Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Qupperneq 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Qupperneq 9
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Vatnsdælur Neysluvatnsdælur, brunndælur, borholudælur Hentugar á heimilið, í garðinn, sumarhúsið eða bátinn GP 60 Garðdæla fyrir aukinn þrýsting BPP 4500 Dæla með þrýstikút og þrýstijafnara Stillanlegur vatnshæ ðarnem i SPP 6D Inox Ryðfrí og öflug borholu- og brunndæla SDP 9500 Dæla - fyrir óhreint vatn SCD 12000 Dæla - fyrir ferskvatn. Stillanlegur vatnshæðarnemi makes a differenceÞ egar blaðamaður Sunnudagsblaðs Morg- unblaðsins mætir ábótanum í belgíska klaustrinu Grimbergen í munkaklæðum á Hótel Borg, þar sem margar senur úr ís- lenskum bíómyndum hafa verið teknar, getur hann ekki að því gert að spyrja munkinn hvort hann klæðist svona daglega eða aðeins af þessu til- efni? „Nei, ég klæðist svona daglega,“ svarar Eric de Sutter, æðsti maður hins ævaforna klausturs. Ástæða fyrir komu hans til landsins er ekki sú að hann sé að boða kaþólska trú heldur boða bjórdrykkju sem kemst kannski ekki nálægt guðlegri upplifun en er hreint ágæt upplifun fyrir það fólk sem kann með það að fara. Bjór hefur verið bruggaður í belgíska klaustrinu frá 1128 en þegar Frakkar gerðu innrás í Belgíu í kjölfar frönsku byltingarinnar árið 1789 voru öll klaustur eyðilögð og bruggverksmiðjur þeirra líka. En klaustrið byrjaði aftur að brugga þennan bjór árið 1958 og er hann nú seldur til 29 landa í heiminum. Aðspurður hversu stórt klaustrið sé segir ábótinn að aðeins 24 munkar séu í því sem stendur. Með svona vinsæla framleiðslu eins og bjórinn þeirra liggur bein- ast við að spyrja hvort klaustrið sé ekki ríkt. En ábót- inn vill ekki meina það. Hann segir að tekjur af bjórn- um standi undir öllum kostnaði af klaustrinu og starfsemi þeirra í Suður-Afríku en ekkert miklu meira en það. Klaustrið heldur úti kirkju í Suður-Afríku og hefur gert það síðan árið 1951. Þótt meirihluti íbúa Suður-Afríku sé mótmælendatrúar er þar um 10% minnihluti kaþólskra. Grimbergen-klaustrið er í flæmska hluta Belgíu. Það hefur margoft verið eyðilagt í gegnum róstusama sögu landsins en alltaf verið endurbyggt og þess vegna er fuglinn Fönix í merki klaustursins. Vatnið í Belgíu er slæmt og þess vegna er menningin í kringum bjór- bruggun mjög sterk í landinu. Munkar, bændur og búalið brugguðu öll sínar bjórtegundir í gegnum árin þar sem vatnið var hálfódrekkandi ef ekki var eitthvað unnið með það. Klaustrin urðu hvað öflugust í brugg- uninni enda sluppu þau við skattlagningu. Þannig fékk bjórtegundin þeirra Grimbergen Double-Ambrée nafn sitt; double eða tvöfalt. Fólk fékk tvöfalt meira af bjór keyptan frá þeim þar sem enginn skattur var lagður á hann. Árið 2008 keypti Carlsberg-verksmiðjan rétt- indaleyfi á bjórnum og sér um bruggun hans í dag fyrir heimsmarkað. Carlsberg er fjórða stærsta brugg- hús heimsins með yfir 400 tegundir á vörulista sínum. Þótt bjórmarkaðurinn sé ekki að stækka á Vest- urlöndum er eftirspurn eftir sérbjór að aukast. Aðspurður hvort bjórinn sé mikið drukkinn með há- degismatnum í klaustrinu segir ábótinn að þeir drekki hann ekki með hádegismatnum, hann sé of sterkur til þess, en þær tvær tegundir sem verða fluttar inn til Íslands eru einmitt 6,5% og 6,7%. Ábótinn segist drekka lagerbjór með litlu áfengismagni frá öðru fyr- irtæki með hádegismatnum. „En þegar við hittumst á fundum eða til að fagna drekkum við okkar Grimber- ger-bjór,“ segir ábótinn. Aðspurður hvort það sé mikið um veislur í klaustr- inu vill hann nota annað nafn yfir það en veislur. „En við hittumst oft og ég held að það sé gott fyrir alla að hittast og ræða málin og fá sér bjór með.“ Aðspurður hvort hann sé oft þunnur eftir fagn- aðarlæti í klaustrinu segir hann að svo sé ekki. Aldrei verið þunnur? „Nei,“ segir ábótinn. Aldrei nokkurn tímann fengið timburmenn á æv- inni? „Nei, menn verða að nota bjórinn skynsamlega. Aldrei,“ segir ábótinn. KLAUSTUR OG BJÓR Ábótinn í Grimbergen klaustrinu í Belgíu kom til Íslands í vikunni og kynnti stolt klaustursins: bjórinn Grimbergen. Ábótinn hefur aldrei verið þunnur á ævinni og segir að fólk eigi að drekka skynsamlega og njóta bjórsins. Morgunblaðið/Styrmir Kári Munkar brugga bjór ofan í Íslendinga BJÓR FRÁ GRIMBERGEN-KLAUSTRINU Í BELGÍU VAR KYNNTUR FYRIR ÍSLENDINGUM AF ÁBÓTA KLAUSTURSINS SEM MÆTTI Í KUFLI OG ALLT HVAÐ EINA. BJÓRMENNINGIN ER STÖÐUGT AÐ BREYTAST Á ÍSLANDI. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.