Morgunblaðið - 04.06.2013, Side 30

Morgunblaðið - 04.06.2013, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Mikið vildi ég óska að ég væri ekki að skrifa minningar- grein um þig, elsku vinur. Ég veit ekki hvort ég er almenni- lega búinn að fatta það að þú ert farinn. Þú varst svo ótrúlega hug- myndaríkur, frjór, skapandi og fyndinn. Það leið ekki sá dagur að þú værir ekki að vinna í ein- hverju handriti eða að koma með hugmyndir að þáttum eða kvikmyndum, og þetta voru góðar hugmyndir. Betri vin var ekki hægt að hugsa sér. Þú vildir allt fyrir Sigurður Ingi Foldar Sigurðsson ✝ Sigurður IngiFoldar Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 24. des- ember 1981. Hann andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 26. apríl 2013. Útför Sigurðar Inga fór fram frá Háteigskirkju 8. maí 2013. aðra gera en áttir kannski til að gleyma sjálfum þér. Ef einhver átti afmæli þá var næsta víst að þú varst að plana eitt- hvað frábært fyrir afmælisbarnið. Hvort sem það var óvænt afmælis- veisla eða dagur fullur af þrautum sem afmælisbarnið þurfti að leysa. Og mér finnst það lýsa því ansi vel hvernig manneskja þú varst. Vildir alltaf að öðrum liði vel. Eitt besta kvöld ævi minnar var einmitt þér að þakka. Þú hafðir skipulagt óvænta afmæl- isveislu fyrir mig og þar að auki tekið upp „heimildarmynd“ um mig. Ég hef aldrei hlegið jafn mikið á ævi minni. Takk fyrir að hafa verið vinur minn. Ég mun aldrei gleyma tím- anum sem við áttum saman. Þórhallur Þórhallsson. Okkur skips- félaga Gabba langar með örfáum orðum að minnast hans. Hann var í áhöfn frá því að skipið var keypt með smáhléi á meðan hann stundaði nám. Það sem einkenndi Gabba helst var kraftur og áræði og síð- ast en ekki síst sérstakur húmor. Ekki er hægt að láta hjá líða að taka eitt gott dæmi um húmorinn hans. Í byrjun meðan við vorum að þróa okkur áfram við að draga tvær vörpur saman gekk á ýmsu í þeim málum. Eitt sinn þegar við hífðum var gat á pokanum á öðru trollinu og ekkert í því en mjög góður afli í hinu. Þá datt út úr hon- um: „Til hvers að draga tvö?“ Skarphéðinn Eymundsson ✝ SkarphéðinnEymundsson fæddist 6. mars 1979. Hann lést 16. maí 2013. Útför Skarphéð- ins fór fram frá Húsavíkurkirkju 25. maí 2013. Gabbi var dugleg- ur og góður verk- maður. Hann var fljótur að tileinka sér vinnuaðferðir og þá tækni sem þurfti til að skila verkum sín- um. Greinilegt var að hann hafði mikinn metnað gagnvart starfi sínu og var umhugað um að standa sig vel. Eins var Gabbi liðtækur í hverskyns umræðum, hvort sem um var að ræða dægurmál eða málefni sem þurfti kunnáttu til að spjalla um. Hann var fróður um marga hluti og alltaf gaman að hlusta á hann. Hann var orðheppinn og hnyttinn og skemmtilegur sögumaður. Skarð það sem hefur myndast í okkar hópi verður erfitt að fylla. Það er ósk okkar að Yfirmeistar- inn sjálfur haldi verndarhendi yfir fjölskyldu hans um ókomna tíð. F. h. áhafnanna á Guðmundi í Nesi, Guðmundur Bárðarson. Við fráfall Gunn- ars Petersen leitar löngu liðin minning á hugann. Árla að morgni páska- dags hringdu kirkjuklukkur við Safnaðarheimili Árbæjarsóknar til hátíðarguðsþjónustu á sig- urhátíð lífsins. Þá hringdi síminn í anddyri safnaðarheimilisins og syfjuleg rödd spurði hvers vegna menn mættu ekki sofa í friði fyrir hávaða frá klukkunum. Svo heppilega vildi til, að Gunnar Pet- ersen, sem þá um stundir var for- Gunnar Petersen ✝ Gunnar Pet-ersen fæddist í Reykjavík 20. apríl 1930. Hann lést 17. maí 2013. Útför Gunnars Petersens var gerð frá Dómkirkjunni 29. maí 2013. maður sóknar- nefndar Árbæjarsóknar, varð fyrir svörum og svar hans var af- dráttarlaust. „Blessaður drífðu þig á fætur og komdu í kirkjuna, og taktu þátt í lof- gjörðinni yfir sigri lífsins.“ Mér finnst að með svari Gunnars sé honum lif- andi lýst. Hann var aldrei hálf- volgur í áhuganum, heldur brennandi í andanum og ævin- lega hress, hispurslaus og hrein- skiptinn. Menn áttu ekki að sofa af sér tíðindin góðu, heldur gleðj- ast og fagna. Að hans dómi máttu málefni himnanna síst gleymast. Af því viðhorfi leiddi, að hann lagði ævinlega góðum málum lið. Og það munaði um Gunnar, þar sem hann snerist á sveif. Kirkjan í Árbæ átti í honum öflugan bandamann. Það var lán fyrir söfnuðinn að fá Gunnar til liðs við sig, þegar söfnuðurinn var hús- næðislaus, og framundan það stóra verkefni að reisa safnaðar- heimili og kirkju. Og Gunnar var að eðlisgerð vel til forystu fallinn. Hann var gæddur miklum per- sónutöfrum, glæsimenni að vallarsýn, kraftmikill og ósérhlíf- inn og honum fylgdi ferskur, hressandi og uppörvandi and- blær. Glaður var hann og reifur í viðmóti, svo að mönnum leið vel í nærveru hans. Í fjáröflunarnefnd Bræðrafélags Árbæjarsafnaðar gekk Gunnar ötullega fram við að safna fé til kirkjubyggingarinnar til dæmis með sölu jólakorta. Og hann beitti sér fyrir því, að haldin var sölusýning málverka sem listamenn, fyrirtæki og einstak- lingar höfðu gefið til ágóða fyrir kirkjubygginguna. Gunnar gerði sér glögga grein fyrir gildi kirkjulegs starfs fyrir mannlífið, að það mætti vera bjartara, feg- urra og betra og því gerðist hann einnig öflugur liðsmaður Frímúr- arareglunnar, sem hefur mann- rækt að meginmarkmiði. Það er vissulega mikilvægt að eignast góða samferðamenn og samstarfsmenn í lífinu. Ég er hinum hæsta höfuðsmið þakklát- ur fyrir það að hafa átt samleið með Gunnari og fengið að starfa með honum að kirkjulegri upp- byggingu í Árbæ, þakklátur fyrir allar góðar stundir samveru og samstarfs frá liðinni tíð. Ég kveð heiðursmanninn Gunnar Peter- sen með virðingu og þökk og með orðum Snorra Hjartarsonar skálds: En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Eiginkonu, börnum og öðrum vandamönnum Gunnars Peter- sen votta ég dýpstu hluttekningu og samúð. Guðmundur Þorsteinsson. Það er sárt að missa. Þegar ég heyrði fréttirnar að kvöldi hvíta- sunnudags að foreldrar mínir væru látnir var ég harmi sleginn. Þetta var svo ótrúlegt og óraun- verulegt. Mamma hætti þátttöku í atvinnulífunu sl. vetur og þetta var fyrsta nóttin þeirra í Þjórs- árdalnum þetta sumarið. Fyrsta nóttin á eftirlaunaaldri og nú átti að njóta þess að vera í fríi en það fór öðruvísi en ætlað var. Pabbi hafði verið veikur síð- ustu ár og til beggja vona gat brugðið en við vonuðum að hann ætti góð ár eftir og gæti vonandi notið lífsins sem best. Ekki datt Alexander G. Þórsson og Edda Þ. Sigurjónsdóttir ✝ Alexander G.Þórsson fæddist í Reykja- vík 13. mars 1941. Edda Þ. Sig- urjónsdóttir fæddist í Reykja- vík 15. júlí 1945. Alexander og Edda létust af slysförum í Þjórs- árdal 19. maí 2013. Útför Alexanders og Eddu fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 30. maí 2013. mér í hug annað en mamma ætti eftir að lifa lengi. Ég sá alltaf fyr- ir mér að maður gæti gefið henni góðan tíma og verið henni til að- stoðar eins og hún var foreldrum sínum stoð og stytta þegar þeir voru á efri árum. Þótt ég kveðji líkama ykkar þá eruð þið auðvitað ennþá mamma mín og pabbi, ég mun alltaf muna ykkur og hugsa fallega til ykkar. Vona að þið séuð á góðum stað og ég hitti ykkur þar síðar. Ykkar sonur, Sigurjón. Elsku Edda og Alli. Nú er komið að kveðjustund hjá okkur. Ég bjóst við að fá að hafa ykkur miklu lengur. Ég kveð ykkur með sárum söknuði en einnig þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynn- ast ykkur. Það eru margar minn- ingar sem við eigum, góðar fjölskyldustundir sem við geym- um í hjarta okkar. Þið voruð stór hluti af lífi okk- ar og það verður erfitt að geta ekki farið með Bjart og Fjölni í heimsókn til Eddu ömmu og Alla afa. Ykkar er sárt saknað. Blessuð sé minning ykkar. Signý. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Þessa bæn fórum við með hvor fyrir aðra þegar eitthvað bjátaði á. Nú ert þú farin elsku Edda mín, við sem ætluðum að verða gamlar saman. Tíminn er fljótur að líða frá því að við vorum sex ára og leiðir okkar lágu fyrst saman í Hólm- garðinum í ærslaleikjum og áhyggjulausum dögum. Síðan komu unglingsárin í Réttó þar sem við sátum alltaf saman. Þú hlédræg, en ég ærslafull. Úr Réttó lá leiðin í verknámið og rómantíska tímann. Þetta var eins og gengur, dansleikir og fjör og ómótstæðilegir strákar í Sjó- mannaskólanum. Þú kynntist Alla á mjög skemmtilegan hátt, við ætluðum á gömlu dansana í Breiðfirðingabúð, en enduðum í Silfurtunglinu á balli hjá Sjó- mannaskólanum og ekki varð aft- ur snúið. Við enduðum báðar gift- ar sjómönnum, þú hafðir þína klæki og ég fór að elska hann Jón. Lífshlaup okkar var að mörgu leyti líkt, við vorum báðar með spari-pabba. Þegar þeir komu heim var búið að þrífa krakkana og búa til góðan mat, en þetta voru hátíðisdagar. Svo eftir að ungarnir voru farnir úr hreiðrinu var loksins hægt að fá sér vinnu. Þú fórst í heilsugæsluna í Hlíð- unum og varst fjótlega á heima- velli, auðmjúk við gamla fólkið og alúðleg við alla sem leituðu til ykkar. Alli minn, þú varst syni mínum stoð og stytta þegar hann var í KHÍ og það vil ég þakka að lokn- um lífdögum. Líklega gæti ég skrifað heila bók um ykkur bæði en nú er nóg. Um þig minning á ég bjarta sem yljar eins og geisli er skín. Þú áttir gott og gjöfult hjarta og gleði veitti návist þín (Höf. ók.) Þín æskuvinkona, Unnur Hermanns. Í dag, hinn 4. júní, hefði pabbi orðið 80 ára. Mig langar því að minnast hans hér með nokkrum sögum sem mér voru sagðar af honum og ég upplifði sjálfur með honum. Ég man sérstaklega eina sem gerðist árið 1986, en þá var pabbi að sækja grasköggla eins og hann var vanur að gera. Þá höfðu verið miklir þurrkar og mikil sina í túnum og bændur voru að brenna sinu eins og svo oft er gert. En svo gerist það snögglega, vindurinn snerist og skyggni á veginum varð ekkert og umferðin því hæg og þess vegna varð pabbi fyrir því að aka aftan á bíl inni í reykmekkinum. Sá bíll var búinn að keyra aftan á annan bíl. Pabbi snaraði sér út úr bílnum sínum til að athuga fólkið í báðum bílunum og sem betur fer voru allir heilir. Fólkið vildi bíða eftir lögreglunni en pabbi tók það ekki í mál og taldi að ef allir myndu bíða, þá myndi fara illa fyrir þeim og þau myndu fá reykeitrun, enda var fólkið komið á fjóra fætur til að ná andanum. Fram á þennan dag hefur þetta fólk ennþá sam- band við mig vegna þessa sem pabbi gerði þarna og bjargaði þeim. Aðra sögu man ég þegar ég var lítill gutti, þá var pabbi að fara að Heiðar Jóhannsson ✝ Hreinn HeiðarJóhannsson frá Valbjarnarvöllum fæddist í Forna- hvammi í Norður- árdal 4. júní 1933. Hann lést á Brák- arhlíð, hjúkrunar- og dvalarheimili í Borgarnesi, 3. apríl 2013. Útför Heiðars fór fram 13. apríl 2013. sækja mömmu á Faxaborg og ég vildi ólmur fara með en pabbi vildi alls ekki leyfa mér það. Lík- lega skynjaði hann meira en gengur og gerist, því þegar hann kom heim aft- ur voru bæði fram- og afturrúðurnar brotnar, því að þeg- ar hann í ferðinni mætti bíl þá skaust stór steinn í bílinn og fór inn um framglugg- ann og út um þann aftari, einmitt þar sem ég var víst vanur að standa á milli sætanna. Þriðja sagan er þegar við pabbi vorum að vinna saman hjá Kaup- félaginu í Borgarnesi við að keyra trukka og áttum að fara saman út á Snæfellsnes með vörur og refa- fóður á föstudegi. Þá var afta- kasnjóbylur og í raun ekkert ferðaveður þó við værum á 4x4 trukk. Þess vegna var ferðinni frestað til laugardags. Við lögðum af stað á milli sex og sjö um morg- uninn í frábæru veðri, logn og blíða eins og sagt er. Við vorum í samfloti með mjólkurbílnum sem fór á nesið eins og við pabbi. Allt gekk vel en þarna var allt á kafi í snjó, við vorum að fara í gegnum skafla sem náðu hátt upp á bílana og snjóruðningarnir jafnháir og bílarnir. Upp úr hádegi fór veðrið að versna og á leiðinni heim var það orðið svo slæmt að pabbi sá ekki mjólkurbílinn á undan þó að hann væri í rúmlega eins metra fjarlægð frá okkur; mjólkurbíl- stjórinn sá okkur en við hann ekki, en pabbi var alltaf jafnróleg- ur yfir þessu öllu og lét veðrið ekki hafa áhrif á sig. Til hamingju með daginn pabbi minn. Þinn sonur, Stefán Jóhann. Elsku amma mín var flott kona, hún var kona sem horfði með jákvæðum aug- um á lífið og sá ljósið í öllu, hún var kona sem var óhrædd við að vera hún sjálf, hún var ákveðin þegar hún þurfti þess en ann- ars tók hún öllu með yfirvegun og hún var kona sem umvafði mann ást og umhyggju. Betri ömmu var ekki hægt að hugsa sér, hún prjónaði, eldaði góðan „gamaldags“ mat, hún elskaði dýr, hún setti niður blóm í sum- arbústaðnum, hún sá til þess að engum væri kalt, hún sá til þess að gefa okkur barnabörnunum heitt kakó í sumarbústaðnum, hún las fyrir okkur, sagði okkur endalausar sögur úr barnæsku sinni og þessi listi gæti verið Lovísa Hafberg Björnsson ✝ Lovísa HafbergBjörnsson fæddist á Akureyri 27. febrúar 1925. Hún lést á hjúkr- unar- og dval- arheimilinu Grund 21. maí 2013. Útför Lovísu fór fram frá Áskirkju 31. maí 2013. endalaus. Það sem er mér minnisstæð- ast við hana ömmu mína er að þegar hún kvaddi okkur þegar við vorum bú- in að vera í heim- sókn gaf hún okkur alltaf lítinn fallegan koss á ennið, í hvert einasta skipti. Ég man eftir þessum kossi eins og hann hefði verið í gær, það var eitt- hvað svo elskulegt við hann að manni hlýnaði alltaf innra með sér þegar maður var að kveðja. Þannig man ég eftir ömmu minni og mun alltaf gera. Góð og falleg manneskja að innan sem utan. Amma mín er fyr- irmynd, hún ól upp sjö frábær börn sem í dag eru orðin þessi stóra frábæra fjölskylda þar sem maður sér endurspeglun af ömmu og afa í öllum. Betri fjöl- skyldu er heldur ekki hægt að hugsa sér og við getum örugg- lega öll þakkað ömmu Lísu og afa Gunnari fyrir að hafa mótað okkur á þennan hátt. Hvíldu í friði elsku amma mín. Björk Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.