Morgunblaðið - 04.06.2013, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.06.2013, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 Undir Dalanna sól, við hinn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för, undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör, undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftast í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arin, minn svefnstað og skjól. (Hallgrímur Jónsson) Blessuð sé minning móður- systur okkar. Sigurveig var fædd og uppalin í Hvammssveitinni vestur í Dölum og því koma þess- ar textalínur Hallgríms óneitan- lega upp í hugann. Sigurveig bjó vestur í Dölum fram yfir tvítugt og í Dölunum fæddi hún sitt fyrsta barn, hún fann sinn lífs- förunaut í Dölunum og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að meðal fyrstu verkefna hennar var að sinna vefnaðarkennslu á hús- mæðraskólanum á Staðarfelli. Alla tíð toguðu Dalirnir í hana og síðar á lífsleiðinni byggðu þau Haraldur sér einstaklega fallegan sumarbústað fyrir vestan. Sigurveig var ung þegar hún óvænt tók við kennslu í vefnaði þar sem vefnaðarkennarinn á Staðarfelli hafði forfallast. Sigur- veig var sannkölluð listakona af Sigurveig Ebbadóttir ✝ SigurveigEbbadóttir fæddist á Hólum í Hvammssveit, Dalasýslu, 29. des- ember 1940. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 20. maí 2013. Útför Sig- urveigar fór fram frá Kópavogskirkju 29. maí 2013. guðsnáð og hæfileik- ar hennar hafa greinilega komið strax fram þegar hún var sjálf við nám í húsmæðra- skólanum. Sigurveig kenndi um tíma við skólann en handa- vinnan og sköpun hennar hélt áfram alla tíð. Við systurnar minnumst þess að í stofunni hjá frænku okkar var vefstóllinn „stofustáss“. Á sínum tíma bárum við ekki skynbragð á þess háttar stól sem var vissulega stór og plássfrekur og við töldum að eng- inn kynni á þetta verkfæri nema Sigurveig frænka. Síðar áttuðum við okkur á því hvað Sigurveig var einstaklega hugmyndarík og list- ræn, allt lék í höndunum á henni, hvort sem það voru hannyrðir eða smíðar. Sigurveig hannaði sjálf mynstur og litasamsetning var hennar sérgrein. Fjölskyldumeð- limir fengu að njóta sköpunar- gleði hennar og gjafmildi. Börn- um í fjölskyldunni færði hún ætíð peysu, teppi eða einhverja prjónaflík. Yngsti meðlimur fjöl- skyldu okkar fékk nú í vetur gríð- arlega fallegt og litríkt teppi með mynstri sem var eins og mörg lítil grenitré. Sérstakt var að fylgjast með viðbrögðum fólks þegar það kom auga á teppið sem breitt var yfir barnið. Ekki mátti á milli sjá hvort fékk meiri athygli barnið eða prjónateppið. Þannig skildi Sigurveig eftir sig óteljandi lista- verk og skapaði um leið litríkar og ógleymanlegar minningar. Elsku Haraldur, Sigvaldi, Helgi, Hanna, Ástþór og fjöl- skyldur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Kolbrún og Brynja. Inga amma, ég er þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst ein af fáum manneskj- um sem gátu náð sambandi við þetta feimna barn sem ég var og vildi helst ekki vera í pössun hjá neinum. En hjá þér undi ég mér vel, dundaði mér á meðan þú lagðir kapal og sönglaðir með út- varpinu, allt svo rólegt og þægi- legt. Brjóstsykursmoli öðru hverju og spjall um hitt og þetta. Í minningunni varstu alltaf í pilsi og gollu og svo áttir þú svo fal- legt steinahálsmen sem þú barst um hálsinn. Þú varst reyndar alls ekkert amma mín, ég fann upp á þessu sjálf sem lítil hnáta vegna þess að mér þótti svo vænt um þig, eins og Ástu ömmu mína, bestu vinkonu þína. Og þetta fékk ég að kalla þig og hef kallað þig alla ævi. Það var alltaf hátíð þegar þú komst í sveitina, ömmu og afa fannst svo gaman að fá þig í heimsókn og þið amma spjölluðuð endalaust sam- an við eldhúsborðið, þú sast og amma stóð upp á endann með gula kaffibollann. Það var alltaf svo gaman að hlusta á ykkur spjalla um það sem gerðist í gamla daga þegar þið voruð ung- ar, og þegar þið hittuð mennina ykkar, hvernig þetta atvikaðist allt svo skemmtilega. Svo hlóguð þið saman þangað til tárin runnu. Það er eflaust glatt á hjalla þar sem þið sitjið vinkon- urnar með allt ykkar góða fólk í kringum ykkur á ný. Lífið rennur sem lækur með lygnu og djúpan hyl grefur sér farveg og fellur um flúðir og klettagil. Við bakkana beggja megin blandast hin tæra lind uns lækurinn orðinn er allur annarra spegilmynd. Lækurinn minnir á lífið lindin er tær og hrein í fljótið ber hann öll fræin sem falla af næstu grein. En fljótið er lífsins ferja er flytur með þungum straum ljóðið um lindina tæru lækjarins óskadraum. (Sigurður Hansen) Ég man hvað það var gott að halda í mjúku höndina þína og hlusta á stilltu, rólegu röddina þína segja „já já“ og svo hlóstu létt á eftir. Það var alltaf svo mikil merking í þessu viðkvæði, speki og ró sem átti við öll tæki- færi. Elsku Inga amma mín, megir Ingiríður Vilhjálmsdóttir ✝ Ingiríður fæddistí Reykjavík 14. nóvember 1906. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk 18. maí 2013. Ingiríður var því 106 og hálfs árs þegar hún lést. Ingiríður var jarð- sungin frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 28. maí 2013. þú hvíla í friði yndislega kona og takk fyrir alla þá hlýju og ástúð sem þú hefur gef- ið mér. Ásta Sigurjónsdóttir. „Hún Inga Vill. er dáin.“ Þetta eru orð sem hljómuðu í eyrum mínum á sunnudaginn. Eins langt og ég man kom hún Inga að Löngu- mýri á sumrin og var orlofsnæt- urnar, sem svo voru kallaðar. Hún var að heimsækja afa minn og ömmu, afi var móðurbróðir hennar. Í mínum huga voru þetta miklir gleðidagar og alltaf sólskin. Hún hló svo smitandi hlátri og það var svo gaman að hlusta á hana. Hún var svo góð við okkur krakkana. Svo dó amma en Inga hélt áfram að koma þar til afi flutti á elliheim- ili og dó. Ég hitti Ingu á ætt- armóti 1984 og langaði svo að endurvekja vinskapinn við hana, var þá sjálf farin að búa á Stokkseyri. Ég hringdi því í hana um haustið og spurði hvort hún vildi koma og vera hjá mér í nokkra daga. Hún vildi það og þá hófst seinnihlutinn. Hún kom og það var svo gaman að spjalla við hana, hún mundi allt og við ræddum ættfræði og flettum Reykjaættinni eftir að hún kom út. Það var svo gaman að heyra hvernig lífið var þegar hún kom í vist á Löngumýri til að passa pabba og systkini hans. Hún kom til mín á hverju ári þar til ég fór að vinna allan daginn og hún var orðin brothætt enda komin yfir nírætt. Þessir dagar sem við áttum saman eru mér og fjölskyldu minni alveg ómet- anlegir og er ég ævarandi þakk- lát fyrir að hafa fengið tækifæri til að njóta samvista við hana. Það er óhætt að segja að hún hafi fengið sinn skammt af áföll- um. Hún missti manninn frá fjórum börnum. Svo missti hún tvö af börnum sínum í blóma lífsins. Hún kvartaði ekki. Hún var sannkölluð hetja. Hún bjó lengi hjá Ástu dóttur sinni, hún var ein heima á meðan Ásta og Friðrik voru í vinnu. Einhverju sinni átti hún að fara í dagvist, hún taldi nú að hún þyrfti þess ekki, hún væri bara heima að leggja kapal í tölvunni. Eftir að hún fór á elliheimili sat hún mik- ið og söng eða raulaði vísur og ljóð en hún kunni mikið af því. Síðast þegar ég heimsótti hana var hún orðin ansi léleg en þegar hún áttaði sig á hver ég var bað hún Guð að blessa mig og þakkaði fyrir öll gæðin við sig. Að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir allar ánægjustund- irnar sem ég átti með henni og bið Guð að blessa afkomendur hennar. Kristín Ágústsdóttir frá Löngumýri. Fyrir 9 árum kom Gunnar inn í líf okkar þegar hann og mamma fundu hvort annað og urðu ástfangin, stuttu seinna hófu þau sambúð saman. Gunni tók okkur alltaf sem sínum eigin börnum. Hann var yndislegur og góður maður. Það var alltaf gaman að fara til þeirra og hlusta á allar sögurnar sem Gunni hafði að segja og var mik- ið hlegið að þeim og þótti honum það ekki leiðinlegt. Hann var mikill matmaður og var alltaf að prufa nýja hluti í eldhúsinu og sérstaklega á grillinu og þótti mikið gaman að láta okkur smakka allt sem hann gerði. Mamma og Gunni voru með græna fingur og höfðu mikið gaman af að vinna í garðinum saman, leggjast svo í heita pott- inn sinn og dást að því sem þau voru að gera í garðinum. Hann var mikill náttúrumaður og hafði gaman af því að fara að veiða og skoða fugla, munum svo vel að hann bað mömmu um að gefa sér fuglabók í jólagjöf sem mamma gerði fyrir hann og hafði hann mikið gaman af. Hann hafði mikinn áhuga á vís- Gunnar Gunnarsson ✝ Gunnar Gunn-arsson fæddist á Akureyri 7. maí 1962. Hann lést á hafi úti 12. desem- ber 2012 og fannst lík hans í Kaldbaks- vík á Ströndum þann 17. maí 2013. Gunnar var jarð- sunginn frá Dalvík- urkirkju 1. júní 2013. indum og að lesa í stjörnur og svo þegar það fór að dimma fór hann með okkur út að lesa í stjörnurnar fyrir okkur. Hann og mamma voru miklir dýravinir og áttu þau 2 hunda og 2 ketti og það var allt gert fyrir þessi dýr, þau voru svo dekruð af þeim og gáfu Gunna og mömmu svo mikið. Þegar þeim var svo tilkynnt að þau væru að verða amma og afi ætl- aði Gunni ekki að trúa því að loks væri hann að verða afi, hann var búinn að nefna það margoft að hann væri alveg tilbúinn að verða afi og spurði okkur mjög oft hvenær það myndi gerast og að við værum alveg komin á aldur til að fara að eiga börn, svo loksins varð honum að ósk sinni að verða afi. Því miður náði hann ekki að kynnast litla afasnúðinum sínum en hann Emanúel litli mun fá að heyra margar góðar og skemmtilegar sögur um afa sinn og fá að sjá margar myndir af honum og mömmu. Þeim hefði tekist það vel að vera amma og afi og dekrað mikið við hann. Gunna og mömmu er sárt saknað og munu alltaf lifa í minningum okkar. Elskum þig, elsku Gunni okkar, og viljum þakka þér fyrir allt sem þú kenndir okkur og erum svo heppnar að hafa haft þig í lífi okkar. Þínar fósturdætur, Kittý og Eyrún Arnars. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR BJARNASONAR frá Hlemmiskeiði. Guðrún Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÉTUR KR. PÉTURSSON, Gullsmára 7, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju, Kópavogi, fimmtudaginn 6. júní kl. 13.00. Aðalheiður Jónsdóttir, Guðbjörg Pétursdóttir, G. Rósa Pétursdóttir, Andrés Ólafsson, Pétur Pétursson, afa- og langafabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og nærveru við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Hafraholti 12, Ísafirði. Sérstakar þakkir færum við Elísabetu Helgadóttur krabbameins- lækni og starfsfólki kvennadeildar LSH, Helga Sigmundssyni lækni, Þorsteini Jóhannessyni lækni og starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Vestfjarða fyrir frábæra umönnun. Óli M. Lúðvíksson, Lúðvík Magnús Ólason, Sigrún Linda Ström, Margrét Þóra Óladóttir, Magnús Haraldur Haraldsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, bróðir, mágur og tengda- faðir, RAGNAR HEIÐAR GUÐSTEINSSON húsgagnasmíðameistari, Orrahólum 7, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 6. júní kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Barnaspítala Hringsins í minningu hans. Birgir Karl Ragnarsson, Ingunn Þorsteinsdóttir, Óskar Ragnarsson, Berglind Ragnarsdóttir, Magnea Guðrún Guðsteinsdóttir, Henný Rós Guðsteinsdóttir, Svanur Fannar Guðsteinsson, Þórey Erlingsdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, ömmu, langömmu og langalangömmu, PAULINE J. JÓNSSON, Línu, Breiðagerði 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans, Fossvogi, Færeyingafélagið og starfsfólk Færeyska sjómannaheimilisins, Örkinni. Fyrir hönd aðstandenda, Baldvin S. Jónsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR A. ÓLAFSSON málarameistari, Árskógum 8, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi þriðjudaginn 28. maí. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 4. júní kl. 13.00. Gísli Örvar Ólafsson, Valgerður Björk Ólafsdóttir, Reynir Jóhannsson, Helga H. Ólafsd. Gustafsson, Roger Gustafsson, Hulda Sjöfn Ólafsdóttir, Ólafur Sturla Kristjánsson, Ólafur Örn Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.