Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Side 32
mat. Kjöt og fiskur er í mörgum réttum, en oft ekki aðalatriðið í máltíðinni. Maturinn er eins og við ímynduðum okkur að hann hafi verið á þessum slóðum þar sem hægt var að sækja sér svo mikið út í náttúruna auk þess sem fólk var með geitur, kindur og aðrar skepnur.“ Hún segir matinn í bókinni henta vel í þeirri hollustubylgju sem nú gangi yfir. „Fólk vill borða hreinan mat og ekki aukaefni. Það má segja að þetta sé almennur und- irstöðumatur; ekkert matarlíki …“ Þær nota ekki sykur í réttina heldur hun- ang og ávexti til að sæta matinn. „Í ávaxta- kökuna notuðum við reyndar súkkulaði; leyfð- um okkur að nota það góða hráefni þótt líklega hafi ekki verið hægt að fara út í búð og kaupa það á þessum tíma …“ Maturinn þeirra Sigrúnar og Kristínar er eins ferskur og kostur er. „Við notum mikið íslenskt hráefni og réttirnar eru því breyti- legir eftir árstíðum. Fólk erlendis er vant því en Íslendingar virðast margir hverjir vilja getað fengið allt, alltaf. Mér finnst stundum dálítið einkennilegt að geta keypt úti í búð ávexti sem búið er að flytja yfir hálfan hnött- inn. Auðvitað á að flytja sumt inn en mér finnst að fólk ætti að borða sem mest úr nær- umhverfinu.“ Sigrún og Kristín Þóra eiga mörg sameig- inleg áhugamál. „Við erum báðar sveitastelp- ur þar sem alltaf var nógur matur fyrir alla og lagt upp úr ríkulegum mat. Það var okkur veganesti og við segjum gjarnan matar- áhugann kominn frá mæðrum okkar.“ Sigrún segist alltaf borða allt sem hana langar í. „En ég er reyndar svo heppin að mig langar helst í það sem er hollt og gott,“ segir hún. S agan segir að smjör hafi dropið af hverju strái fyrir botni Miðjarðarhafs á dögum Jesú Krists. Enn er það svo a.m.k. á hluta svæðisins fyrir þeim fræga botni, og raunar mun víðar við hafið og þar stendur matarmenning í miklum blóma; nægir að nefna Ítalíu, Frakkland og Spán sem dæmi. Fyrir síðustu jól kom út matreiðslubókin, Orð, krydd og krásir, þar sem höfundar, Kristín Þóra Harðardóttir lögfræðingur og séra Sigrún Óskarsdóttir, prestur í Árbæj- arkirkju, fjölluðu um mat af biblíuslóðum. „Kveikjan að bókinni var mikill sameig- inlegur mataráhugi okkar vinkvennanna. Við gerum mikið af því að elda saman og langaði að tengja matseldina við annað en venjulega er gert,“ segir Kristín Þóra Harðardóttir við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Sigrún er prestur sem fyrr greinir og Krist- ín kveðst einnig tengjast kirkjustarfi „þannig að þetta varð úr. Við flettum Biblíunni og leit- uðum að texta þar sem fjallað er um mat. Af nógu var að taka og við spunnum síðan nokk- uð frjálslega út frá textanum. Vorum ekki mjög bókstafstrúar að því leyti að ekki mætti vera neitt í réttunum sem ekki hefði verið til á biblíuslóðum, svo ég nefni dæmi. Það má segja að við höfum aðlagað réttina að okkar veruleika,“ segir Kristín Þóra. Nokkrar vinkonur fengu Kristínu Þóru til þess að elda fyrir sig upp úr bókinni nýverið og bauð hún í fyrsta lagi upp á hráan lax (lax- atartar) í forrétt, kjúkling í aðalrétt og ávaxta- köku í eftirrétt. Kristín Þóra segir það einkenni á bókinni að mjög mikið er notað af grænmeti og ávöxt- um, „meðal annars þurrkuðum ávöxtum, og krydd sem við þekkjum úr austurlenskum EKKI BARA FIMM BRAUÐ OG TVEIR FISKAR… Kræsingar úr Biblíunni HÓPUR VINKVENNA FÉKK KRISTÍNU ÞÓRU HARÐARDÓTTUR TIL AÐ ELDA NOKKRA AFBRAGÐSRÉTTI SEM KOMA VIÐ SÖGU Í HINNI HELGU BÓK. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Kristín Þóra Harðardóttir matreiðir dýrðina. Smá freyðivín fyrir matinn. Sigríður Melrós, Þorbjörg, Hólmfríður, Kristín Þóra, Björk og Ásta Lilja. 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013 Matur og drykkir 300 g ferskur lax 3 rauðir chiliávextir ½ rauðlaukur 2 cm engiferrót 2 msk. kapers Safi úr ½ sítrónu Fersk steinselja Skerið laxinn í litla bita. Fræhreinsið og saxið chiliá- vextina og rauðlaukinn smátt. Rífið engifer á rifjárni. Blandið saman chili, lauk, engifer, kapers og safanum úr sítrónunni. Blandið þessu við laxinn um leið og hann er borinn fram. Steinseljan er klippt yfir í lokin. Laxatartar Íslenskt bankabygg frá Vallanesi er góð tilbreyting frá hrís- grjónum og kúskús. Byggið er kraftmikið og þarf heldur lengri suðu en hrísgrjón. Þar sem hér er það notað kalt er tilvalið að sjóða það daginn áð- ur og kæla. 2 dl bankabygg 1 laukur 1 dl rúsínur 2 gúrkur, skornar í bita fersk mynta, 1 knippi (50 g) safi úr einni límónu 3 msk. ólífuolía kókosfeiti til steikingar salt pipar Sjóðið bankabyggið sam- kvæmt uppgefnum leiðbein- ingum á umbúðum. Steikið laukinn í kókosfeiti og setjið rúsínurnar út í. Blandið svo bygginu saman við og kælið vel. Því næst eru gúrkurnar skorn- ar í teninga og myntan söxuð og hvoru tveggja blandað sam- an við byggið. Hrærið saman ólífuolíunni og límónusafanum og blandið við salti og pipar. Þessu er svo dreypt yfir salatið. Bygg- og gúrkusalat

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.