Morgunblaðið - 04.06.2013, Síða 36

Morgunblaðið - 04.06.2013, Síða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hugarró og jafnvægi hið innra getur af sér friðsamlegt umhverfi. En þú verður að lofa á réttum forsendum, þú skuldar engum neitt. 20. apríl - 20. maí  Naut Gleymdu því ekki í lífsgæðakappklaup- inu að lífið snýst líka um annað og meira. Kynntu þér málin vandlega áður en þú mynd- ar þér skoðun. Fegraðu vistarverur þínar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að sjá björtu hliðarnar og þá mun lifna yfir þér. Varastu öll gylliboð sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gættu þess bara að ofmetnast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst. Um- bætur eru það sem þú ert að leita eftir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert eitthvað utan við þig og getur hæglega týnt sjálfum þér ef þú ert ekki á verði. Reyndu samt að halda ró þinni þótt mikið gangi á og láttu þér ekki bregða þótt þú uppgötvir einhver mistök. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þó að þú sért kannski ekki leiðtogi í tilteknum hópi hafa skoðanir þínar og viðhorf samt áhrif á aðra. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er til lítils að hafa mörg orð um hlut- ina ef þeim fylgja engar athafnir. Farðu þér samt hægt því þú þarft að vinna aðra á þitt band. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Byrjaðu daginn með því að leyfa huganum að vinna og fá frábærar hugmyndir. Talarðu kannski fyrir daufum eyrum? Það skyldi þó aldrei vera. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Forðastu að gagnrýna samstarfs- fólk þitt í dag og sættu þig ekki við ósann- gjarna gagnrýni frá þeim heldur. Gefðu þér tíma til að greiða úr flækjunni og þá leysast allir hlutir auðveldlega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu að láta afbrýðisemina ekki ná tökum á þér í samskiptum við ástvini. Fólki þykir sannarlega vænt um þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú vilt standa upp úr og falla í hópinn á sama tíma. Láttu ekki aðra stjórna gjörðum þínum hvað þetta snertir. Sýndu skilning á annarra axarsköftum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að hafa það á hreinu að eng- inn misskilji skilaboð þín því þá gætu afleið- ingarnar orðið skelfilegar. Vertu sem mest með þeim sem kunna að meta þig. Misjöfn eru morgunverkin er yfir- skrift vísu Davíðs Hjálmars Haraldssonar: Margir vært á eyra sínu sofa, sumir Drottinn Guð í kirkju lofa, en það er líka hægt að standa í ströngu með stífri þriggja tíma morgungöngu. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á Sandi, situr við aðra iðju á sunnu- dagsmorgni: Meðan fuglar sætt í morgun sungu sólin skein lambaskinnin ungu og Davíð gekk til fjalls með sælu sinni sat ég yfir krossgátunni minni. Ólafur Stefánsson sat einmitt yfir Morgunblaðinu í vikunni, en hafði aðra sögu að segja: „Vinir mínir á Mogga voru að leika sér og gáfu út „risablað“, þannig að maður er frá í handleggjunum eftir lesturinn. Efnið svona yfirleitt, er það sama, þó vaxi Mogginn vítt og breitt svo verði að ama. Sem betur fer var tekið fram að þetta yrði bara í [einn] dag. Þá verður hægt að lesa blaðið eins og áður án þess að taka ibúfen.“ Jón Arnljótsson yrkir að gefnu tilefni: Mörgum fannst sú franska hálf- fávís þar að lóna, þó alltaf vissi um sig sjálf, en ekki um fjárans skóna. Aðalsteinn L. Valdimarsson sér aðra hlið á málinu: Frjettir lýsa fagurt hví fljótt upp rísa sveitir. Marga fýsir fara í fransk(r)ar skvísu leitir. Einar Sveinn Friðriksson frá Hafranesi, Reyðarfirði, orti á sínum tíma: Á hærur mínar haustsól skín horfið er bjarta vorið, mér við fætur gröfin gín, geigar ei hinsta sporið. Höskuldur Jónsson yrkir að vori: Sveitin hlýnar, grænkar gras geislar sýn á fjörðum. Á tindum skín á tófugras og trampólín í görðum. Lýsingin er kostuleg hjá Ár- manni Þorgrímssyni á samfélags- vefnum fésbók: Gengur aftur gamli tíminn glöggt það hef á Fésbók séð hún er eins og sveita síminn sem að allir fylgdust með. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af morgunverkum, fésbók og gamla sveitasímanum Í klípu GUÐJÓN VAR SJÓÐHEITUR Í VINNUNNI. JAFNVEL AÐEINS UM OF. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERNIG KEMST SVONA PILLUGLAS FYRIR Í RITVÉL?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann sýnir þér mjúku hliðina sína. APÓTEK HVAÐ ER NÚ ÞETTA? AFGANGAR. Á ÖLLUM ÞEIM ÁRUM SEM VIÐ HÖFUM VERIÐ GIFT HEF ÉG ALDREI ÁÐUR ÁTT AFGANGA AF MAT TIL AÐ BORÐA DAGINN EFTIR! ÉG KANNAST EKKI VIÐ ÞETTA, HVAÐ HEITIR ÞETTA? KRAFTAVERK! ÉG ER MIKIÐ FYRIR AÐ GERA ÁÆTLANIR. ÁÆTLANIR Á ÁÆTLANIR OFAN. ÁTT ÞÚ EKKI AÐ VERA AÐ GERA EITTHVAÐ? SÉRÐU EKKI AÐ ÉG ER UPPTEKINN? Veikindi ríka og fræga fólksinshafa verið í brennidepli að und- anförnu. Þar hefur vitaskuld kveðið mest að Angelinu Jolie sem kom í fyrsta sinn fram opinberlega um liðna helgi eftir brjóstnámið umtal- aða. Bar hún sig vel á rauða dregl- inum ásamt spúsa sínum, Brad Pitt, og átti vont með að leyna tilfinn- ingum sínum þegar æstur múg- urinn jós lofi yfir hana fyrir fram- sýni og dirfsku. Réttilega. Annar kvikmyndaleikari, Michael Douglas, varð fyrir fáeinum árum veikur af krabbameini í hálsi. Fár- veikur. Hann hefur nú náð heilsu á ný og hafa margir fundið styrk í hans sögu. Douglas olli nokkru fjaðrafoki á dögunum þegar hann lýsti því yfir að veikindi sín hefðu alls ekki stafað af ólifnaði svo sem reykingum og drykkju, heldur óhóf- legum munnmökum. Gott ef munn- mökin læknuðu ekki krabbameinið líka. Douglas var sumsé ekkert að skauta hjá neinu í frásögn sinni. Þótti löndum hans vestur í Am- eríku, sem upp til hópa eru guð- hrætt fólk, þetta helst til miklar upplýsingar. x x x Annar aldinn höfðingi er aðhjarna við eftir lifrarígræðslu, pönkkóngurinn Lou Reed. Fyrir fá- einum mánuðum upplýsti eiginkona hans að Reed væri við dauðans dyr vegna lifrarbilunar en eftir vel- heppnaða ígræðslu er hugur í okkar manni. Þakkar hann bata sinn nú- tímalæknavísindum og þeirri fornu austurlensku hernaðarlist tai chi sem hann hefur lagt stund á í meira en þrjá áratugi. „Ég er stærri og sterkari en nokkru sinni,“ sagði hann á heimasíðu sinni. Að sögn eiginkonu hans á Reed þó ennþá langt í land og mun mögulega aldrei ná fyrri styrk. En gamli meistarinn er á lífi og hefur meira að segja hót- að að hlaða í framhald af Lulu- plötunni alræmdu sem hann gerði í samvinnu við málmgoðin í Metal- lica. Af öðrum stjörnum sem rætt hafa fjálglega um veikindi sín, öðrum hugsanlega til hagsbóta, má nefna Magic Johnson, HIV; Michael J. Fox, parkinsonsveiki; Kylie Min- ogue, brjóstakrabbi, og Kim Kar- dashian, psóríasis. víkverji@mbl.is Víkverji En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleik- urinn mestur. (Fyrra Korintubréf 13:13)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.