Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013 Heimili og hönnun H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í ld shöfða 20 • Reyk jav í k • s ím i 558 1100 O P I Ð Vi rka daga 10-18 , l augard . 11 -17 og sunnud . 13-17 69.990 FULLT VERÐ: 79.990 HAVANA HÆGINDASTÓLL Orange, hvítt eða grátt áklæði 169.990 FULLT VERÐ: 199.990 GAGA HÆGINDASTÓLL GAGA hægindastóll með snúning GAGA hliðarborð kr. 99.990 G uðbjörg Káradóttir og Ólöf Jak- obína Ernudóttir voru á meðal þeirra sem tóku á móti styrk úr Hönnunarsjóði Auroru á fimmtudag. Þær hlutu styrk að upphæð 1 milljón króna til hönnunar, þróunar og undirbúnings framleiðslu á matarstelli. Stellið hyggjast þær framleiða á eigin verkstæði en þær Guðbjörg og Ólöf hafa unnið saman síðustu tvö ár undir vöru- merkinu Postulína. „Það hefur verið draumur okkar að gera matarstell en þá þarf að huga að fjölmörgum þáttum. Nú, vegna þessa styrks, gefst okkur tími til að prófa okkur áfram og við erum mjög ánægðar með það tækifæri. Fyrir vikið á útkoman eftir að verða miklu betri,“ segir Guðbjörg og bætir við að þróunin sé þegar hafin. „Við byrjuðum á að hanna skálar sem eru eins konar upphaf að matarstellinu en við er- um sífellt að fá nýjar hugmyndir hvað varðar form, stærðir og fleiri litatóna. Við sjáum fram á að bæta við matardiskum, súpuskálum og forréttadiskum, svo fátt eitt sé nefnt.“ Guðbjörg segir fyrirkomulagið á fram- leiðslu Postulínu hafa mikla kosti í för með sér en þær sérhæfa sig í hönnun úr handrenndu postulíni. „Hönnuðir vinna oft þannig að þeir skissa eitthvað á blað, full- vinna síðan teikningar og senda þær svo í framleiðslu til verksmiðju. Við búum hins vegar við þann kost að geta skissað í efn- ið og þreifað okkur áfram af því að við framleiðum vörurnar sjálfar á okkar eigin verkstæði,“ bætir hún við. „Samvinnan gengur vel, Ólöf er innanhússarkitekt og ég er keramikhönnuður með sérlegan áhuga á handverkinu. Þetta er góð blanda því að við nálgumst verkefnið úr ólíkum áttum.“ Vonir standa til að stellið verði klárt fyrir HönnunarMars á nýju ári og stefna þær Postulínu-systur að því að frumsýna hönnunina í samstarfi við vel valið veit- ingahús. „Framundan er ákveðið tilrauna- og þróunartímabil,“ segir Guðbjörg. „Við munum finna út hvernig styrkja megi leir- inn og glerunginn. Þannig hyggjumst við gera stellið sem best úr garði,“ segir Guð- björg að lokum. Styrkurinn bætir útkomuna GUÐBJÖRG KÁRADÓTTIR OG ÓLÖF JAKOBÍNA ERNUDÓTTIR HJÁ POSTULÍNU VORU Á MEÐAL ÞEIRRA SEM FENGU STYRK ÚR HÖNNUNARSJÓÐI AURORU Í VIKUNNI. Einar Lövdahl elg@mbl.is Guðbjörg og Ólöf Jakobína hafa unnið saman undanfarin tvö ár undir vörumerkinu Postulína. POSTULÍNA FRAMLEIÐIR ALÍSLENSKT MATARSTELL Morgunblaðið/Rósa Braga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.