Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Qupperneq 23
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Þ
að hefur sýnt sig að þeir
sem hætta notkun tóbaks á
vorin ná betri árangri
heldur en aðrir. Þetta seg-
ir Jóhanna S. Kristjánsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og verkefn-
isstjóri hjá Ráðgjöf í reykbindindi.
Jóhanna var á meðal mælenda á
dagskrá Embættis landlæknis í til-
efni af alþjóðlegum degi án tóbaks
sem haldinn er á heimsvísu ár
hvert að frumkvæði Alþjóðaheil-
brigðisstofnunar (WHO).
Ráðgjöf í reykbindindi er síma-
þjónusta sem aðstoðar einstaklinga
við að hætta notkun hvers kyns
tóbaks og nikótínlyfja og sett var á
laggirnar 1. janúar árið 2000.
„Þegar við byrjuðum var fyrst
og fremst horft til reykinga en eft-
ir því sem árin hafa liðið hefur
neysluform tóbaks breyst mikið
hér á landi. Í kjölfar reyk-
ingabannsins á veitinga-, skemmti-
og gististöðum, sem sett var á
þann 1. júní 2007, hefur reyk-
ingatíðni lækkað
verulega en í stað-
inn jókst notkun á
reyklausa tóbakinu
og fóru margir að
nota íslenska nef-
tóbakið í vör. Það
hefur verið með
ólíkindum að fylgj-
ast með tölum um
sölu á neftóbaki hjá ÁTVR und-
anfarin ár,“ segir Jóhanna en bætir
við að salan virðist þó hafa náð há-
marki árið 2011 því úr henni dró á
síðasta ári.
Snýst um að halda út
Þrátt fyrir breytt neyslumynstur
landans á tóbaki hefur eftirsóknin í
þjónustu Ráðgjafar í reykbindindi
verið stöðug frá stofnun. „Eft-
irsóknin hefur alltaf verið nokkuð
jöfn og þétt milli ára en við fáum
alltaf okkar álagstíma í desember
og janúar. Í desember er fólkið
byrjað að undirbúa áramótaheitin
og þá er býsna mikið hringt og síð-
an verður algjör sprenging í jan-
úar. Hins vegar hefur sýnt sig að
þeir sem eru að hætta á vorin ná
miklu betri árangri enda þekkja
flestir hve mörgum mistekst að
fylgja áramótaheitunum sínum al-
mennilega eftir. Þetta er bara eins
og með líkamsræktarstöðvarnar,“
segir Jóhanna á léttum nótum.
„Þess vegna er 31. maí alveg kjör-
inn dagur fyrir tóbakslausa daginn.
Margir sem hætta á vorin ná að
halda tóbaksbindindið út svo þetta
er besti tíminn til að hætta.“
Jóhanna ítrekar að galdurinn við
að hætta snúist einmitt um að
halda út. „Það er ekkert mál að
hætta, sumir hætta oft á dag, en
málið snýst um að halda út. Þjón-
ustan okkar snýst um að hjálpa
fólki við að hætta og svo fylgjum
við því eftir í heilt ár. Við óskum
engum til hamingju með tóbaks-
leysið fyrr en viðkomandi er búinn
að vera tóbakslaus í heilt ár.“
ALÞJÓÐLEGUR TÓBAKSLAUS DAGUR VAR 31. MAÍ
Vorið er tíminn til að
losa sig við tóbak
JÓHANNA S. KRISTJÁNSDÓTTIR, HJÚKRUNARFRÆÐINGUR OG VERKEFNISSTJÓRI HJÁ RÁÐ-
GJÖF Í REYKBINDINDI, HEFUR AÐSTOÐAÐ FÓLK Í 13 ÁR VIÐ AÐ HÆTTA TÓBAKSNEYSLU.
HÚN SEGIR ÞÁ SEM HÆTTA AÐ NOTA TÓBAK Á VORIN NÁ BETRI ÁRANGRI EN AÐRIR.
Jóhanna S.
Kristjánsdóttir
Jóhanna S. Kristjánsdóttir segir að álagstíminn hjá Ráðgjöf í reykbindindi sé alltaf í desember og janúar, það er að segja
um það leyti þegar tóbaksneytendur fara að huga að áramótaheitum sínum.
Morgunblaðið/Ómar
Sófakartöflur geta glaðst yfir nýrri
norskri rannsókn sem sýnir að ekki
þurfi meira en 4 mínútna æfingu
þrisvar í viku til að snúa óheillaþró-
un fitusöfnunar við. Daily Mail
greindi frá rannsókninni í vikunni
sem norski háskólinn í Þrándheimi
kynnti.
Það er vel þekkt að æfingar auka
súrefnisupptöku líkamans. Norski
háskólinn rannsakaði nokkra hópa
af fólki sem var vel rúmlega í yfir-
vigt og æfði ekkert. Leiðbeinandi
rannsóknanna, Arnt Erik Tjonna,
sagði: „Samkvæmt okkar niður-
stöðum virðast svona stuttar æf-
ingar gerðar af miklum krafti, þrisv-
ar í viku, vera ákaflega árangursrík
aðferð til að auka súrefnisupptöku
líkamans.“ Rannsóknirnar sýndu að
súrefnisupptaka fólksins sem tók
þátt jókst um 10% þrátt fyrir að æf-
ingarnar væru stuttar, svo fram-
arlega sem kraftur væri í þeim.
SÓFAKARTÖFLUR GETA GLAÐST
12 mínútna æfingar á viku
Það er aldrei of
seint að snúa dæm-
inu við og koma sér
í betra form.
Bretum hefur löngum þótt sopinn
góður, jafnvel of góður ef marka má
nýjar tölur sem Upplýsingastofnun
heilsumála þar í landi birti í vikunni.
Þar kemur fram að skrifað er upp á
75% meira af lyfjum vegna alkóhól-
isma nú en fyrir níu árum.
Á liðnu ári voru gefnir út 180.000
lyfseðlar í Bretlandi vegna lyfja sem
ætlað er að draga úr áfengisneyslu.
Það er 6% aukning frá árinu á undan.
Þeirra á meðal er lyfið Antabuse sem
veldur bæði ógleði og uppköstum sé áfengra drykkja neytt.
Til að bæta gráu ofan á svart voru innlagnir á spítala vegna ofdrykkju á
síðasta ári í fyrsta skipti í sögunni fleiri en 200.000 talsins. Það er aukning
upp á 41% á aðeins einum áratug.
Sex af hverjum tíu sjúklingum sem þurftu á innlögn að halda voru karlar.
MIKIL AUKNING Í ÁVÍSUN LYFJA VEGNA DRYKKJU
Óhófleg áfengisneysla getur haft
voðalegar afleiðingar fyrir fólk.
AFP
Áfengisvandi Breta eykst
Sumir sjá þetta sem pervertisma og
ógeð, en að njóta svipusmellsins og
hringlsins í keðjunum getur verið
gott fyrir heilsuna samkvæmt rann-
sókn sem framkvæmd var við hol-
lenska háskólann Tilburg af sál-
fræðingnum dr. Andreas
Wismeijer. Daily Mail sagði frá nið-
urstöðum rannsóknanna í blaði
sínu í vikunni og hafa þær vakið at-
hygli almennings. Sumir þeirra sem
daðra við BDSM þurfa því ekki
lengur að skammast sín. Sálfræð-
ingurinn telur að ástæða þess að
fólki sem leikur sér í þessum leikj-
um líði oft betur sé sú að það sé
óhræddara við að prófa og minna
lokað inní sér. En ætla má að fleiri
rannsóknir þurfi til að fullyrða um
niðurstöðurnar.
KYNLÍF OG HEILSA
Skrítnir kyn-
lífsleikir og
góð heilsa.
Sadó-masó
fyrir heilsuna?