Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013 HEIMURINN D samþykk mönn m. Sa se MO ncen Bruno Boileau giftust á miðvikudag í Montpellier í Frakklandi. Þ fyrsta samk neigða hjónabandið eftir að lög u mkynhneigðra voru um mánuði. vikunniLög d og í r 150k ótmæltu EÞ Ó A ADD dsar ríkja Afríkusam ma mtugsafmæli banda a Afríku. Á fundin g aðáttafor urm nnk HONDÚRAS ASAN PEDRO SUL gin íTvö stærstu glæpagen chaHondúras, Mara Salvat 8(MS-13) og Mara (M-1 lýstu yfir vopnahléi í á sem átt hafa sinn þátt morðtíðni í landinu er í heimi. Sam milli gengja leiddi til þe þa fækkaði um gengjunum ið og yfirv Hizbollah-samtökin festu sig í sessi í átökunum við Ísrael 2006. Þá fóru þau yfir landa- mæri Ísraels og rændu tveimur ísraelskum hermönnum. Ísraelar svöruðu með árásum á landi og úr lofti, en tókst ekki að brjóta Hizbollah á bak aftur. Við það óx orðstír þeirra í arabaheiminum. Undan þeim fjaraði hins vegar þegar Hizbollah lagði til atlögu við Saad Hariri, valdamikinn stjórnmálamann úr röðum súnníta. Hizbollah hefur legið undir grun um að standa að baki morðinu á föður Har- iris, Rafiq, 2005 og bar réttur undir merkjum Sameinuðu þjóðanna sakir á fjóra félaga samtakanna vegna morðsins. Þeir ganga enn lausir. Íhlutun samtakanna Hizbollah íátökin í Sýrlandi gæti breyttgangi þeirra. Liðsmenn sam- takanna berjast nú við hlið her- sveita Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, við uppreisnarmenn. Þeir hafa verið mjög ágengir að aðstoða stjórnarherinn við að ná lykilbænum Qusayr úr höndum uppreisnarmanna. Hizbollah, sem merkir Flokkur guðs, er í nánum tengslum við Íran og hefur stutt stjórnvöld í Sýrlandi dyggilega. Samtökin voru stofnuð árið 1982 til að bregðast við innrás Ísraela í Líb- anon. Þau tóku forustuna í skæruhernaði gegn Ísraelum og áttu lykilþátt í að þeir drógu sig til baka frá Líbanon árið 2000. Sterk ítök í Líbanon Þessi árangur samtakanna hefur ásamt því að þau hafa veitt fé- lagslega þjónustu þar sem veikt ríkisvaldið í landinu hefur brugð- ist aflað þeim mikils stuðnings meðal sjíta, sem eru um þriðj- ungur landsmanna. Hinn hern- aðarlegi armur samtakanna hefur aldrei lagt niður vopn þótt borg- arastyrjöldinni í landinu lyki 1990. Var því borið við að hann þyrfti að geta varist Ísraelum. Almennt er talið að hann sé öfl- ugri en líbanski herinn. Ítök samtakanna í stjórnmálum má rekja til þessara tveggja þátta, hernaðarmáttarins og hins öfluga félagslega starfs. Samtökin reka einnig pólitískan arm og hafa það mikinn mátt á þinginu að þau geta stöðvað lög, sem ekki eru þeim að skapi. Innblásturinn að samtökunum kom frá byltingunni í Íran, þar sem sjítar eru í meirihluta. Hiz- bollah hefur fengið mikinn stuðn- ing frá Íran, bæði fjárhagslegan og hernaðarlegan. Vopnin þaðan hafa komið í gegnum Sýrland þar sem alavítar ráða lögum og lof- um. Alavítar tilheyra sjítum. Er talið að Hizbollah búi yfir mörg þúsund eldflaugum. Waddah Shahara, prófessor við Háskóla Líbanons, telur að hernaðararm- urinn hafi 20 þúsund vígamenn undir vopnum, þar á meðal fimm þúsund, sem hlotið hafi þjálfun í borgarskæruhernaði í Íran. Upphaflega höfðu sam- tökin á stefnuskránni að koma á íslömsku ríki, en mjög hefur verið dregið úr þeim málflutningi og lögð áhersla á að allir Líbanar þurfi að lifa saman í sátt. Ákvörðun Hiz- bollah um að berjast með Assad gæti hins vegar orðið til þess að út brjótist trúar- bragðastríð milli múslíma. Íranar hafa einnig sent hermenn til Sýr- lands. Þar berjast sjítar gegn súnnítum líkt og í Írak. Gegn villutrúarmönnum Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbol- lah, tilkynnti 30. apríl eftir heim- sókn í Teheran að uppreisn- armenn í Sýrlandi væru „takfiris“, bókstafstrúarmenn úr röðum súnníta, sem sjítar telja villutrúarmenn. Því verði að sker- ast í leikinn og hjálpa trúbróð- urnum Assad af mætti. Eftir þetta streymdu vígamenn Hizbollah yfir landamærin til Sýr- lands til að taka þátt í umsátrinu um Qusayr. Fyrir hálfum mánuði hófst áhlaupið á borgina. Í Der Spiegel segir frá því að fyrstu tvo daga orrustunnar hafi hundrað uppreisnarmenn látið líf- ið og 40 af best þjálfuðu víga- mönnum Hizbollah. Það er mesta mannfall í þeirra röðum frá stríð- inu við Ísrael 2006. Fram til þess höfðu stríðsmenn Hizbollah sem féllu í Sýrlandi verið jarðaðir svo lítið bæri á, en nú voru þeir bornir til grafar með viðhöfn með þeim skilaboðum að hver fallinn liðsmaður væri skuldbinding um að halda áfram. Eins og bent er á í Der Spie- gel er ímynd Hizbollah sem brjóstvörn Líbanons gegn Ísrael í hættu og samtökin orðin að hreyfingu í innbyrðis átökum múslíma. Það sama á við á hinum vængnum. Súnnítum berst liðs- auki víðs vegar að úr arabaheim- inum. Vígamenn súnníta hafa í anda hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda haft uppi vígorð gegn vestrinu og Ísrael. Þeir tala í sama anda og Hizbollah-leiðtoginn Nasrallah og segja að sjítarnir séu svikarar við hið sanna íslam. Í arabaheiminum er átakalínan milli súnníta og sjíta að skerpast. Afdrifarík íhlutun Hizbollah Í SÝRLANDI BERST NÚ LÍBANSKA HREYFINGIN HIZBOLLAH VIÐ HLIÐ STJÓRNARHERSINS. MEÐ ÍHLUTUNINNI SKERPAST ÁTAKALÍNUR MILLI SÚNNÍTA OG SJÍTA OG GÆTI HÚN DREGIÐ DILK Á EFTIR SÉR Í ARABAHEIMINUM. Hassan Nasrallah, foringi Hizbollah. ÍTÖK HIZBOLLAH Fallinn liðsmaður samtakanna Hizbollah borinn til grafar í Bekadal í Líbanon. Liðsmenn Hizbollah hafa streymt til Sýrlands þar sem þeir berjast við hlið stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum og hafa verið í fremstu víglínu. AFP * Ef ég tel að þörf sé á framboði mínu, sem mun ráðast eftir aðég ráðfæri mig við fólkið, mun ég ekki hika við að fara fram.Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, gaf til kynna í sjónvarpsviðtali á fimmtudag að hann ætl- aði fram í forsetakosningunum 2014. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.