Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 37
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Dashlane er smáforrit sem sérhæfir sig í öruggri varðveislu trúnaðar- upplýsinga á borð við aðgangsorð á vefnum, vegabréfaupplýsingar, reikn- ingsnúmer og kennitölur. Forritið varð til sem hugmynd í Bandaríkj- unum fyrir fjórum árum en hefur sankað að sér notendum síðastliðið árið eða frá því að fyrsta opinbera útgáfa þess var sett á markað. Það er fáanlegt fyrir PC- og Apple-tölvur auk helstu spjaldtölva og snjallsíma. Sem fyrr segir er smáforritið fyrst og fremst hugsað sem öruggur varðveislubanki og byggist öryggið á flókinni dulritun upplýsinga sem sögð er versta martröð tölvuþrjóta. Þar að auki býður smáforritið upp á ýmsa notendavæna valmöguleika eins og sjálfvirkar innskráningar, til dæmis fyrir Facebook, tölvupóst eða hvaðeina, aðstoð við að búa til sterk lykilorð auk flýtiaðgerða við útfyllingu rafrænna skjala sem kunna að vefjast fyrir fólki með lyklaborð snjallsíma að vopni. Valið eitt af 10 bestu smá- forritum 2012 Á heimasíðu smáforritsins stærir framleiðandinn sig af því að forritið sé besta leiðin til að varðveita trún- aðarupplýsingar og öruggasta „staf- ræna veskið“ á veraldarvefnum. Smáforritið var nýlega valið eitt af tíu bestu iPhone-smáforritum ársins 2012 af tímaritinu PC Magazine og ætti að henta gleymnum tölvunot- endum, sem eiga erfitt með að leggja mörg lykilorð á minnið, jafnt sem þeim lötu, sem einfaldlega nenna ekki að halda utan um allar þessar upplýsingar sjálfir. SMÁFORRITIÐ DASHLANE Gott fyrir gleymna og lata Yfirlýst markmið Dashlane er að laga internetið. Sjómenn íslenskir hafa, eins og starfsbræður þeirra ann- ars staðar, verið með netið í vinnunni í áratugi. Land- krabbar höfðu lítið með það að gera, nema þeir sem veiddu í vötnum, en þegar Netið varð að veruleika sátu hetjur hafsins hins vegar eftir. Það var ekki fyrr en nokkrum árum eftir að fólk í landi naut netsins (Netsins) að sjómenn fóru að teljast menn með mönnum að því leyti. Laust fyrir aldamótin fór að bera á svokölluðum sjón- varpskúlum á stýrishúsum íslenska flotans. Áður horfðu sjómenn á sjónvarpssendingar Ríkissjónvarpsins úr landi, en um leið og komið var 40 mílur frá ströndu eða þar um bil var lítið í boði á skjánum annað en stórhríð. Það var gósentíð myndbandaleiganna. Vinsælt var hjá þeim dáðadrengjum sem stunda sjó- inn, eftir að sjónvarpskúlurnar voru teknar í notkun, að kaupa áskrift að bresku gervihnattastöðinni Sky og horfa á beinar útsendingar frá ensku knattspyrnunni. Margir áhugamenn um boltann eru á sjónum. Um miðjan síðasta áratug fór Ríkisútvarpið að senda út í gegnum gervihnött og það var mikil bylting fyrir fólk á hafi úti. Þá gátu sjómenn á frívakt fylgst með fréttum og öðru gæðaefni sem RÚV bauð landsmönnum upp á, hvort sem vinnustaðurinn var staddur á Flæmska hatt- inum, á Halamiðum eða norður í Barentshafi. Þetta var sem sagt algjör bylting, að ekki sé talað um að sjómenn gátu líka farið að hlusta á íslenska útvarpið þannig að almennilega væri hægt að greina hvað þar færi fram. Fyrir nokkrum árum varð svo enn ein byltingin; flókn- ari og flottari fjarskiptakúlur voru teknar í notkun og síðan þá hafa sjómenn getað farið á netið, hvar sem skip- ið er statt, hringt heim í farsímanum – þótt það kosti vissulega töluvert meira en í landi – eða verið í sambandi við fjölskylduna í gegnum Skype. Í gegnum árin hafa tæki um borð til fiskleitar og þess háttar þróast mjög, en viðmælandi Sunnudagsblaðsins sem þekkir vel til, segir að líklega hafi þessi netbylting stuðlað að meiri breyt- ingu í daglegu lífi hins almenna sjómanns – hásetans á dekkinu – en nokkuð annað í gegnum árin. Á árum áður gat allur flotinn hlustað á samtal sjó- manns við kærustu eða eiginkonu í landi, þegar notast var við talstöð. Það er liðin tíð. skapti@mbl.is Fjarskiptakúlur, sem fóru að sjást á stýrishúsum íslenskra skipa fyrir nokkrum árum, breyttu miklu í lífi sjómanna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson DAGLEGT LÍF Á SJÓNUM Það er ekki sama netið og netið Smáralind | Sími 512 1330 Laugavegi 182 | Sími 512 1300 Verð frá: 249.990.- iPhone 5 Verð frá: 119.990.- 2.000 kr. símnotkun á mánuði í 12 mánuði hjá NOVA fylgir iPhone 5, keyptum hjá epli.is Gildir í áskrift og frelsi. iMac *Þ ar af lá nt ök ug ja ld 3, 5% og þó kn un se m ne m ur 33 0 kr .á hv er ja gr ei ðs lu .* *M ið as tv ið lá ns up ph æ ð 24 9. 99 0 kr . Fæst á vaxtalausu láni* . Aðeins 21.892 kr. á mán í 12 mánuði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.