Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 41
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Þ að er gaman að segja frá því að konur fá sér flúr í auknum mæli og eru ekki að fá sér eitt- hvað lítið. Núna er verið að fá sér hálfa eða heila ermi, stór og falleg stykki með mörgum litum eða bara svarthvítt. Þetta er orðið svo rosalega breiður hópur með flúr. Þú sérð þetta alls staðar. Það er ekki lengur tabú að vera með tattú,“ segir Linda Mjöll Þorsteinsdóttir sem er ein af fjórum konum sem starfa við að húðflúra á húðflúrstofunni Reykjavik Ink. Á stofunni starfa fjórar konur, þar af eru þrjár mennt- aðar sem húðflúrarar og ein í læri. Linda Mjöll vinnur að því ásamt samstarfskonum sínum að undirbúa The Icelandic Tattoo Convention, í áttunda sinn, sem fer fram 6.-9. júní og hún segir að hún sé strax kominn með fiðring í magann. „Þessi há- tíð stækkar og stækkar og er orðin fastur liður í við- burðadagatali Reykjavíkur. Það koma nýir listamenn á hverju ári og þeir sem komu hérna fyrst eru enn að koma. Eftir hátíðina er alltaf farið í Bláa Lónið. Þar fáum við verðskuldaða athygli. Þessi risastóri hópur, allir eru flúraðir frá toppi til táar. Þá snýr fólk sér við. Litlu börnin horfa á mann eins og maður sé teikni- myndafígúra og vilja skoða,“ segir hún og hlær. Hún segir að það fari þó ekki milli mála þegar fólki finnist það ekki fallegt að sjá fólk með mikið flúraðan líkama. „Það er líka allt í lagi. Það þarf ekki öllum að finnast þetta flott. Þetta er lífsstíll sem maður velur sér,“ segir Linda Mjöll. Ólafía Kristjánsdóttir er lærlingur á stofunni. Listamaður af Guðs náð. Fékk sér Ægishjálminn í síðustu viku. STELPURNAR Á REYKJAVÍK INK Ekki lengur tabú að vera með tattú BAR 11 VERÐUR BREYTT Í STÆRSTU TATTÚSTOFU LANDSINS Í NÆSTU VIKU ÞEGAR HÚÐ- FLÚRSRÁÐSTEFNA FER FRAM Í REYKJAVÍK Í ÁTTUNDA SINN. SKIPULEGGJANDI RÁÐSTEFN- UNNAR SEGIR STELPUR SÆKJA SÍFELLT MEIRA Í STÓRT HÚÐFLÚR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Bakið á Ólafíu er þakið glæsilegum tígri og hestum. Tígurinn er eftir Zach Nelligan sem verður einnig á hátíðinni The Icelandic Tattoo Convention. Konur hafa verið duglegar að fá sér stærri flúr og með meiri litum. Fjölmargar stórstjörnur eru flúraðar, sumar meira en aðrar. Angelina Jolie og Megan Fox eru meðal glæsikvenna sem eru ófeimnar við að sýna flúraðan líkamann. Knattspyrnugoðið David Beckham er sömuleiðis þekkt fyrir sinn fagurlega skreytta líkama. Hér á landi bera margir þekktir einstaklingar húðflúr. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er þar á meðal. Þá hefur Svala Björgvinsdóttir söngkona látið skreyta hægri handlegg sinn með litríku húðflúri og sömuleiðis skartar Sara María Eyþórsdóttir fata- hönnuður flúri í mörgum litum. Í heimi húðflúrs eru engin takmörk. Að sögn Lindu Mjallar er enginn einn stíll ráðandi. Hún segir þó minna um svokölluð „tribal“-húðflúr sem voru vinsæl fyrir nokkrum árum. Alltaf sé vinsælt að láta flúra á sig litla mynd tengda einhverri minningu. Með aukinni þekkingu íslenskra húðflúrara verður húðflúr æ flóknara og með þróun litarefna verða litirnir skærari og endingarbetri á húðinni. Tæknin við skygg- ingu og dýpt hefur þróast mikið og telur Linda Mjöll það meðal annars ráðstefnunni að þakka. Farandflúr- arar hafa komið og kennt íslenskum flúrurum og þá er vinsælt að fara utan á ráðstefnur og sækja sér fróðleik. Íslensk húðflúrslist er ung og á sér því stutta sögu. En þrátt fyrir stutta húðflúrsmenningu hefur Ísland ákveðin sér- kenni – hefur jafnvel haft áhrif á húð- flúrsmenningu ná- grannalanda okkar. „Fólk velur sér stíl. Sumir vilja bara vera í japönskum, tribal, hefð- bundnum og svo er til fólk eins og ég sem blanda mikið saman,“ segir Linda Mjöll. HÚÐFLÚR OG TÍSKAN Frægir og flúrin Svala Björgvins- dóttir Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Clavinova CVP 605 Snertiskjár, 1327 hljóð, 420 taktar, USB hljóðupptaka ofl. Kynnið ykkur þetta magnaða hljóðfæri í verslun okkar í Reykjavík!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.