Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013
S
teinunn Þórarinsdóttir
myndhöggvari hefur átt
mikilli velgengni að
fagna síðustu árin, bæði
hér heima og ekki síst
erlendis. Tvær stórar farandsýn-
ingar á útilistaverkum eftir hana
eru í Bandaríkjunum, önnur þeirra,
Horizons, hefur verið á ferðalagi
síðan 2007 og er nú í Birmingham
Museum of Art í Alabama. Hin sýn-
ingin, Borders, hóf ferð sína í New
York á Dag Hammarskjöld Plaza
við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóð-
anna, fór síðan til miðborgar Seattle
og er núna í listahverfinu í Dallas í
Texas. Þekktur athafnamaður í
Dallas, Craig Hall, kostar þá sýn-
ingu en hann hefur safnað verkum
Steinunnar frá árinu 2000. Borders-
sýningin fer síðan til Chicago í
ágúst, þar sem hún verður sett upp
skammt frá Chicago Art Institute
og Millennium Park. Gallerí Stein-
unnar í Bandaríkjunum er Scott
White Contemporary.
Sýning á útilistaverkum eftir
Steinunni, sem heitir Situations, var
svo nýlega í London á torginu Eco-
nomist Plaza í Mayfair og stefnt er
að því að verk hennar verði sýnd á
Berkeley Square sem er í hjarta
borgarinnar. Gallerí Steinunnar í
Lundúnum, Osborne Samuel, skipu-
leggur þessi verkefni.
Steinunn er mikið á ferðalögum
vegna sýninga á verkum sínum er-
lendis en næst liggur leið hennar í
norðrið til Færeyja þar sem hún
sýnir rúmlega tuttugu verk á sum-
arsýningu Norðurlandahússins í
Þórshöfn ásamt ungri færeyskri
listakonu, Silju Ström. Sýningin
verður opnuð 7. júní. Það er hin ís-
lenska Sif Gunnarsdóttir, for-
stöðumaður Norðurlandahússins í
Færeyjum, sem hefur veg og vanda
af sumarsýningunni.
Hin alþjóðlega velgengni gleður
Steinunni vitanlega. „Ég er innilega
glöð að finna fyrir slíkum meðbyr,“
segir hún. „Það er líka áhugavert að
bera erlendan myndlistarheim sam-
an við myndlistarheiminn hér heima
og horfa á hann úr fjarlægð.“
Hvernig er íslenski myndlistar-
heimurinn í samanburði við þann
erlenda?
„Ég hef ekki haldið sýningu á Ís-
landi síðan 2006 og þá er eins og
maður gleymist dálítið. Ég get þó í
sjálfu sér ekki kvartað. Mér hefur
verið mjög vel tekið hér heima og
það er auðvelt að koma sér á fram-
færi miðað við það sem gerist er-
lendis. Hins vegar eru það fáir að-
ilar sem ráða íslenska myndlistar-
heiminum og því hvernig hann
þróast. Ég er fegin að þurfa ekki að
reiða mig eingöngu á hann heldur
eiga stærra svið. Með fleiri gall-
eríum, eins og nú virðist vera að
gerast, breytist þessi sena vonandi.
Á stundum hefur ástandið í mynd-
listinni hér heima verið mjög ein-
hæft og bundið við ákveðnar stefnur
og samtrygging og örsamfélagið
hefur að einhverju leyti sett svip á
ástandið. Þetta er reyndar gömul
saga og ný í þessu litla landi. Er-
lendis er meira um það að allri flór-
unni séu gefnir möguleikar og leyft
að blómstra, þó auðvitað sé sam-
keppnin gríðarlega hörð.“
Kynlaus tákn mennskunnar
Þessar kynlausu fígúrur sem þú ert
svo þekkt fyrir heilla fólk. Þetta eru
fígúrur sem mann langar ósjálfrátt
til að snerta.
„Fígúrurnar eru kynlaus tákn
mennskunnar. Ég vil að fólk geti
nálgast verk mín, fundið samhljóm í
þeim og túlkað á sinn hátt. Karakt-
erinn í fígúrum mínum er frekar
hlutlaus. Þær eru ekki ógnandi og
þess vegna finnst fólki sennilega að
það geti nálgast þær. Stundum er
það næstum því of nærgöngult – ef
það er þá hægt. Verkin tengjast
áhorfandanum á beinan og að vissu
leyti líkamlegan hátt vegna þess að
þau eru gjarnan í líkamsstærð og
oft staðsett á sama plani og í sama
rými og áhorfandinn. Það hvetur til
samtals milli listaverks og áhorf-
anda. Samt er það ekki líkaminn
sjálfur sem vekur áhuga minn, held-
ur hin mannlega nánd.
Ég er búin að vinna fígúratív
verk í 35 ár, þetta er orðinn langur
ferill. Þegar ég byrjaði í námi og fór
að vinna á þennan hátt var það dá-
lítið eins og að koma heim. Ég var
að fást við eitthvað sem mér fannst
ég þekkja en um leið var listsköp-
unin ónumið land og endalaus inn-
blástur fyrir mig.
Eitt af því sem ég geri stundum
til að ná ákveðnum áhrifum, er að ég
nota mörg mót fyrir hvert verk
þannig að fígúrurnar verða oft dálít-
ið skrýtnar og að mörgu leyti ófull-
komnar, eins og við mannfólkið er-
um. Ég held að það eigi kannski
þátt í að laða fólk að verkunum, þau
eru ekki goðumlíkir einstaklingar. Á
vissan hátt eru verkin líka eins kon-
ar landslag og innihalda lífrænan
sprengikraft í áferð og formun og
hafa í rauninni afar lítið með
raunsæi að gera.
Sum verka minna eru frásagn-
arleg og segja sögu sem hefur merk-
ingu fyrir mig þótt aðrir sjái kannski
ekki þá sögu í þeim heldur einhverja
allt aðra sögu. Önnur eru á almenn-
ari nótum. Ég hef mikið notað son
minn, Þórarin Inga, sem módel og
með því að nota hann tengist ég
verkunum enn sterkari böndum þó
svo að lokaniðurstaðan verði ekkert
lík honum í sjálfu sér. Grunnurinn
er samt nátengdur mér.“
Hvenær ákvaðstu að verða mynd-
listarmaður?
„Ég var í menntaskóla þegar ég
ákvað að verða myndlistarmaður.
Mér fannst eiginlega ekkert annað
koma til greina. Ég fór til Bretlands
í fornám og kynntist ýmsum list-
greinum en strax á fyrsta árinu í
BA-námi var ég komin á kaf í skúlp-
túrinn. Skúlptúrinn er nokkuð sem
ég valdi og hef aldrei fundið þörf
fyrir að yfirgefa.“
Var ekkert erfitt á þessum tíma
að vera kona og ætla sér að verða
myndhöggvari?
„Ég byrjaði í listnámi árið 1974 og
þá voru mjög fáar konur hér á landi
sem unnu að höggmyndalist en ég
var svo ung að ég var ekkert að
velta því fyrir mér hvort þetta væri
erfiðara svið en annað í myndlistinni.
Þegar ég kom heim frá námi voru
einungis rúmlega fimmtán manns í
Myndhöggvarafélaginu og fjórar
konur en nú eru þar yfir hundrað
manns og stór hluti þeirra eru kon-
ur. Sumir segja að myndlistarheim-
urinn sé erfiðari fyrir konur en karla
en ég hef ekki fundið neitt sér-
staklega fyrir því og spái ekki í það
heldur. Ég hef gert mikið af stórum
útiverkum og þá eru verkin að hluta
til unnin í vélsmiðju og þar vinn ég
aðallega með karlmönnum. Það sam-
starf hefur gengið frábærlega en
Vélsmiðjan Héðinn hefur verið minn
aðalsamstarfsaðili.“
Talandi um stór útilistaverk þá
var slíku verki eftir þig stolið í Hull.
Hvernig varð þér við?
„Það var hringt í mig frá Hull
snemma morguns og mér sagt að
búið væri að stela verkinu. Ég hélt
satt að segja að þetta væri grín.
Verkið var á undirstöðu í fjögurra
metra hæð og 300 kíló og úr bronsi.
Þetta hafa verið hálfgerðir snillingar
á vissan hátt því stuðlabergssúlan
sem fígúran stóð á var óhögguð og
óbrotin. Þarna var nær örugglega
verið að stela bronsinu, en slíkur
þjófnaður er nokkuð algengur, sér-
staklega í Bretlandi. Sem betur fer
var hægt að endurgera verkið sem
var svo afhjúpað aftur formlega.
Mér leið dálítið eins og ég væri í
kvikmyndinni Groundhog Day þegar
ég var komin í annað sinn til að
vera viðstödd afhjúpun á sama verk-
inu.“
Kominn tími á giftingu
Vegna velgengni þinnar í útlöndum
ertu mikið fjarverandi. Maðurinn
þinn, Jón Ársæll Þórðarson sjón-
varpsmaður, hefur líka verið á þön-
um vegna sjónvarpsþáttagerðar.
Hafa fjarvistir einhver áhrif á heim-
ilislífið?
„Jón hefur alltaf verið helsti
stuðningsmaður minn. Hann er
skapandi maður. Það er erfitt starf
að vera myndlistarmaður og því er
mikilvægt fyrir mig að eiga maka
eins og hann. Við erum búin að vera
saman í 33 ár, erum mjög ólík að
flestu leyti en bætum hvort annað
upp og erum miklir vinir. Við giftum
okkur núna fyrir jólin á þrítugs-
afmæli eldri sonar okkar. Það var
kominn tími á giftingu, en það vissi
enginn af henni nema strákarnir
okkar. Við eigum tvo syni, sá yngri,
Þórður Ingi, var að útskrifast úr
fornmáladeild Menntaskólans í
Reykjavík. Hann hefur verið að
semja tónlist, sérstaklega raftónlist
Hin mannlega nánd
STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR MYNDHÖGGVARI HEFUR VAKIÐ MIKLA ATHYGLI ERLENDIS
FYRIR VERK SÍN. STEINUNN RÆÐIR Í VIÐTALI UM LISTINA, ÍSLENSKAN OG ERLENDAN
MYNDLISTARHEIM OG FARSÆLT EINKALÍF, EN HÚN GIFTI SIG UM SÍÐUSTU JÓL.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Steinunn Ég vil að fólk
geti nálgast verk mín,
fundið samhljóm í þeim
og túlkað á sinn hátt.
Svipmynd
AGA GAS
ER ÖRUGGT
VAL HEIMA
OG Í FRÍINU
Þú getur verið afslappaður og öruggur
við grillið með AGA gas. Öruggur um
að þú ert að nota gæðavöru og að
þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft
áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú
nýtir þér heimsendingarþjónustu á
höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú
heimsækir söluaðila AGA.
Farðu á www.gas.is og finndu
nálægan sölustað eða sæktu
öryggisleiðbeiningar og fáðu
upplýsingar um AGA gas.
www.GAS.is