Morgunblaðið - 04.06.2013, Page 44
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 155. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Spá allt að 30-40 m/s
2. Fannst látinn
3. Jolie mætti á rauða dregilinn
4. Skólabörn festust í Krossá
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Le sang d’Odin, frönsk þýðing á
skáldsögu Óttars M. Norðfjörð, Sól-
krossi, náði um helgina í 1. sæti met-
sölulista vefverslunarinnar Amazon í
Frakklandi yfir mestu seldu skáldsög-
urnar í rafbókarformi fyrir Kindle-les-
bretti. Næst á listanum var Inferno
eftir metsöluhöfundinn Dan Brown
sem í gær var komin í fyrsta sæti.
Morgunblaðið/Ómar
Bók Óttars í 1. sæti
fransks Amazon-lista
Franska kvik-
myndin La Vie
D’Adèle Chapitres
1 et 2, Blue is the
Warmest Colour í
enskri þýðingu, sú
sem hlaut aðal-
verðlaun kvik-
myndahátíð-
arinnar í Cannes í
ár, Gullpálmann, verður frumsýnd hér
á landi í október á vegum kvikmynda-
klúbbsins Græna ljóssins.
Sigurmynd Cannes
verður sýnd í haust
Sirkushátíðin VOL.CAN.O verður
haldin við Norræna húsið 4.-14. júlí nk.
og verður á henni boðið upp á nokkra
ókeypis viðburði, m.a. sýningar með
sænska pönksirkushópnum Burnt out
Punks, 6. og 7. júlí, og
Bifröst Teater frá
Noregi sem býður
upp á ókeypis sýn-
ingu fyrir börn 10.
júlí. Engin dýr verða á
sýningum hátíð-
arinnar, að und-
anskildum hundrað raf-
knúnum hömstrum sem
verða í sýningu Cirkus
Xanti, Pluto Crazy.
Frítt inn á nokkrar
sirkussýningar
Á miðvikudag Suðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað að mestu og sums
staðar skúrir, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti víða 10 til
16 stig, en 15-20 stig norðantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-15 m/s og rigning eða súld
suðvestan- og vestanlands. Hægari nyrðra og eystra. Dregur úr
vindi og úrkomu í kvöld. Hiti 10 til 20 stig.
VEÐUR
Björninn hefur samið við
Danann Lars Foder um að
þjálfa meistaraflokk karla
ásamt því að spila með lið-
inu á næsta keppnistímabili
á Íslandsmótinu í íshokkí.
Foder hefur leikið hérlendis
með Skautafélagi Akureyrar
síðustu tvö tímabil og
átti stóran þátt í því að
SA Víkingar unnu Björn-
inn í úrslitarimmunni síð-
asta vor í hörkuspennandi
leikjum. »1
Lars Foder semur
við Björninn
Breiðablik hefur haft sama aðalþjálf-
ara í lengstan tíma samfleytt af þeim
tólf liðum sem nú skipa úrvalsdeild
karla í knattspyrnu. Ólafur Krist-
jánsson hefur enda náð góðum ár-
angri í Kópavoginum og gert Blika að
Íslands- og bikarmeisturum í fyrsta
sinn. Ólafur hefur samtals staðið af
sér 28 þjálfaraskipti hjá öðrum fé-
lögum. »2
Ólafur hefur staðið af
sér 28 þjálfaraskipti
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Planið er að taka smá rúnt á fjór-
hjólinu inn á Vestfirðina í sumar,
sniglast í kringum kunningja mína í
reiðhjólaferð,“ segir Jón Heiðar
Jónsson, sem hefur verið hreyfi-
hamlaður frá fæðingu og aldrei getað
gengið án hjálpartækja.
Jón Heiðar er með arfgengan
vöðvasjúkdóm og hefur þess vegna
notast við hjólastól og margs konar
hjálpartæki frá barnsaldri, en þrátt
fyrir fötlunina er hann mjög virkur.
„Með því að hafa aðgang að hjálpar-
tækjum get ég tekið þátt í öllu og í
raun gert það sem ég vil, verið full-
gildur þátttakandi í lífinu eins og
aðrir. Ég gæti lítið gert ef ég hefði
ekki hjálpartæki við hæfi.“
Eftir að hafa stundað íþróttir af
kappi á yngri árum gerðist Jón Heið-
ar sundþjálfari, fyrst hjá Íþrótta-
félagi fatlaðra í Reykjavík en síðan
hjá Sundfélaginu Óðni á Akureyri.
Auk þess hefur hann verið virkur í
störfum innan félagssamtaka fatl-
aðra, situr meðal annars í fram-
kvæmdastjórn Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra og er formaður
ferlinefndar Öryrkjabandalagsins.
Hjálpartækjasýning
„Ég hef aldrei getað gengið
óstuddur en staulaðist aðeins um á
hækjum fram eftir aldri ásamt því að
notast við hjólastól til lengri ferða,“
segir Jón Heiðar. Bjarney Guðrún,
12 ára dóttir þeirra Nönnu Báru
Birgisdóttur iðjuþjálfa, erfði sjúk-
dóminn og þurfti strax að notast við
hjólastól til að komast um. „Úrval
hjálpartækja og gæði tækjanna hafa
tekið ótrúlega miklum framförum frá
því að ég fékk minn fyrsta stól átta
ára gamall. Eins og Marteinn Mos-
dal sagði þá var bara til einn ríkis-
hjólastóll, þegar ég var krakki, spít-
alastóll sem hentaði manni engan
veginn.“
Hjálpartækjasýning Þekkingar-
miðstöðvar Sjálfsbjargar verður
haldin í íþróttahúsi fatlaðra í Hátúni
14 á föstudag og laugardag. Þar
verður til sýnis það nýjasta á sviði
hjálpartækja, allt frá hagnýtum
heimilishjálpartækjum að sérútbún-
aði í bifreiðar, þar á meðal fjórhjól
Jóns Heiðars.
Um 1.000 km á þremur dögum
Jón Heiðar er mikill tækja- og
græjukarl. 2006 byggði fjölskyldan
sér einbýlishús með þarfir sínar í
huga, stór og fá rými án þrengsla.
Hann á bæði handknúinn hjólastól
og rafmagnsstól, sérstakan baðstól,
hreyfanlegt borð, griptöng og sér-
útbúinn bíl. Hann stundar mikið úti-
vist og fer allra sinna ferða í óbyggð-
um á fjórhjóli. Hann hefur smíðað
festingar á það fyrir létta hjólastól-
inn og setur snjóbelti undir það á
veturna. Bjarney Guðrún er líka með
sérstakan torfæruhjólastól. „Fjór-
hjólið er eitt af hjálpartækjum mín-
um þó að þannig tæki séu ekki skil-
greind sem slík,“ segir hann og vísar
til þess að hann hafi farið á því um
fjöll og firnindi, á staði sem ómögu-
legt er að komast á í hjólastól. „Ég
fékk fyrsta fjórhjólið mitt þegar ég
var 13 ára, eitt fyrsta fjórhjólið sem
kom til landsins, og á ég það enn í
góðu lagi. Ég eignaðist svo nýtt afar
voldugt og vel útbúið hjól 2010. Í
fyrra fór ég um 1.000 kílómetra á því
á þremur dögum, með alls kyns
krókum suður Sprengisand í Bisk-
upstungur og Kjöl til baka. Ég var í
samfloti með hjólreiðamönnum suð-
ur en var einn á leiðinni norður. Það
er stundum gaman að vera einn með
sjálfum sér í óbyggðum og standa
frammi fyrir þeirri áskorun að gera
allt sjálfur.“
Næst eru það Vestfirðirnir
Hjálpartækin
auðvelda hreyfi-
hömluðum lífið
Í Biskupstungum Jón Heiðar Jónsson fær sér mjólkursopa eftir að hafa ekið á fjórhjólinu suður Sprengisand.
Feðgin Jón Heiðar og Bjarney Guð-
rún skammt frá Hólmavík.
Kári Árnason, landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, segir að það hafi ekki verið
neitt grín að spila með Rotherham í
ensku D-deildinni á síðasta vetri. Lið-
ið lenti í miklum vandræðum með að
ná settu marki en fór
að lokum upp um
deild með góðum
endaspretti. Kári
reiknar með
því að spila
áfram
með
Rot-
her-
ham sem
setur mark-
ið hátt og
ætlar sér
áfram upp
deildirnar. »
4
Ekkert grín að spila í
ensku D-deildinni