Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013 S varti dauði barst til Íslands áratugum eftir að hann hafði herjað í Evrópu. Fjarlægðarvörn pesta var mikil þá. Flensurnar fara hraðar um núna og gera ekki upp á milli farrýma eða flutningsaðila. Íslendingar við tölvu frétta jafnsnögglega um morðárás í bandarískum skóla og óttaslegnir foreldrar barna sem stunda þar nám. Nokkuð var slegið í nýjustu fréttir Áður fyrr hylltum við okkar góðu kónga, Kristján eða Friðrik eins og þeir voru númeraðir á hverjum tíma, báðum guð að blessa þá og gefa langt líf og heilsu. En stundum fór ekki hjá því að þessi fróma iðkun stóð löngu eftir að hátignirnar sjálfar höfðu flust til fram- búðar í hásali himnanna. Jafnvel svo seint sem á seinni helmingi 19. aldar spurðist ekki lát Jóns forseta og frú Ingibjargar heim fyrr en mánuðir voru liðnir. Nýjustu tíðindi utan úr henni veröld voru því stund- um orðin æði gömul þegar þau bárust út hingað. Þeir þættir tilverunnar, sem Íslendinga skipti, ákvarðanir eða atburði utan landsteina, fengu þeir ekki pata af fyrr en eftir dúk og disk. Og það sem fréttist til Reykjavíkur þurfti svo sinn tíma til að berast út til fólksins, sem þá var flest annars staðar en í landnámi Ingólfs. Við þessu varð lítið gert fyrr en síminn kom um leið og voraði í íslensku þjóðlífi, með heimastjórn og vax- andi fullveldi. Ekki var hægt að afturkalla það sem gert hafði verið í kóngsins nafni mánuðum saman að honum dauðum og enn minni ástæða til að hafa áhyggjur af gagnslausum traustsyfirlýsingum og beiðni og bænum um að hið tigna lík mætti lifa lengi í dýrð og hampa heilsu. Enda var litið svo á að hinn nýnúmeraði kóngur hefði sjálfsagt notið góðs af því bænakvaki öllu, enda var ekki nándar nærri eins langt til himna frá Kaupmannahöfn og út til Íslands. Það eru víða óuppgerðar sakir En þessar vangaveltur tengjast uppgjörsmálum í ís- lensku stjórnmálalífi eftir hinar sögulegu kosningar hinn 27. apríl sl. Samfylkingin lítur nú helst út eins og hús sem skýstrókur hefur farið óvænt yfir á stórri sléttu. En þar sem ekki er sléttlendinu fyrir að fara hér á landi og engar fréttir af skýstrókum leita aðstand- endur Samfylkingarinnar nú annarra skýringa á þeim ósköpum sem urðu. Í upphafi var Samfylkingin sögð vera mynduð af Al- þýðuflokki, Alþýðubandalagi, Kvennalista og Þjóð- vaka, auk þess sem sagt var að „óháðir“ kjósendur vinstra megin við miðju hefðu sótt þangað eftir sam- einingu. Þarna voru því ekki neinar smáfylkingar á ferð. En eftir útreið, sem Ólafur Harðarson prófessor hefur sagt vera hina verstu sem stjórnarflokkur hafi fengið í Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrj- aldar, er Samfylkingin orðin minni en Alþýðuflokk- urinn var einn fyrir sameiningu allra þessara flokka. Árni Páll, sem tók við tómu tvinnakeflinu frá Jóhönnu, tveimur mánuðum fyrir kosningar, hefur verið að velta fyrir sér hver sé undirrót þessa afhroðs. Hann er hættur að fara með skrítnu setninguna úr til- vitnanabókinni um að ekki skipti máli hversu smár flokkur verði í kosningum. Stærð flokks fari ekki eftir því hve mörg atkvæði hann fái, heldur því hversu stórt hann hugsi. Sé þetta rétt, sem vel má vera, þá er Lýð- ræðisvaktin enn stærsti flokkurinn. Hún var allt árið með alla þjóðina á bak við sig og sínar fullyrðingar, nema á kjördag, þegar hún virtist hafa brugðið sér frá. Hún hugsaði rosalega stórt. Menn þurfa ekki annað en horfa á „You Tube“ myndir af yfirvaktmeistara þess flokks á netinu til að viðurkenna það. Það rofar til og kannski ná menn áttum Árni Páll hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Sam- fylkingin hafi „misst sambandið við fólkið“. Þetta er óneitanlega líkleg skýring og hefur Árni Páll kannski komist að þessari niðurstöðu þegar hann loks hætti að hugsa stórt og tók að horfa á kosningaúrslitin, sem nú hafa legið fyrir í rúman mánuð. En það er ágætt að Árni Páll Árnason sé þó kominn þetta áleiðis í leit sinni að útskýringum afhroðsins. Hann er þó ekki enn með neina tilgátu um hvers vegna Samfylkingin „missti sambandið við fólkið“. Vonandi kemur að henni. Kannski treystir hann sér ekki til að hugsa þá hugsun til enda, að Samfylkingin hafi brugðist „fólkinu“. Mun hann þora að horfast í augu við þá staðreynd að ríkis- stjórn þeirra Jóhönnu og Steingríms (sem segist í við- tali ekki hafa fengið mat dögum saman sl. kjörtímabil og nefnd verið sett á laggirnar til að bæta úr því) var í sífelldri aðför gegn hópum í þjóðfélaginu? Þau settu helst mál á sína dagskrá sem líkleg væru til að hleypa öllu í uppnám. Sjálfur hafði Árni Páll brugðist svo í hlutverki sínu sem viðskiptamálaráðherra, að þegar Jóhanna setti hann út úr því ráðuneyti heyrðist hvorki hósti né stuna úr þingflokki hans, né frá fólkinu, sem áður hefur verið nefnt. Ekki hefur Árni sagt hver það var sem „missti sambandið við fólkið“ fyrir hönd Samfylkingarinnar. En böndin berast óneitanlega að formanninum, Jóhönnu Sigurðardóttur. En ekki hverjum? Sú klisja hefur lengi verið ígildi sannleiks að Jóhanna Sigurðardóttir bæri hagsmuni þeirra, sem lakast eru Hestlausir sökudólgar hökta á fund Reykjavíkurbréf 31.05.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.