, sendi til slitastjórnar LBI
er þess óskað að hafnar verði
formlegar viðræður um endur-
skoðun á 290 milljarða erlend-
um skuldabréfum bankans.
» Lokagjalddagi 2030 í stað
2018. Vextir verði óbreyttir
næstu fimm árin. Krafa um
veðsetningu að baki skulda-
bréfunum lækkuð. Landsbank-
inn fái svigrúm til arðgreiðslna
til hluthafa. Kannaðir mögu-
leikar sem auka seljanleika
skuldabréfanna.
● Íbúðarhúsnæði hér á landi virðist
hvorki vera yfir- né undirverðlagt að mati
OECD. Sér stofnunin því ekki merki um
verðbólu á markaðinum. Er Ísland eitt
fárra OECD-landa þar sem verð er ná-
lægt jafnvægi að mati stofnunarinnar,
en talsverð bóla er í íbúðamarkaðnum í
Belgíu, Noregi, Kanada, Nýja-Sjálandi og
Frakklandi að mati stofnunarinnar. Kem-
ur þetta fram í nýju riti stofnunarinnar
um efnahagsmál í löndum OECD, sam-
kvæmt Morgunkornum Greiningar Ís-
landsbanka í gær.
Ekki verðbóla á Íslandi
● Skráning nýrra bifreiða í Frakk-
landi dróst verulega saman í maí
samkvæmt tölum sem birtar voru í
gær. Verst var staðan hjá frönsku bif-
reiðaframleiðendunum Renault og
Citroën.
Fram kemur í frétt AFP að sam-
drátturinn virðist koma verr við inn-
lenda bifreiðaframleiðendur en er-
lenda. Samtals voru 148,554 nýjar
bifreiðir skráðar í Frakklandi í síðasta
mánuði, sem er 10,3% minna en á
sama tíma fyrir ári. Samdrátturinn
hjá Renault var 16,5% og hjá Citroën
14,5%. Samdrátturinn hjá frönskum
bifreiðaframleiðendum í heild 12,1%
en hjá erlendum 8,4%.
Færri nýskráningar
STUTTAR FRÉTTIR
!"# $% " &'( )* '$*
+,,-+.
+/0-.
++1-/2
,+-.31
,3-2+
+/-4..
+,1-42
+-,+40
+/.-++
+4/-/0
+,,-5,
+/0-14
++/-,5
,+-.02
,3-21,
+/-4/1
+,1-24
+-,+2,
+/.-00
+42-.
,+0-+,.0
+,,-1+
+/1-,
++/-42
,+-5.+
,+-3.5
+/-05+
+,/-.+
+-,,,/
+/5-,+
+42-15
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Vakin er athygli á því í bréfi Lands-
bankans til LBI að stórt skref verði
tekið ef bankinn fær lánshæfis-
einkunn hjá einu af stóru al-
þjóðlegu matsfyrirtækjunum.
Bankinn vinnur nú að því að afla
sér slíkrar lánshæfiseinkunnar og
segir í bréfinu að þýski stórbank-
inn Deutsche Bank veiti Lands-
bankanum ráðgjöf í þeim efnum.
Svo niðurstaðan af þeirri vinnu
verði Landsbankanum hagfelld þá
telur hann mikilvægt að viðhalda
sterkri fjárhagsstöðu sinni, stærð-
arhagkvæmni og samkeppnis-
stöðu í fyrirtækjaútlánum. Til
meðallangs tíma, segir í bréfi
Landsbankans, þá er endur-
fjármögnunaráhætta og kvaðir
sem koma í veg fyrir veðsetningu á
eignum bankans á meðal atriða
sem þarf að laga áður en hægt
verður að fá lánshæfiseinkunn.
Fram kemur í bréfinu að ef það
tekst að lengja „verulega“ í er-
lendum skuldabréfum bankans þá
muni það auka líkur á því að
Landsbankinn geti fengið aðgengi
að erlendum lánamörkuðum á
„hagstæðum kjörum“. Landsbank-
inn hefur sagt að það komi til álita
í framtíðinni að endurfjármagna,
að minnsta kosti að hluta, skuldir
bankans við LBI með skuldabréfa-
útgáfu á alþjóðlegum lána-
mörkuðum.
Deutsche Bank veitir ráðgjöf
LANDSBANKINN VINNUR AÐ ÞVÍ AFLA SÉR LÁNSHÆFISMATS