Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Side 36
A
ðspurður hvort Arnar Ingi sé tölvunörd
heldur hann því fram að svo sé ekki.
„Ekki mikill í það minnsta. Ég skrif-
aði bókina Snakk fyrir Makkapakk
fyrir tveimur árum sem seldist mjög vel. Hún
kom þannig til að ég var að vinna á auglýs-
ingastofu og það voru svo margir að spyrja mig
um hitt og þetta í kringum Makkann, þannig að
ég tók mig til og skrifaði nokkrar síður af þess-
um grundvallaratriðum sem var alltaf verið að
spyrja mig um og dreifði um vinnustaðinn. Svo
voru þessar síður farnar að breytast í bækling
og loks ákvað ég bara að breyta þessu í bók
sem yrði ekki bara fyrir vinnufélagana. Hún
seldist í þúsundum eintaka. Ég er ekki tölvu-
nörd, því ég kann ekkert í forritun, en ég er þó
örugglega lúði á einhvern hátt.
Það eru þrjár ástæður fyrir því að iPadinn er
svona mikil snilld. Eða spjaldtölvur yfir höfuð. Í
fyrsta lagi er iPadinn meðfærileg tölva, sem er
bara stór skjár. Gagnvirkur skjár þar sem mað-
ur notar puttana, sem eru eðlislægustu tól mann-
anna. Annað atriðið er pappírsnotkunin, hvað
iPadinn getur skorið niður pappírsneyslu. Það er
ábyggilega hægt að skera hana niður um 80%.
Númer þrjú er hvað hann er hentugur fyrir
þroska, kennslu og uppfræðslu ungra ein-
staklinga.“
Ekkert tengdur Apple
Aðspurður hverjir séu stærstu þröskuldarnir við
notkun spjaldtölva segir hann þá vera nokkra.
„Það fylgja spjaldtölvum ákveðnar hömlur fyr-
ir okkur Íslendinga sem stendur. Við getum ekki
keypt tónlist, kvikmyndir og þætti eins og
þau í Bandaríkjunum geta.
Annar þröskuldur er að augun eru ekki
gerð fyrir þetta eða í það minnsta er fólk
ekki vant því að lesa heilu bækurnar á skjá.
Það er í það minnsta svolítið erfitt að venja
sig á þetta til að byrja með. En stærsti
þröskuldurinn er að fólk gerir sér ekki grein
fyrir því hvað það getur gert með spjaldtölv-
urnar. Það eru ótrúlegir möguleikar í þeim.
Það var enginn sem bað mig um að skrifa
um þetta, ég hef engra hagsmuna að gæta og
er algjörlega ótengdur Apple, er bara graf-
ískur hönnuður sem hefur mikinn áhuga á
iPad. iPadinn er ótrúlega notendavæn tölva. Ef
fólk fer að fikta með hann sér það að það eru
til öpp um allt. Ef það er ekki til app um það,
þá er einhver að búa það til einhvers staðar í
heiminum. Fjölbreytileiki appa eða smáforrita
er endalaus.“
Strokið og potað
Aðspurður hvernig leiðarvísirinn er byggður upp
segist Arnar skipta bókinni upp í nokkra hluta.
„Pínulítill hluti bókarinnar er um þýðingar á
íslensku á þessum hugtökum. Mér finnst sjálf-
sagt að reyna að stemma stigu við þessum
enskuslettum. Þótt maður nái ekki nema að
smokra inn íslensku af og til er það eitthvað.
Fyrsti hluti bókarinnar fer í að skýra hug-
tökin. Leyfa fólki að átta sig á aðalhugtökunum
og öllu þessu stafræna umfangi sem teygir sig
langt.
Síðan er farið í það hvernig þú notar iPad-
inn í daglegu lífi, sýna þér möguleika spjaldtölv-
unnar.
Svo er netið og öryggi á netinu til umfjöll-
unar og hvernig þú nálgast netið í gegnum
iPadinn, þetta er svona „internetið og iPadinn“-
kafli bókarinnar.
Seinasti hlutinn fjallar um öryggið. Börn og
unglingar eru orðin svo samtvinnuð félagsmiðlum
og tölvum að því fylgir ákveðin hætta. Menn
verða að hafa í huga að með svona miklu
gagnsæi þarf að fara varlega. Sérstaklega fyrir
óharðnaðar sálir krakka og unglinga.
En talandi um unglinga þá vona ég innilega
að bókin hjálpi kennurum til að nota iPadinn
við kennslu. Rafrænar námsbækur – það eru
miklir möguleikar í því. Kennarar geta gert það
sjálfir. Það er bara brilljant. Þú getur uppfært
bækurnar á tveggja ára fresti.
Ef spjaldtölvur eru að fara að taka meira og
meira við er eins gott að við notum þær. Margir
skólar eru farnir að nota spjaldtölvur. Fjöl-
brautaskólinn í Breiðholti til að mynda og
nokkrir grunnskólar líka, meðal annars Árbæj-
arskóli.
Danska þingið er að taka þetta upp þannig að
þar verður ekki lengur dreift pappír út um allt
heldur kemur þetta allt á spjaldtölvu.“
Aðspurður um nafnið á bókinni, Hinn al-
íslenzki iPad leiðarvísir, segist Arnar hafa spáð í
mörg önnur nöfn. „Fyrst átti hún að heita Snakk
fyrir appapakk, en ég óttaðist að þá myndi fólk
rugla henni saman við fyrri bók mína, sem hét
Snakk fyrir makkapakk. Svo var ég að velta fyr-
ir mér nafninu Handapat eða Strokið og potað,
sem mér fannst mjög snjallt. En svo þorði ég
ekki annað en hafa nafnið svona „basic“, það
eina sniðuga í nafninu sem ég leyfði mér að hafa
var að hafa z í al-íslenzki. Fyrst ég ætlaði að
hafa þetta þurrt ákvað ég að hafa alveg hundrað
ára gamlan þurrleika í þessu. Eins og Leið-
arvísir fyrir unga menn fyrr á öldum eða eitt-
hvað þess háttar,“ segir Arnar Ingi.
FRÆÐIR UM MÖGULEIKA SPJALDTÖLVUNNAR
Snakk fyrir
appapakk
NÚNA UM HELGINA KOM Í VERSLANIR BÓKIN HINN AL-ÍSLENZKI IPAD
LEIÐARVÍSIR EFTIR ARNAR INGA VIÐARSSON. VON HÖFUNDAR
ER AÐ BÓKIN HJÁLPI FÓLKI AÐ LÆRA INN Á MÖGULEIKA SPJALDTÖLVA
OG NÝTA ÞÆR VIÐ KENNSLU, NÁM OG SKEMMTUN.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Arnar Ingi Viðarsson
segist ekki vera
tölvunörd.
Græjur og tækni
Hvað sem mönnum finnst annars um Apple og Apple-varning verð-ur því ekki neitað að hönnuðir þar eru með þeim fremstu semvéla um vélbúnað. Það kemur því varla á óvart að aðrir tölvu-
framleiðendur leiti í smiðju Apple-bænda eftir hugmyndum eða inn-
blæstri, enda blasir það í það minnsta við þegar maður lítur Lenovo
A720 í fyrsta sinn, enda svipar henni óneit-
anlega mjög til iMac-línunnar frá Apple; tölva
þar sem allt er innbyggt í glæsilegan næf-
urþunnan skjá.
Við nánari skoðun kem-
ur þó í ljós að Len-
ovo-vélin er all frábrugðin
iMakka og þá helst í því
að móðurborðið er í fæt-
inum, en ekki í skjánum
og einnig að 27" skjárinn
er snertiskjár, eins og
velflestir skjáir verða á endanum. Þó skjárinn sé
stór fer ekki mikið fyrir vélinni, hún er 65,8 x 49 x
22,5 sm að stærð og hálft tólfta kíló að þyngd.
Stýrikerfið í vélinni er 64 bita Windows 8 og nýt-
ir snertiskjáinn vel. Það er og mikill kostur við
skjáinn að hægt er að halla honum verulega, svo
verulega að hægt er að leggja hann alveg flatan sem eykur notagildið
umtalsvert; standurinn hallar frá -5° til 90° – geri aðrir betur.
Í fætinum er Blu-Ray-lesari og DVD-skrifari og 6-1 kortalesari. Það
er nóg af tengjum, 3 USB 3.0 og 2 USB 2.0 tengi, inn- og úttak fyrir
hljóð og líka HDMI inn- og úttengi.
Það er innbyggt þráðlaust net í vélina, en óskiljanlegt af hverju ekki
er líka innbyggt Bluetooth og því fer eitt USB-tengjanna undir Blue-
tooth-kubb sem fylgir svo hægt sé að nota þráðlausa lyklaborðið og mús-
ina (eða fjarstýringuna).
HDMI-inntengið gefur möguleika á að tengja
tölvuna við annan skjá, en 27" eru ekki nóg, en þar
sem það er líka inntengi, er hægt að nota tölvuna
sem skjá, til að mynda fyrir aðra tölvu.
Með fylgir fjarstýring sem er með einskonar
lyklaborði með örsmáum hnöppum og músarkúlu.
Frumleg og býsna notendavæn þegar maður er bú-
inn að ná tökum á henni, þ.e. ef maður er ekki oft
langt frá skjánum.
A720 er mjög vel heppnuð úrfærsla á fínni hug-
mynd þó hún kosti sitt, um 300.000 kr. Það er trú
mín að tölvur verði almennt með snertiskjái og Le-
novo A720 sýnir og sannar notagildi þess, ekki síst
ef maður notar Windows 8.
ALLT Á EINUM STAÐ
APPLE VARÐAÐI VEGINN, NÚ GERA AÐRIR BETUR OG BJÓÐA TÖLVUR ÞAR SEM ALLT ER INNBYGGT
Í NÆFURÞUNNAN SNERTISKJÁ. LENOVO A720 ER GOTT DÆMI UM HVERNIG Á AÐ GERA HLUTINA.
* Myndavél er innbyggð í skjá-inn. Hátalarar eru örlitlir og ekki
mikið stuð í þeim, en þó þokka-
legir. Hver sá sem ætlar að horfa
á mikið af myndum í slíkri vél eða
spila músík í gegnum hana ætti að
tengja beint við heimilisgræjurnar
eða við hátalara með innbyggða
magnara.
* Örgjörvinn í vélinni er 3,1GHz tveggja kjarna Intel Core i5
3210 og dugir vel í alla vinnslu,
þó ekki sé hann beinlínis vinnu-
þjarkur. Vinnsluminni í vélinni er 6
GB, stækkanlegt í 8, harður disk-
ur 1 TB 5400 snúninga. Skyn-
samlegt að bæta við USB 3.0 diski
ef streyma á miklu af myndum.
* Skjárinn er 27", eins og getiðer hér til hliðar, Full HD snert-
iskjár með upplausnina
1920x1080. Mér finnst það
reyndar fulllítil upplausn fyrir svo
stóran skjá, en skjákortið er
þokkalegt, NVIDIA GeForce GT
630M með 1 GB minni. Afbragð
fyrir vídeó.
ÁRNI
MATTHÍASSON
Græja
vikunnar
* Vonar að bókin hjálpitil við notkun
spjaldtölva
í kennslu.
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013