Morgunblaðið - 11.06.2013, Side 16

Morgunblaðið - 11.06.2013, Side 16
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hér og þar eru menn teknir að sjá laxa ganga í árnar, eins og vant er á þessum árstíma, og þá fer nú fiðring- ur um marga og veiðilöngunin gerir vart við sig. Í Haukadalsá hefst veiðin formlega eftir helgi en bændur mættu á bakka árinnar í gær og niðri við sjó sáu menn strax hvar tvær lax- avöður gengu hratt upp ána. Í Blóta, kunnasta veiðistað árinnar uppi við veiðihúsið, ætluðu leigutakanir þá að athuga hvort laxinn væri mættur þar. Að sögn eins þeirra, Þorgils Helga- sonar, var Sunray-gárutúpa látin skauta yfir hylinn og í fyrsta kasti rauk lax í hana. Honum var landað og reyndist 80 cm hrygna. Í næsta kasti gerðist ekkert en í því þriðja tók ann- ar lax, 76 cm hrygna. Þeir eru því mættir í Dalina. Boltar í Blöndu Í gær höfðu þrjátíu laxar veiðst í Norðurá. Fiskur var farinn að sjást víða og fyrstu laxarnir gengnir upp laxastigann við fossinn Glanna. Veiði hófst í Blöndu um leið og í Norðurá og fékk opnunarhollið þar tíu laxa. Fleiri hafa veiðst síðan og er sagt að það séu boltafiskar, 80 til 90 cm. Í Straumunum, ármótum Norður- ár og Hvítár, er líf að glæðast enda lax að ganga í Norðurá. Eins og við Brennu, ármót Brennu og Norðurár. Samkvæmt vefmiðlinum Vötn og veiði reyndu leigutakar svæðisins og Magnús bóndi á Hamraendum aðeins fyrir sér fyrir helgi og fengu strax laxa. Veiðin hefst síðan í Þverá á morgun og í Kjarrá um helgina. Bleikjuveiðin er að glæðast í Þing- vallavatni, samhliða því að urriðinn færir sig út á dýpið og úr kastfæri. Eins er bleikjan farin að taka í Hraunsfirði. Guðjón Þór Þórarinsson leit þar við ásamt eiginkonunni um helgina og í vík við hraunkantinn sáu þau „hellings líf“. Hann setti fluguna Langskegg undir og „fékk strax högg og annað og eftir um 15 mín landaði ég fyrstu bleikjunni og síðan 2 til við- bótar og þessar bleikjur tóku hressi- lega á“. Guðjón segir daginn því hafa endað vel í Hraunsfirði. Lax tók í fyrsta kasti sumarsins  Fyrstu laxarnir veiddust í Haukadalsá þegar bændur „kíktu“ með leigutökum  Rúmlega þrjátíu landað í Norðurá og er að glæðast í Straumum og við Brennu  „Hellings líf“ sagt í Hraunsfirði Ljósmynd/Hörður Hafsteinsson Myndarlegur Elín Ingólfsdóttir með 90 cm lax sem hún veiddi á Brotinu í Norðurá í opnunarholli árinnar. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2013 Hamingjuóskir til allra starfsmanna Norðuráls og annara Íslendinga á 15 ára afmæli álframleiðslu á Grundartanga. Ég er stoltur af því að hafa unnið með ykkur við uppbyggingu álversins. Guð blessi ykkur í framtíðinni. Bestu kveðjur frá fjölskyldu minni til ykkar og fjölskyldna ykkar. Ken Peterson, Jr - stofnandi Norðuráls. Hamingjuóskir Kvennanefnd Verkfræðingafélags Íslands heiðraði í síðustu viku fjór- ar konur sem fyrstar íslenskra kvenna luku verkfræðiprófi. Kristín Kristjánsdóttir Hallberg, nú látin, lauk prófi í efnaverkfræði árið 1945, fyrst kvenna. Sigrún Helgadóttir lauk prófi í bygging- arverkfræði árið 1966, Sigríður Á. Ásgrímsdóttir lauk prófi í raf- magnsverkfræði árið 1968 og Guð- rún Hallgrímsdóttir lauk prófi í matvælaverkfræði sama ár. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, afhenti viðurkenningarnar. Fram kemur í tilkynningu frá kvennanefnd VFÍ að konur séu enn í dag í miklum minnihluta meðal verkfræðinga hér á landi sem annars staðar. Brautryðjendur Jóhanna Harpa Árna- dóttir, fyrrverandi formaður VFÍ, Kristján Hallberg, sem tók við viðurkenningu móð- ur sinnar Kristínar Kristjánsdóttur Hall- berg, Guðrún Hallgrímsdóttir, Sigrún Helgadóttir, Sigríður Á. Ásgrímsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir. Konur í verk- fræðingastétt heiðraðar Sólstöðuganga verður um þjóðgarðinn Snæfellsjökul dagana 22. til 23. júní en gangan mun standa yfir í sólarhring. Gengið verður í slóð Bárðar Snæfellsáss og safnað áheitum í þágu björg- unarsveitarinnar Lífsbjargar. Gangan hefst í Dritvík þar sem Bárður tók land og endar 24 tímum síðar í Tröðinni á Hellissandi. Sólstöðugöngur hafa tíðkast á Snæfellsjökul á undanförnum ár- um. Á síðasta ári var gengið undir yfirskriftinni Lífsást undir Jökli. Sólstöðuganga um slóðir Bárðar Stytta af Bárði Snæfellsás. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og ljósmyndari, sýnir og fræðir göngugesti um fjölskrúðugt fuglalíf Viðeyjar í dag. Gangan með Jóhanni Óla hefst kl. 19:30 við Viðeyjarstofu og tekur eina og hálfa til tvær klukkustundir. Á sumrin siglir ferjan aukaferðir á þriðju- dagskvöldum til Viðeyjar frá Skarfabakka kl. 18:15 og 19:15. Fram kemur í tilkynningu, að fuglaskoðunargöngurnar hafi í gegnum árin verið með vinsælustu þriðjudagsgöngum Viðeyjar enda sé fuglalíf þar fádæma fjörugt en um 30 tegundir fugla verpa í eynni. Jóhann Óli Hilmarsson hefur gefið út bækur um fugla Íslands. Leiðsögn- in er ókeypis og öllum opin. Fuglaskoðunarganga í Viðey STUTT Ólafur Sigurðsson, sem er tíu ára, fékk maríulax við Brennu í fyrra en sá var ekki nema þrjú pund. Ólafur kættist því um helgina, þegar hann kastaði spóni við Straumana, ármót Norðurár og Hvítár, setti í tíu punda lax og landaði honum á eigin spýtur. Enda var þessi þrisvar sinnum þyngri en mar- íulaxinn. Ólafur var í veiðiferð með ungum og öldnum fjölskyldu- meðlimum, að sögn Jakobs V. Hafstein. Og veiðieðlið ætti að vera í blóðinu, því langafi Ólafs var Jakob Hafstein sem veiddi stærsta flugulax sem veiðst hefur hér á landi, 10. júlí 1942 við Höfðahyl í Laxá í Aðaldal. Ættingjarnir fengu alls þrjá laxa, 11, 10 og fimm punda. Þrisvar sinn- um þyngri TÍU ÁRA MEÐ TÍUPUNDARA Haldið verður málþing í dag um erfðir og brjóstakrabbamein. Mál- þingið verður í stofu 102 á Há- skólatorgi og stendur frá kl. 16:30 til 18:30. Ræðumenn verða Magnús Karl Magnússon, prófessor, Kári Stef- ánsson, forstjóri ÍE, Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor, Vigdís Stef- ánsdóttir, erfðaráðgjafi og Salvör Nordal, forstöðumaður Sið- fræðistofnunar HÍ. Málþing um erfðir og krabbamein

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.